Innlent

Héraðsbúar ósáttir við minni snjómokstur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Snúið er að halda vegum opnum ef látlaust snjóar.
Snúið er að halda vegum opnum ef látlaust snjóar. Fréttablaðið/Róbert
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hvetur Vegagerðina til að afturkalla þá ákvörðun að skerða vetrarþjónustu á Möðrudals- og Mývatnsöræfum vegna mikils fannfergis.

Ákvörðunin er sögð hafa valdið þjónustuaðilum og íbúum á svæðinu töluverðum vandræðum nú þegar.



„Tengingar við heilbrigðisstofnanir eru takmarkaðar, dagvöru- og fiskflutningar hafa riðlast, auk þess sem að íbúum á Austurlandi er á vissan hátt gert að sæta meiri takmörkun hvað ferðamöguleika varðar en íbúar annarra landshluta þurfa að búa við,“ segir í ályktun bæjarstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×