Mótvægisaðgerðir ekki óviðráðanlegar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. apríl 2014 06:00 Félagar í Greenpeace-samtökunum notuðu að venju tækifærið á meðan loftslagsnefndin fundaði og vöktu athygli á málstað sínum. Vísir/AP Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að mannkynið verði að skipta hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa, eigi að takast að hægja á hlýnun jarðar. Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi, hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir að dragast saman. Að meðaltali hefur útblásturinn aukist um 2,2 prósent á ári á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010. „Skilaboðin frá vísindunum eru skýr: Til þess að komast hjá því að hafa hættuleg áhrif loftslagskerfið, þá þurfum við að snúa við blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer, einn þriggja formanna vinnuhóps loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í gær kynnti nýjustu afurð sína á blaðamannafundi í Berlín. Edenhofer tók hins vegar fram að kostnaðurinn við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru, þurfi alls ekki að vera óviðráðanlegur: „Það kostar ekki allan heiminn að bjarga jörðinni,“ sagði hann. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, bæði þær sem gripið hefur verið til á síðustu áratugum og þær sem enn er mögulegt að grípa til. Sú ódýrasta og hættuminnsta sem völ er á væri að hætta notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol og olíu strax á allra næstu áratugum. Sú leið krefst hins vegar þess að mikil umskipti verði bæði í pólitík og viðskiptum á heimsvísu. „Alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum mótvægisaðgerða. Það er svo áskorun út af fyrir sig að setja á laggirnar þær alþjóðastofnanir sem nauðsynlegar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði Edenhofer í gær. Um 1.250 vísindamenn hafa unnið að gerð skýrslunnar og niðurstaðan hefur verið samþykkt af stjórnvöldum 194 landa, eða nánast allra ríkja heims. Skýrslan er sú þriðja og jafnframt síðasta frá jafn mörgum vinnuhópum loftslagsnefndarinnar sem birst hefur í vetur. Hún verður birt í heild á morgun, en í gær var aðeins birtur útdráttur úr henni til kynningar. Í október næsta haust verður svo endanlegur texti heildarskýrslunnar birtur. Loftslagsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna segir að mannkynið verði að skipta hratt yfir í endurnýjanlega orkugjafa, eigi að takast að hægja á hlýnun jarðar. Þrátt fyrir þær mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til undanfarna áratugi, hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda, sem ýta undir hlýnun jarðar, aukist í staðinn fyrir að dragast saman. Að meðaltali hefur útblásturinn aukist um 2,2 prósent á ári á tímabilinu frá árinu 2000 til 2010. „Skilaboðin frá vísindunum eru skýr: Til þess að komast hjá því að hafa hættuleg áhrif loftslagskerfið, þá þurfum við að snúa við blaðinu,“ sagði Ottmar Edenhofer, einn þriggja formanna vinnuhóps loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í gær kynnti nýjustu afurð sína á blaðamannafundi í Berlín. Edenhofer tók hins vegar fram að kostnaðurinn við þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru, þurfi alls ekki að vera óviðráðanlegur: „Það kostar ekki allan heiminn að bjarga jörðinni,“ sagði hann. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, bæði þær sem gripið hefur verið til á síðustu áratugum og þær sem enn er mögulegt að grípa til. Sú ódýrasta og hættuminnsta sem völ er á væri að hætta notkun jarðefnaeldsneytis á borð við kol og olíu strax á allra næstu áratugum. Sú leið krefst hins vegar þess að mikil umskipti verði bæði í pólitík og viðskiptum á heimsvísu. „Alþjóðleg samvinna er lykillinn að því að ná markmiðum mótvægisaðgerða. Það er svo áskorun út af fyrir sig að setja á laggirnar þær alþjóðastofnanir sem nauðsynlegar eru til slíkrar samvinnu,“ sagði Edenhofer í gær. Um 1.250 vísindamenn hafa unnið að gerð skýrslunnar og niðurstaðan hefur verið samþykkt af stjórnvöldum 194 landa, eða nánast allra ríkja heims. Skýrslan er sú þriðja og jafnframt síðasta frá jafn mörgum vinnuhópum loftslagsnefndarinnar sem birst hefur í vetur. Hún verður birt í heild á morgun, en í gær var aðeins birtur útdráttur úr henni til kynningar. Í október næsta haust verður svo endanlegur texti heildarskýrslunnar birtur.
Loftslagsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira