Stefnir í stórátök á Alþingi Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2014 16:26 Ríkisstjórnin hefur ekki virt samkomulag um að boða til sáttafundar með formönnum flokkanna. Í síðustu viku var allt í hnút á Alþingi, gríðarleg átök vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að endingu var samið um vopnahlé, undir forystu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, milli formanna þingflokkanna. Niðurstaðan var sú að Gunnar Bragi fengi að flytja ályktun sína og stjórnarandstaðan gerði ekki mikinn ágreining um það – fyrstu umræðu um málið hófst, henni var þá frestað og nefndavika tók við.Bólar ekki á fundarboði Í samkomulaginu fólst að formenn flokka kæmu saman til að reyna að ná einhverri sátt í þessu mikla hitamáli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það hafa verið sinn skilning. En ekkert bólar hins vegar á fundarboði frá forsætisráðherra. „Þessi var minn skilningur. Þetta var ekki niðurneglt eða undirskrifað en það var talað um að flokkarnir myndu hittast,“ segir Guðmundur. Af slíkum fundi verður ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra er floginn til Kanada og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag. Guðmundur segir að það líklegt sé að umræða muni um þingsályktunartillöguna muni halda áfram, og það án þess að nokkur sátt sé í sjónmáli. „Sú umræða mun væntanlega taka langan tíma. Þetta er stórt mál og ekki mikil sátt um það. Þannig að, þetta er mikill ósveigjanleiki að vilja ekki ræða málin við okkur.“Engin sátt í boði Guðmundur Steingrímsson segir lítið frumkvæði koma frá Sigmundi Davíð er varðar allt sem lýtur að friði um mál og sátt. „Menn verða náttúrlega að sýna einhvern lit í því. Fjölmargir hafa bent á, meðal annarra við í Bjartri framtíð, um að það megi finna farveg og sátt sem gæti verið í samræmi við stjórnarsáttmálann.“ En, allt kemur fyrir ekki. „Ég veit ekki hvort eitthvað hefur farið fram milli stjórnarflokkanna um þetta. Mér virðist ráðaleysi í ríkisstjórninni um þetta mál. Á hverjum degi kemur einhver ný ástæða um að rétt sé að slíta viðræðum og fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undantekningarlaust er það hrakið; rökþrot einkennir þetta mál. Ef ég væri þeir myndi ég reyna að landa þessu máli í sátt og samlyndi. Að því marki sem það er hægt.“Stefnir í langa og mikla umræðu Ómögulegt er að segja til um hversu lengi umræðan um þingsályktunartillöguna stendur. Guðmundur segir þetta risastórt mál og það hljóti menn að vilja ræða út frá öllum sjónarhornum. „Það liggur í augum uppi. Við munum vera málefnaleg, að sjálfsögðu, en það er núna eða aldrei, í nánustu framtíð að tala um Evrópumálin, ef þeir ætla virkilega að slíta þessu. Þingstörf gætu orðið erfið ef þeir ætla að koma með umfangsmikil mál önnur. Allur ósveigjanleiki er mikil tímaeyðsla. Sorglegt að menn kjósi ekki sáttaleiðina.“ Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í síðustu viku var allt í hnút á Alþingi, gríðarleg átök vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að endingu var samið um vopnahlé, undir forystu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, milli formanna þingflokkanna. Niðurstaðan var sú að Gunnar Bragi fengi að flytja ályktun sína og stjórnarandstaðan gerði ekki mikinn ágreining um það – fyrstu umræðu um málið hófst, henni var þá frestað og nefndavika tók við.Bólar ekki á fundarboði Í samkomulaginu fólst að formenn flokka kæmu saman til að reyna að ná einhverri sátt í þessu mikla hitamáli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það hafa verið sinn skilning. En ekkert bólar hins vegar á fundarboði frá forsætisráðherra. „Þessi var minn skilningur. Þetta var ekki niðurneglt eða undirskrifað en það var talað um að flokkarnir myndu hittast,“ segir Guðmundur. Af slíkum fundi verður ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra er floginn til Kanada og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag. Guðmundur segir að það líklegt sé að umræða muni um þingsályktunartillöguna muni halda áfram, og það án þess að nokkur sátt sé í sjónmáli. „Sú umræða mun væntanlega taka langan tíma. Þetta er stórt mál og ekki mikil sátt um það. Þannig að, þetta er mikill ósveigjanleiki að vilja ekki ræða málin við okkur.“Engin sátt í boði Guðmundur Steingrímsson segir lítið frumkvæði koma frá Sigmundi Davíð er varðar allt sem lýtur að friði um mál og sátt. „Menn verða náttúrlega að sýna einhvern lit í því. Fjölmargir hafa bent á, meðal annarra við í Bjartri framtíð, um að það megi finna farveg og sátt sem gæti verið í samræmi við stjórnarsáttmálann.“ En, allt kemur fyrir ekki. „Ég veit ekki hvort eitthvað hefur farið fram milli stjórnarflokkanna um þetta. Mér virðist ráðaleysi í ríkisstjórninni um þetta mál. Á hverjum degi kemur einhver ný ástæða um að rétt sé að slíta viðræðum og fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undantekningarlaust er það hrakið; rökþrot einkennir þetta mál. Ef ég væri þeir myndi ég reyna að landa þessu máli í sátt og samlyndi. Að því marki sem það er hægt.“Stefnir í langa og mikla umræðu Ómögulegt er að segja til um hversu lengi umræðan um þingsályktunartillöguna stendur. Guðmundur segir þetta risastórt mál og það hljóti menn að vilja ræða út frá öllum sjónarhornum. „Það liggur í augum uppi. Við munum vera málefnaleg, að sjálfsögðu, en það er núna eða aldrei, í nánustu framtíð að tala um Evrópumálin, ef þeir ætla virkilega að slíta þessu. Þingstörf gætu orðið erfið ef þeir ætla að koma með umfangsmikil mál önnur. Allur ósveigjanleiki er mikil tímaeyðsla. Sorglegt að menn kjósi ekki sáttaleiðina.“
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira