Innlent

Björgunarsveitir leituðu í Hlíðarfjalli eftir að torkennileg ljósrák sást á lofti

Gissur Sigurðsson skrifar
Torkennilegt ljósfyrirbrigði sást á lofti yfir Akureyri um hálf sjö leitið í gærkvöldi og sýndist sumum að þetta væri þoturák eftir þotu, sem flygi inn í Hlíðarfjall.

Lögregla fékk tvær tilkynningar um málið með skömmu millibili og hafði þegar samband við flugturninn, sem svaaraði að engar flugvélar væru á ferðinni í grendinni.

Samt sem áður var haft samband við starfsmenn í Hlíðarfjalli, sem var lokað vegna hvassviðris, og björgunarsveitarmenn, sem fóru um stórt svæði á vélsleðum og troðurum, en fundu ekkert.

Þetta var ekki gabb, að sögn lögreglu, því tilkynnendur gáfu upp nöfn og hringdu úr skráðum símum. Engin skýring hefur fundist á þessu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×