Metfjöldi sviptur sjálfræði á síðasta ári Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2014 10:13 Alls voru 47 einstaklingar sviptir sjálfræði á síðasta ári. visir/vilhelm Alls voru 26 karlar og 21 kona svipt sjálfræði í fyrra og er það nánast tvöfalt fleiri en á árinu 2012. 47 einstaklingar voru sviptir sjálfræði á síðasta ári og er það metfjöldi á síðustu fimm árum en þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Ár hvert er hátt á annað hundrað manns haldið nauðugum á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri en Fréttablaðið fjallaði um málið undir lok síðasta árs. Um er að ræða einstaklinga með geðsjúkdóma, sem taldir eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum. Það er ekki leyfilegt að nauðungarvista sjálfráða einstaklinga, nema að læknir meti sem svo að viðkomandi sé með alvarlegan geðsjúkdóm, eða í ástandi sem jafna má til alvarlegs geðsjúkdóms. Heimildin til að nauðungarvista fólk byggir á lögræðislögum sem síðast var breytt árið 1997. Þar er fjallað um sviptingu lögræðis, það er sjálfræðis og fjárræðis, auk nauðungarvistana. Lögin ná til fleiri hópa heldur en eingöngu geðsjúkra þar sem einnig má svipta fólk sjálfræði vegna ellisljóleika, vanþroska eða annars konar heilsubrests.Gripið til sjálfræðissviptingar eftir 21 dag Þegar nauðungarvistun er lokið að tuttugu og einum degi liðnum, en ljóst þykir að frekari meðferðar er þörf, er gripið til sjálfræðissviptingar. „Skilyrðin til sviptingar eru mjög rúm. Það þarf að vera ótvíræð nauðsyn og einstaklingur svo veikur að hann þarf að vera á sjúkrahúsi, en það getur falið í sér allt frá vanþroska til geðveiki," sagði Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir öryggis- og réttargeðþjónustu Landspítalans, í samtali við Fréttablaðið í desember á síðasta ári. Á öryggisdeild geðsviðs Landspítalans eru eingöngu sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði. „Þeir sem hafa verið margoft nauðungarvistaðir. Yfirleitt eru það allt ungir menn á aldrinum 20 til 40 ára í byrjandi geðrofi og með fíknivanda," sagði Sigurður Páll. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar, segir í samtali við Fréttatímann að aukningin komi ekki á óvart enda hafi félagið fengið óvenjumörg erindi inn á sitt borð er varðar sjálfræðissviptingu að undanförnu. „Við viljum að í lengstu lög sé reynt að komast hjá sjálfræðissviptingu og höfum unnið að því í gegnum árin. Raunar felst langtíma markmið okkar í því að útrúma algjörlega nauðung í geðheilbrigðisþjónustu. Auk heilsunnar er frelsið og sjálfræðið eitt það mikilvægasta sem fólk á. Það á ekki að svipta fólk frelsi nema það sé raunverulega hættulegt sjálfum sér eða öðrum," segir Anna Gunnhildur í samtali við Fréttatímann.Sjálfræðissviptingar2013 Samtals 47 Karlar 26 Konur 212012 Samtals 26 Karlar 7 Konur 122011 Samtals 34 Karlar 19 Konur 152010 Samtals 16 Karlar 9 Konur 72009 Samtals 29 Karlar 18 Konur 11Upplýsingar fengnar úr Fréttatímanum sem kom út í dag. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Alls voru 26 karlar og 21 kona svipt sjálfræði í fyrra og er það nánast tvöfalt fleiri en á árinu 2012. 47 einstaklingar voru sviptir sjálfræði á síðasta ári og er það metfjöldi á síðustu fimm árum en þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Ár hvert er hátt á annað hundrað manns haldið nauðugum á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri en Fréttablaðið fjallaði um málið undir lok síðasta árs. Um er að ræða einstaklinga með geðsjúkdóma, sem taldir eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum. Það er ekki leyfilegt að nauðungarvista sjálfráða einstaklinga, nema að læknir meti sem svo að viðkomandi sé með alvarlegan geðsjúkdóm, eða í ástandi sem jafna má til alvarlegs geðsjúkdóms. Heimildin til að nauðungarvista fólk byggir á lögræðislögum sem síðast var breytt árið 1997. Þar er fjallað um sviptingu lögræðis, það er sjálfræðis og fjárræðis, auk nauðungarvistana. Lögin ná til fleiri hópa heldur en eingöngu geðsjúkra þar sem einnig má svipta fólk sjálfræði vegna ellisljóleika, vanþroska eða annars konar heilsubrests.Gripið til sjálfræðissviptingar eftir 21 dag Þegar nauðungarvistun er lokið að tuttugu og einum degi liðnum, en ljóst þykir að frekari meðferðar er þörf, er gripið til sjálfræðissviptingar. „Skilyrðin til sviptingar eru mjög rúm. Það þarf að vera ótvíræð nauðsyn og einstaklingur svo veikur að hann þarf að vera á sjúkrahúsi, en það getur falið í sér allt frá vanþroska til geðveiki," sagði Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir öryggis- og réttargeðþjónustu Landspítalans, í samtali við Fréttablaðið í desember á síðasta ári. Á öryggisdeild geðsviðs Landspítalans eru eingöngu sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði. „Þeir sem hafa verið margoft nauðungarvistaðir. Yfirleitt eru það allt ungir menn á aldrinum 20 til 40 ára í byrjandi geðrofi og með fíknivanda," sagði Sigurður Páll. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar, segir í samtali við Fréttatímann að aukningin komi ekki á óvart enda hafi félagið fengið óvenjumörg erindi inn á sitt borð er varðar sjálfræðissviptingu að undanförnu. „Við viljum að í lengstu lög sé reynt að komast hjá sjálfræðissviptingu og höfum unnið að því í gegnum árin. Raunar felst langtíma markmið okkar í því að útrúma algjörlega nauðung í geðheilbrigðisþjónustu. Auk heilsunnar er frelsið og sjálfræðið eitt það mikilvægasta sem fólk á. Það á ekki að svipta fólk frelsi nema það sé raunverulega hættulegt sjálfum sér eða öðrum," segir Anna Gunnhildur í samtali við Fréttatímann.Sjálfræðissviptingar2013 Samtals 47 Karlar 26 Konur 212012 Samtals 26 Karlar 7 Konur 122011 Samtals 34 Karlar 19 Konur 152010 Samtals 16 Karlar 9 Konur 72009 Samtals 29 Karlar 18 Konur 11Upplýsingar fengnar úr Fréttatímanum sem kom út í dag.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira