„64 prósent kvennanna báru líkamlega áverka" Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2014 16:38 Þessi veggur í Róm á Ítalíu sýnir 107 myndir sem tákna þær konur sem fallið hafa fyrir hendi eiginmanna sinna á Ítalíu árið 2012 VÍSIR/VALLI Þriðjungur kvenna innan Evrópusambandsins hefur orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi frá 15 ára aldri. Einni af hverjum tuttugu konum hefur verið nauðgað. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á tíðni kynbundins ofbeldis í Evrópusambandinu sem Mannréttindaskrifstofa ESB lét gera. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið og bendir til að 62 milljónir kvenna innan ESB hafi orðið fyrir ofbeldi í einhverri mynd frá 15 ára aldri. Lægst er hlutfallið í Póllandi, um 19 prósent, en hæst í Danmörku, um 52 prósent. Fram kemur í rannsókninni að baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi segi að þessi gríðarlegi munur helgist líklega af misjöfnum viðhorfum til þess hvað sé ofbeldi.Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra KvennaathvarfsinsVÍSIR/GVASigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfins, segir að tölurnar rími við íslenskar tölur. „Við vitum að samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn hafa 22 prósent kvenna á aldrinum 18-80 ára verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka.“ „Í fyrra nefndu 51 prósent að ástæða komu væri líkamlegt ofbeldi en við nánari athugun kom þó í ljós að 64 prósent kvennanna báru líkamlega áverka eða höfðu hlotið þá af hendi maka síns." Aðspurð hvort konur komi í Kvennaathvarfið einungis vegna andlegs ofbeldis segir Sigþrúður að dæmi séu um það. Tæp 90 prósent kvennanna hafi við komuna í Kvennaathvarfið nefnt andlegt ofbeldi. „Ef ég mætti fylla út skýrsluna væri hlutfallið miklu hærra. Það er erfitt að ímynda sér að maki beiti líkamlegu ofbeldi en því fylgi ekki andlegt ofbeldi.“ Sigþrúður tekur undir raddir baráttufólks gegn kynbundnu ofbeldi og segir að vitundarvakning verði að eiga sér stað um hvað sé ofbeldi „Ekki mjög hár hluti kvenna svarar því til að hafa verið beittar kynferðisofbeldi því þeim hefur aldrei verið haldið föstum og nauðgað með líkamlegu ofbeldi á brútal hátt."Árlega ganga samtökin UN Women gegn kynbundnu ofbeldi í svokallaðri ljósagönguVÍSIR/VALLI„Þegar við svo spyrjum um kynlífið kemur í ljós að þær hafa gert ýmislegt sem þær hafa upplifað sársaukafullt. Þær upplifa jafnvel að þær séu að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með viðbrögðum sínum.“ Ungar konur sækja í miklum mæli til Kvennaathvarfsins en um þriðjungur kvenna síðastliðin ár hefur verið undir þrítugu. „Undanfarin ár höfum við séð meira af mjög ungum stúlkum, um tvítugt eða yngri. Í fyrra voru 24% kvennanna að flýja kærasta eða fyrrverandi kærasta þ.e mann sem varð aldrei sambýlismaður eða eiginmaður." „Það getur verið jákvætt að þeir urðu aldrei meira en það. En svo er hægt að hugsa þetta neikvætt. Kannski eru menn farnir að beita ofbeldi fyrr í samböndum." Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þriðjungur kvenna innan Evrópusambandsins hefur orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi frá 15 ára aldri. Einni af hverjum tuttugu konum hefur verið nauðgað. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á tíðni kynbundins ofbeldis í Evrópusambandinu sem Mannréttindaskrifstofa ESB lét gera. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið og bendir til að 62 milljónir kvenna innan ESB hafi orðið fyrir ofbeldi í einhverri mynd frá 15 ára aldri. Lægst er hlutfallið í Póllandi, um 19 prósent, en hæst í Danmörku, um 52 prósent. Fram kemur í rannsókninni að baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi segi að þessi gríðarlegi munur helgist líklega af misjöfnum viðhorfum til þess hvað sé ofbeldi.Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra KvennaathvarfsinsVÍSIR/GVASigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfins, segir að tölurnar rími við íslenskar tölur. „Við vitum að samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn hafa 22 prósent kvenna á aldrinum 18-80 ára verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka.“ „Í fyrra nefndu 51 prósent að ástæða komu væri líkamlegt ofbeldi en við nánari athugun kom þó í ljós að 64 prósent kvennanna báru líkamlega áverka eða höfðu hlotið þá af hendi maka síns." Aðspurð hvort konur komi í Kvennaathvarfið einungis vegna andlegs ofbeldis segir Sigþrúður að dæmi séu um það. Tæp 90 prósent kvennanna hafi við komuna í Kvennaathvarfið nefnt andlegt ofbeldi. „Ef ég mætti fylla út skýrsluna væri hlutfallið miklu hærra. Það er erfitt að ímynda sér að maki beiti líkamlegu ofbeldi en því fylgi ekki andlegt ofbeldi.“ Sigþrúður tekur undir raddir baráttufólks gegn kynbundnu ofbeldi og segir að vitundarvakning verði að eiga sér stað um hvað sé ofbeldi „Ekki mjög hár hluti kvenna svarar því til að hafa verið beittar kynferðisofbeldi því þeim hefur aldrei verið haldið föstum og nauðgað með líkamlegu ofbeldi á brútal hátt."Árlega ganga samtökin UN Women gegn kynbundnu ofbeldi í svokallaðri ljósagönguVÍSIR/VALLI„Þegar við svo spyrjum um kynlífið kemur í ljós að þær hafa gert ýmislegt sem þær hafa upplifað sársaukafullt. Þær upplifa jafnvel að þær séu að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með viðbrögðum sínum.“ Ungar konur sækja í miklum mæli til Kvennaathvarfsins en um þriðjungur kvenna síðastliðin ár hefur verið undir þrítugu. „Undanfarin ár höfum við séð meira af mjög ungum stúlkum, um tvítugt eða yngri. Í fyrra voru 24% kvennanna að flýja kærasta eða fyrrverandi kærasta þ.e mann sem varð aldrei sambýlismaður eða eiginmaður." „Það getur verið jákvætt að þeir urðu aldrei meira en það. En svo er hægt að hugsa þetta neikvætt. Kannski eru menn farnir að beita ofbeldi fyrr í samböndum."
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira