Innlent

Tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára pilti

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í tólf mánaða fangelsi, þar af eru níu skilorðsbundnir til þriggja ára, fyrir að hafa tvisvar haft kynferðismök við fjórtán ára gamlan pilt, gegn greiðslu. Honum var einnig gert að greiða piltinum 600 þúsund krónur í miskabætur.

Héraðsdómur Vesturlands hafði þá áður dæmt manninn til 18 mánaða fangelsisvistar, en mikil töf varð á því að Hæstarétti bærist málsgögnin. Því mildaði Hæstiréttur dóm héraðsdóms. rétturinn mildað fangelsisdóminn.

Réttargæslumaður krafðist miskabóta upp á 1,6 milljónir króna auk vaxta. Dómurinn ákvað þó að bæturnar yrðu 600 þúsund krónur.

Einn dómaranna skilaði sératkvæði þar sem hann vildi að drengurinn fengi 300 þúsund krónur í miskabætur. Ástæða þess er að pilturinn mun sjálfur hafa haft frumkvæði að samskiptum við manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×