Stefnir í stórátök á Alþingi Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2014 16:26 Ríkisstjórnin hefur ekki virt samkomulag um að boða til sáttafundar með formönnum flokkanna. Í síðustu viku var allt í hnút á Alþingi, gríðarleg átök vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að endingu var samið um vopnahlé, undir forystu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, milli formanna þingflokkanna. Niðurstaðan var sú að Gunnar Bragi fengi að flytja ályktun sína og stjórnarandstaðan gerði ekki mikinn ágreining um það – fyrstu umræðu um málið hófst, henni var þá frestað og nefndavika tók við.Bólar ekki á fundarboði Í samkomulaginu fólst að formenn flokka kæmu saman til að reyna að ná einhverri sátt í þessu mikla hitamáli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það hafa verið sinn skilning. En ekkert bólar hins vegar á fundarboði frá forsætisráðherra. „Þessi var minn skilningur. Þetta var ekki niðurneglt eða undirskrifað en það var talað um að flokkarnir myndu hittast,“ segir Guðmundur. Af slíkum fundi verður ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra er floginn til Kanada og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag. Guðmundur segir að það líklegt sé að umræða muni um þingsályktunartillöguna muni halda áfram, og það án þess að nokkur sátt sé í sjónmáli. „Sú umræða mun væntanlega taka langan tíma. Þetta er stórt mál og ekki mikil sátt um það. Þannig að, þetta er mikill ósveigjanleiki að vilja ekki ræða málin við okkur.“Engin sátt í boði Guðmundur Steingrímsson segir lítið frumkvæði koma frá Sigmundi Davíð er varðar allt sem lýtur að friði um mál og sátt. „Menn verða náttúrlega að sýna einhvern lit í því. Fjölmargir hafa bent á, meðal annarra við í Bjartri framtíð, um að það megi finna farveg og sátt sem gæti verið í samræmi við stjórnarsáttmálann.“ En, allt kemur fyrir ekki. „Ég veit ekki hvort eitthvað hefur farið fram milli stjórnarflokkanna um þetta. Mér virðist ráðaleysi í ríkisstjórninni um þetta mál. Á hverjum degi kemur einhver ný ástæða um að rétt sé að slíta viðræðum og fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undantekningarlaust er það hrakið; rökþrot einkennir þetta mál. Ef ég væri þeir myndi ég reyna að landa þessu máli í sátt og samlyndi. Að því marki sem það er hægt.“Stefnir í langa og mikla umræðu Ómögulegt er að segja til um hversu lengi umræðan um þingsályktunartillöguna stendur. Guðmundur segir þetta risastórt mál og það hljóti menn að vilja ræða út frá öllum sjónarhornum. „Það liggur í augum uppi. Við munum vera málefnaleg, að sjálfsögðu, en það er núna eða aldrei, í nánustu framtíð að tala um Evrópumálin, ef þeir ætla virkilega að slíta þessu. Þingstörf gætu orðið erfið ef þeir ætla að koma með umfangsmikil mál önnur. Allur ósveigjanleiki er mikil tímaeyðsla. Sorglegt að menn kjósi ekki sáttaleiðina.“ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í síðustu viku var allt í hnút á Alþingi, gríðarleg átök vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið. Að endingu var samið um vopnahlé, undir forystu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, milli formanna þingflokkanna. Niðurstaðan var sú að Gunnar Bragi fengi að flytja ályktun sína og stjórnarandstaðan gerði ekki mikinn ágreining um það – fyrstu umræðu um málið hófst, henni var þá frestað og nefndavika tók við.Bólar ekki á fundarboði Í samkomulaginu fólst að formenn flokka kæmu saman til að reyna að ná einhverri sátt í þessu mikla hitamáli. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir það hafa verið sinn skilning. En ekkert bólar hins vegar á fundarboði frá forsætisráðherra. „Þessi var minn skilningur. Þetta var ekki niðurneglt eða undirskrifað en það var talað um að flokkarnir myndu hittast,“ segir Guðmundur. Af slíkum fundi verður ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra er floginn til Kanada og kemur ekki aftur fyrr en á laugardag. Guðmundur segir að það líklegt sé að umræða muni um þingsályktunartillöguna muni halda áfram, og það án þess að nokkur sátt sé í sjónmáli. „Sú umræða mun væntanlega taka langan tíma. Þetta er stórt mál og ekki mikil sátt um það. Þannig að, þetta er mikill ósveigjanleiki að vilja ekki ræða málin við okkur.“Engin sátt í boði Guðmundur Steingrímsson segir lítið frumkvæði koma frá Sigmundi Davíð er varðar allt sem lýtur að friði um mál og sátt. „Menn verða náttúrlega að sýna einhvern lit í því. Fjölmargir hafa bent á, meðal annarra við í Bjartri framtíð, um að það megi finna farveg og sátt sem gæti verið í samræmi við stjórnarsáttmálann.“ En, allt kemur fyrir ekki. „Ég veit ekki hvort eitthvað hefur farið fram milli stjórnarflokkanna um þetta. Mér virðist ráðaleysi í ríkisstjórninni um þetta mál. Á hverjum degi kemur einhver ný ástæða um að rétt sé að slíta viðræðum og fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undantekningarlaust er það hrakið; rökþrot einkennir þetta mál. Ef ég væri þeir myndi ég reyna að landa þessu máli í sátt og samlyndi. Að því marki sem það er hægt.“Stefnir í langa og mikla umræðu Ómögulegt er að segja til um hversu lengi umræðan um þingsályktunartillöguna stendur. Guðmundur segir þetta risastórt mál og það hljóti menn að vilja ræða út frá öllum sjónarhornum. „Það liggur í augum uppi. Við munum vera málefnaleg, að sjálfsögðu, en það er núna eða aldrei, í nánustu framtíð að tala um Evrópumálin, ef þeir ætla virkilega að slíta þessu. Þingstörf gætu orðið erfið ef þeir ætla að koma með umfangsmikil mál önnur. Allur ósveigjanleiki er mikil tímaeyðsla. Sorglegt að menn kjósi ekki sáttaleiðina.“
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira