Fleiri fréttir

Átta ára fangelsisdómur stendur

Maður sem dæmdur var í átta ára fangelsi á árinu 2009 fyrir að hafa haft samræði með stjúpdóttur „nokkuð reglulega“ um þriggja ára skeið fær mál sitt ekki tekið upp aftur samkvæmt úrskurði endurupptökunefndar.

Rökstyðji að skilmálar virkjunarleyfa séu ekki brotnir

Orkustofnun segir að skilmálar virkjunarleyfa vegna Kárahnúkavirkjunar og Lagarfossvirkjunar hafi ekki verið brotnir þrátt fyrir að aukið vatnsmagn brjóti bakka Lagarfljóts. Fljótsdalshérað biður Orkustofnun að endurskoða mat sitt á málinu.

Héraðsbúar ósáttir við minni snjómokstur

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hvetur Vegagerðina til að afturkalla þá ákvörðun að skerða vetrarþjónustu á Möðrudals- og Mývatnsöræfum vegna mikils fannfergis.

Ætla að dæla úr bílnum í birtingu

Olíuflutningabíllinn, sem valt fulllestaður út af veginum á Kleifheiði, á milli Brjánslækjar og Patreksfjarðar um kvöldmatarleitið í gær, liggur þar enn óhreyfður á hliðinni. Eftir veltuna var slökkviliðið á Patreksfirði sent á vettvang ásamt öðrum olíubíl og dælubúnaði, til að dæla úr geymum bílsins, áður en hann yrði reystur við.

Norðmenn slógu á sáttahönd ESB í makríldeilunni

Evrópusambandið lagði fram málamiðlun í makríldeilunni sem Ísland og Færeyjar samþykktu. Norðmenn höfnuðu leið ESB. Sögulegt tækifæri til sátta í makríldeilunni er runnið mönnum úr greipum, er almennur skilningur á viðræðuslitum í Skotlandi á miðvikudag.

Vistin í Reykjavík ágæt en biðin eftir úrlausn mála jafn erfið

Christian Kwaku Boadi, hælisleitandi frá Gana flutti nýlega, ásamt tugum annarra í sömu stöðu, til Reykjavíkur frá Reykjanesbæ og segir nokkurn mun þar á. Biðin eftir úrlausn mála er þó erfið þrátt fyrir það, en sjö ár eru síðan hann yfirgaf föðurland sitt.

Krefjast svara frá stjórnvöldum

Sex sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa krafist svara frá stjórnvöldum í Venesúela vegna harðra viðbragða þeirra við mótmælunum sem hafa verið í landinu.

Fyrir rétt í Texas vegna glæps í æsku

Karlmaður frá Texas sem var sakaður um að hafa skvett bensíni á dreng og kveikt í honum þegar hann var á unglingsaldri gæti átt dóm sem fullorðinn einstaklingur yfir höfði sér.

Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu

Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi.

Fólk dragi úr sykuráti

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að dagleg sykurneysla almennings eigi að vera fimm prósent af heildarfjölda hitaeininga sem hann innbyrðir.

Drápu hermenn fyrir mistök

Fimm afganskir hermenn voru fyrir mistök drepnir í loftárás Nató í héraðinu Logar í austurhluta Afganistan. Átta hermenn til viðbótar særðust.

Hrinti stúlku niður tröppur

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í dag 23 ára stúlku fyrir að ýta við annarri stúlku á þann hátt að hún féll aftur fyrir sig niður sex tröppur og lenti með hnakka og bak í gangstétt fyrir neðan.

Sjá næstu 50 fréttir