Innlent

Átta ára fangelsisdómur stendur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hæstiréttur mun ekki dæma að nýju í kynferðisbrotamáli frá 2009.
Hæstiréttur mun ekki dæma að nýju í kynferðisbrotamáli frá 2009. Fréttablaðið/GVA
Maður sem dæmdur var í átta ára fangelsi á árinu 2009 fyrir að hafa haft samræði með stjúpdóttur „nokkuð reglulega“ um þriggja ára skeið fær mál sitt ekki tekið upp aftur samkvæmt úrskurði endurupptökunefndar.



Maðurinn kvað lögreglu hafa lagt mikla áhersla á að sanna sekt hans í stað þess að vinna að því að hið rétta kæmi í ljós. Lögregla hafi hunsað ábendingar um rannsókn atriða sem að hann taldi mundu varpa rýrð framburð stjúpdótturinnar.

Maðurinn vísaði meðal annars til smáskilaboða í síma sem gengju þvert gegn þeim framburði að hún hafi reynt að forðast hann um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×