Innlent

Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í Edmonton

Fanney Birna Jónsdóttir í Edmonton skrifar
Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá.
Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá. visir/FBJ

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sannkallað lukkudýr íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í gærkvöldi þegar liðið lagði New York Islanders 3-2.

Sigmundur Davíð sótti leikinn ásamt konu sinni í vinnuferð í Edmonton í Kanada, en Icelandair flaug jómfrúarflug sitt til borgarinnar í fyrradag.

Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum.

Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.

Kanadamenn á leiknum voru á einu máli um að kynningin á íslenska forsætisráðherranum hefði gert gæfumuninn.

Sigmundur Davíð var ekki sá eini sem fékk sérstaka kynningu á sjónvarpsskjáum áhorfenda í Edmonton heldur var íshokkístjarnan Wayne Gretzky einnig viðstaddur.

Gretzky er þjóðhetja í Kanada en hann spilaði 20 tímabil í NHL deildinni fyrir fjögur lið og leiddi kanadíska landsliðið til sigurs á heimsmeistaramóti þrisvar sinnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.