Innlent

Píratar með stofnfund í Árborg

Þorgils Jónsson skrifar
Stjórnmál Píratar hyggja á framboð í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum og halda stofnfund á morgun, laugardag.

Fram kemur í tilkynningu að Píratar hafi  fundið hljómgrunn fyrir hugmyndafræði sinni sem byggist á auknu gagnsæi, upplýsingafrelsi og borgararéttindum.

Telja Píratar sig miðað við útkomu í nýlegum könnunum, eiga góða möguleika í kosningunum og segjast þeir ekki munu skorast undan kalli fólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×