„Það er mjög sterk kaffimenning í Reykjavík“ Baldvin Þormóðsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Samkvæmt kaffibarþjónum Stofunnar eru latté og cappuccino þeir algengustu kaffidrykkir sem pantaðir eru. vísir/stofan Fréttavefur CNN birti nýverið lista yfir þær átta borgir heimsins sem að miðillinn telur hafa að geyma bestu kaffihúsin. Fréttavefurinn segir Reykjavík vera meðal stórborga á borð við London, Melbourne og Seattle. Þess má til gamans geta að kaffihúsakeðjan Starbucks á rætur sínar að rekja til Seattle. CNN telur að vegna skorts á stórum kaffihúsakeðjum þá hafi minni kaffihús haft meiri möguleika á því að blómstra í Reykjavík. Kaffitár er sögð vera stærsta keðjan en kaffihúsið Stofan og Kaffismiðjan eru sérstaklega nefnd fyrir að vera uppáhalds kaffihús svokallaðra hipstera. „Það er alveg geggjað að þeir hafi valið Stofuna í þessa grein, það kom skemmtilega á óvart,“ segir Haukur Ingi Jónsson, eigandi Stofunnar en hann lýsir kaffihúsinu sem skemmtilega hallærislegu og kósý. „Við erum með rosalega breiðan hóp af föstum kúnnum sem koma jafnvel daglega, síðan koma líka mikið af ferðamönnum sem eru alltaf mjög ánægðir með okkur,“ segir Haukur stem tekur undir með fréttavefnum að hér sé að finna mjög gott kaffi.„Það er mjög sterk kaffimenning í Reykjavík, fólk er að vanda sig mikið og leggja sig fram við þetta,“ Stofan hefur verið vinsæl á meðal kaffiunnenda og hefur eftirspurnin eftir sæti á Stofunni verið svo mikil að Haukur hefur ákveðið að opna kaffihúsið á ný í sögufrægu húsnæði.„Við erum að flytja í húsið þar sem Fríða Frænka var, við stefnum að því að opna í maí. Það er stærra húsnæði en jafnframt rosalega kósý, við viljum halda sama anda innan kaffihússins,“ segir Haukur sem hefur sterkar skoðanir á kaffihúsum. „Ég er fastur á því að kaffihús eigi að vera kaffihús. Við erum ekki með neinn djúpsteikingarpott og það er ekkert verið að steikja hamborgara, franskar og slíkt. Það er fyrir veitingastaði en kaffihús eiga að bjóða upp á kaffi, kökur og þessháttar. Þannig hefur stefnan okkar verið og mun halda áfram að vera.“ segir Haukur.Teiknuð mynd af Stofunni.vísir/stofan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fréttavefur CNN birti nýverið lista yfir þær átta borgir heimsins sem að miðillinn telur hafa að geyma bestu kaffihúsin. Fréttavefurinn segir Reykjavík vera meðal stórborga á borð við London, Melbourne og Seattle. Þess má til gamans geta að kaffihúsakeðjan Starbucks á rætur sínar að rekja til Seattle. CNN telur að vegna skorts á stórum kaffihúsakeðjum þá hafi minni kaffihús haft meiri möguleika á því að blómstra í Reykjavík. Kaffitár er sögð vera stærsta keðjan en kaffihúsið Stofan og Kaffismiðjan eru sérstaklega nefnd fyrir að vera uppáhalds kaffihús svokallaðra hipstera. „Það er alveg geggjað að þeir hafi valið Stofuna í þessa grein, það kom skemmtilega á óvart,“ segir Haukur Ingi Jónsson, eigandi Stofunnar en hann lýsir kaffihúsinu sem skemmtilega hallærislegu og kósý. „Við erum með rosalega breiðan hóp af föstum kúnnum sem koma jafnvel daglega, síðan koma líka mikið af ferðamönnum sem eru alltaf mjög ánægðir með okkur,“ segir Haukur stem tekur undir með fréttavefnum að hér sé að finna mjög gott kaffi.„Það er mjög sterk kaffimenning í Reykjavík, fólk er að vanda sig mikið og leggja sig fram við þetta,“ Stofan hefur verið vinsæl á meðal kaffiunnenda og hefur eftirspurnin eftir sæti á Stofunni verið svo mikil að Haukur hefur ákveðið að opna kaffihúsið á ný í sögufrægu húsnæði.„Við erum að flytja í húsið þar sem Fríða Frænka var, við stefnum að því að opna í maí. Það er stærra húsnæði en jafnframt rosalega kósý, við viljum halda sama anda innan kaffihússins,“ segir Haukur sem hefur sterkar skoðanir á kaffihúsum. „Ég er fastur á því að kaffihús eigi að vera kaffihús. Við erum ekki með neinn djúpsteikingarpott og það er ekkert verið að steikja hamborgara, franskar og slíkt. Það er fyrir veitingastaði en kaffihús eiga að bjóða upp á kaffi, kökur og þessháttar. Þannig hefur stefnan okkar verið og mun halda áfram að vera.“ segir Haukur.Teiknuð mynd af Stofunni.vísir/stofan
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira