„64 prósent kvennanna báru líkamlega áverka" Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2014 16:38 Þessi veggur í Róm á Ítalíu sýnir 107 myndir sem tákna þær konur sem fallið hafa fyrir hendi eiginmanna sinna á Ítalíu árið 2012 VÍSIR/VALLI Þriðjungur kvenna innan Evrópusambandsins hefur orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi frá 15 ára aldri. Einni af hverjum tuttugu konum hefur verið nauðgað. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á tíðni kynbundins ofbeldis í Evrópusambandinu sem Mannréttindaskrifstofa ESB lét gera. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið og bendir til að 62 milljónir kvenna innan ESB hafi orðið fyrir ofbeldi í einhverri mynd frá 15 ára aldri. Lægst er hlutfallið í Póllandi, um 19 prósent, en hæst í Danmörku, um 52 prósent. Fram kemur í rannsókninni að baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi segi að þessi gríðarlegi munur helgist líklega af misjöfnum viðhorfum til þess hvað sé ofbeldi.Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra KvennaathvarfsinsVÍSIR/GVASigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfins, segir að tölurnar rími við íslenskar tölur. „Við vitum að samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn hafa 22 prósent kvenna á aldrinum 18-80 ára verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka.“ „Í fyrra nefndu 51 prósent að ástæða komu væri líkamlegt ofbeldi en við nánari athugun kom þó í ljós að 64 prósent kvennanna báru líkamlega áverka eða höfðu hlotið þá af hendi maka síns." Aðspurð hvort konur komi í Kvennaathvarfið einungis vegna andlegs ofbeldis segir Sigþrúður að dæmi séu um það. Tæp 90 prósent kvennanna hafi við komuna í Kvennaathvarfið nefnt andlegt ofbeldi. „Ef ég mætti fylla út skýrsluna væri hlutfallið miklu hærra. Það er erfitt að ímynda sér að maki beiti líkamlegu ofbeldi en því fylgi ekki andlegt ofbeldi.“ Sigþrúður tekur undir raddir baráttufólks gegn kynbundnu ofbeldi og segir að vitundarvakning verði að eiga sér stað um hvað sé ofbeldi „Ekki mjög hár hluti kvenna svarar því til að hafa verið beittar kynferðisofbeldi því þeim hefur aldrei verið haldið föstum og nauðgað með líkamlegu ofbeldi á brútal hátt."Árlega ganga samtökin UN Women gegn kynbundnu ofbeldi í svokallaðri ljósagönguVÍSIR/VALLI„Þegar við svo spyrjum um kynlífið kemur í ljós að þær hafa gert ýmislegt sem þær hafa upplifað sársaukafullt. Þær upplifa jafnvel að þær séu að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með viðbrögðum sínum.“ Ungar konur sækja í miklum mæli til Kvennaathvarfsins en um þriðjungur kvenna síðastliðin ár hefur verið undir þrítugu. „Undanfarin ár höfum við séð meira af mjög ungum stúlkum, um tvítugt eða yngri. Í fyrra voru 24% kvennanna að flýja kærasta eða fyrrverandi kærasta þ.e mann sem varð aldrei sambýlismaður eða eiginmaður." „Það getur verið jákvætt að þeir urðu aldrei meira en það. En svo er hægt að hugsa þetta neikvætt. Kannski eru menn farnir að beita ofbeldi fyrr í samböndum." Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þriðjungur kvenna innan Evrópusambandsins hefur orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi frá 15 ára aldri. Einni af hverjum tuttugu konum hefur verið nauðgað. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á tíðni kynbundins ofbeldis í Evrópusambandinu sem Mannréttindaskrifstofa ESB lét gera. Rannsóknin er sú umfangsmesta sem gerð hefur verið og bendir til að 62 milljónir kvenna innan ESB hafi orðið fyrir ofbeldi í einhverri mynd frá 15 ára aldri. Lægst er hlutfallið í Póllandi, um 19 prósent, en hæst í Danmörku, um 52 prósent. Fram kemur í rannsókninni að baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi segi að þessi gríðarlegi munur helgist líklega af misjöfnum viðhorfum til þess hvað sé ofbeldi.Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra KvennaathvarfsinsVÍSIR/GVASigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfins, segir að tölurnar rími við íslenskar tölur. „Við vitum að samkvæmt nýlegri íslenskri rannsókn hafa 22 prósent kvenna á aldrinum 18-80 ára verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka.“ „Í fyrra nefndu 51 prósent að ástæða komu væri líkamlegt ofbeldi en við nánari athugun kom þó í ljós að 64 prósent kvennanna báru líkamlega áverka eða höfðu hlotið þá af hendi maka síns." Aðspurð hvort konur komi í Kvennaathvarfið einungis vegna andlegs ofbeldis segir Sigþrúður að dæmi séu um það. Tæp 90 prósent kvennanna hafi við komuna í Kvennaathvarfið nefnt andlegt ofbeldi. „Ef ég mætti fylla út skýrsluna væri hlutfallið miklu hærra. Það er erfitt að ímynda sér að maki beiti líkamlegu ofbeldi en því fylgi ekki andlegt ofbeldi.“ Sigþrúður tekur undir raddir baráttufólks gegn kynbundnu ofbeldi og segir að vitundarvakning verði að eiga sér stað um hvað sé ofbeldi „Ekki mjög hár hluti kvenna svarar því til að hafa verið beittar kynferðisofbeldi því þeim hefur aldrei verið haldið föstum og nauðgað með líkamlegu ofbeldi á brútal hátt."Árlega ganga samtökin UN Women gegn kynbundnu ofbeldi í svokallaðri ljósagönguVÍSIR/VALLI„Þegar við svo spyrjum um kynlífið kemur í ljós að þær hafa gert ýmislegt sem þær hafa upplifað sársaukafullt. Þær upplifa jafnvel að þær séu að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með viðbrögðum sínum.“ Ungar konur sækja í miklum mæli til Kvennaathvarfsins en um þriðjungur kvenna síðastliðin ár hefur verið undir þrítugu. „Undanfarin ár höfum við séð meira af mjög ungum stúlkum, um tvítugt eða yngri. Í fyrra voru 24% kvennanna að flýja kærasta eða fyrrverandi kærasta þ.e mann sem varð aldrei sambýlismaður eða eiginmaður." „Það getur verið jákvætt að þeir urðu aldrei meira en það. En svo er hægt að hugsa þetta neikvætt. Kannski eru menn farnir að beita ofbeldi fyrr í samböndum."
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira