Vistin í Reykjavík ágæt en biðin eftir úrlausn mála jafn erfið Þorgils Jónsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Christian flutti frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur í janúar og segir fjölmennið létta vistina nokkuð þó óvissa og bið eftir úrlausn mála sé vitanlega afar erfið. Fréttablaðið/GVA Aðstæður hælisleitenda sem fluttu frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur eftir áramót í kjölfar undirritunar þjónustusamnings þess efnis við borgina, eru talsvert betri enda meira við að vera. Biðin eftir úrlausn mála er engu að síður jafn erfið. „Þetta er allt í lagi, við höfum það ágætt en samt ekki. Við erum hér núna en vitum ekkert hvað verður á morgun. Við erum í sömu stöðu og áður þannig séð.“ Þetta segir Christian Kwaku Boadi, 35 ára Ganabúi, sem sótti hér um hæli við komuna til landsins fyrir réttu ári. Hann var búsettur í Reykjanesbæ, líkt og aðrir hælisleitendur sem komu hingað til lands, allt þar til í janúarmánuði þegar hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann býr nú ásamt þremur öðrum hælisleitendum í íbúð í austurborginni. Þessi vistaskipti voru í tengslum við samning milli Reykjavíkurborgar og innanríkisráðuneytisins, sem gekk í gildi um áramót, um að borgin myndi þjónusta um fimmtíu hælisleitendur. Christian segist hafa lent í vandræðum í föðurlandi sínu og þess vegna hafi hann, árið 2007, yfirgefið föðurland sitt. „Ég fór til Ítalíu þar sem ég fékk dvalar- og atvinnuleyfi og hóf nám.“ Eftir að náminu lauk gekk honum ekkert að finna sér vinnu og gat því ekki séð sér farboða. „Þess vegna ákvað ég að koma hingað til Íslands til að leita hælis og ég vil alls ekki fara aftur til Ítalíu.“ Christian er sáttur við flutningana í borgina, eins langt og það nær, enda er meira við að vera í borginni. „Við getum rölt um, farið á söfn og fleira og verið innan um fólk,“ segir hann og bætir við aðspurður að það sé ólíkt auðveldara að falla inn í fólksfjöldann í borginni heldur en í Reykjanesbæ. „Í Keflavík var oft horft einkennilega á okkur þegar við vorum úti í bæ, en hér í borginni er það síður þannig. Fólk er almennt ekkert að gefa sér hvað maður er að gera hér á landi eða hvernig maður kom hingað.“ Christian segir að biðin sé erfið. „Þeir segja að mál mitt heyri undir Dyflinnarreglugerðina og þess vegna sé ekki hægt að samþykkja umsóknina mína, en nú er þetta komið fyrir innanríkisráðherra og ég bíð eftir þeirri niðurstöðu. Þó ég hafi það ágætt þannig séð og fái hér mat og húsaskjól, er þetta erfitt. Ég er manneskja og það er erfitt að sitja hér og hafa lítið fyrir stafni, á meðan ég hugsa til dætra minna tveggja heima í Gana.“Fimmtíu fóru til Reykjavíkur Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú rúmlega 70 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal um 20 börn. Mennirnir búa í um fimmtán íbúðum sem Reykjavíkurborg leigir á almennum markaði. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Tengdar fréttir Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað um nær 130 prósent síðan árið 2011. Samþykktum hefur ekki fjölgað í samræmi. Innanríkisráðherra hefur lagt til breytingar á lögum sem hraða munu meðferð umsókna hælisleitenda og bæta réttaröryggi. 28. janúar 2014 07:15 Samið við Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur Eiga að vita þjónustu tengda húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum. 17. janúar 2014 15:35 Sveitarfélög viljug til að þjónusta hælisleitendur Nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt í þjónustu við hælisleitendur hér á landi. Reykjanesbær kominn að þolmörkum en vill sinna minni hópum. Minna hefur verið um að leitað sé hælis hér á landi það sem af er sumri. 24. ágúst 2013 09:00 Reykjanesbær tekur ekki á móti fleiri hælisleitendum Reykjanesbær og Reykjavíkurborg eru í viðræðum við ríkið um móttöku hælisleitenda. Ríkið vill að sveitarfélögin tvö hýsi samtals 100 en fleiri sveitarfélög taki einnig þátt. Mál 150 hælisleitenda eru til meðferðar í dag. 20. júlí 2013 13:07 Auðveldari félagsleg aðlögun hælisleitenda í borginni Fimmtíu hælisleitendur þiggja nú þjónustu frá Reykjavíkurborg. Voru áður í Reykjanesbæ þar sem ekki var hægt að anna öllum hælisleitendum. Þeir segjast falla frekar inn í fjöldann í borginni, sem mannréttindastjóri borgarinnar segir að auðveldi félagslega aðlögun. 20. febrúar 2014 07:00 Vilja fleiri í samstarf um hælisleitendur Reykjanesbær og Reykjavíkurborg eru nú í viðræðum við ríkið um móttöku hælisleitenda. Ríkið vill að fleiri sveitarfélög taki á móti fólkinu. Vilja að Reykjavík og Reykjanesbær hýsi samtals 100. Mál 150 hælisleitendur eru til meðferðar í dag. 22. júlí 2013 06:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Aðstæður hælisleitenda sem fluttu frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur eftir áramót í kjölfar undirritunar þjónustusamnings þess efnis við borgina, eru talsvert betri enda meira við að vera. Biðin eftir úrlausn mála er engu að síður jafn erfið. „Þetta er allt í lagi, við höfum það ágætt en samt ekki. Við erum hér núna en vitum ekkert hvað verður á morgun. Við erum í sömu stöðu og áður þannig séð.“ Þetta segir Christian Kwaku Boadi, 35 ára Ganabúi, sem sótti hér um hæli við komuna til landsins fyrir réttu ári. Hann var búsettur í Reykjanesbæ, líkt og aðrir hælisleitendur sem komu hingað til lands, allt þar til í janúarmánuði þegar hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann býr nú ásamt þremur öðrum hælisleitendum í íbúð í austurborginni. Þessi vistaskipti voru í tengslum við samning milli Reykjavíkurborgar og innanríkisráðuneytisins, sem gekk í gildi um áramót, um að borgin myndi þjónusta um fimmtíu hælisleitendur. Christian segist hafa lent í vandræðum í föðurlandi sínu og þess vegna hafi hann, árið 2007, yfirgefið föðurland sitt. „Ég fór til Ítalíu þar sem ég fékk dvalar- og atvinnuleyfi og hóf nám.“ Eftir að náminu lauk gekk honum ekkert að finna sér vinnu og gat því ekki séð sér farboða. „Þess vegna ákvað ég að koma hingað til Íslands til að leita hælis og ég vil alls ekki fara aftur til Ítalíu.“ Christian er sáttur við flutningana í borgina, eins langt og það nær, enda er meira við að vera í borginni. „Við getum rölt um, farið á söfn og fleira og verið innan um fólk,“ segir hann og bætir við aðspurður að það sé ólíkt auðveldara að falla inn í fólksfjöldann í borginni heldur en í Reykjanesbæ. „Í Keflavík var oft horft einkennilega á okkur þegar við vorum úti í bæ, en hér í borginni er það síður þannig. Fólk er almennt ekkert að gefa sér hvað maður er að gera hér á landi eða hvernig maður kom hingað.“ Christian segir að biðin sé erfið. „Þeir segja að mál mitt heyri undir Dyflinnarreglugerðina og þess vegna sé ekki hægt að samþykkja umsóknina mína, en nú er þetta komið fyrir innanríkisráðherra og ég bíð eftir þeirri niðurstöðu. Þó ég hafi það ágætt þannig séð og fái hér mat og húsaskjól, er þetta erfitt. Ég er manneskja og það er erfitt að sitja hér og hafa lítið fyrir stafni, á meðan ég hugsa til dætra minna tveggja heima í Gana.“Fimmtíu fóru til Reykjavíkur Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú rúmlega 70 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal um 20 börn. Mennirnir búa í um fimmtán íbúðum sem Reykjavíkurborg leigir á almennum markaði. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn.
Tengdar fréttir Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað um nær 130 prósent síðan árið 2011. Samþykktum hefur ekki fjölgað í samræmi. Innanríkisráðherra hefur lagt til breytingar á lögum sem hraða munu meðferð umsókna hælisleitenda og bæta réttaröryggi. 28. janúar 2014 07:15 Samið við Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur Eiga að vita þjónustu tengda húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum. 17. janúar 2014 15:35 Sveitarfélög viljug til að þjónusta hælisleitendur Nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt í þjónustu við hælisleitendur hér á landi. Reykjanesbær kominn að þolmörkum en vill sinna minni hópum. Minna hefur verið um að leitað sé hælis hér á landi það sem af er sumri. 24. ágúst 2013 09:00 Reykjanesbær tekur ekki á móti fleiri hælisleitendum Reykjanesbær og Reykjavíkurborg eru í viðræðum við ríkið um móttöku hælisleitenda. Ríkið vill að sveitarfélögin tvö hýsi samtals 100 en fleiri sveitarfélög taki einnig þátt. Mál 150 hælisleitenda eru til meðferðar í dag. 20. júlí 2013 13:07 Auðveldari félagsleg aðlögun hælisleitenda í borginni Fimmtíu hælisleitendur þiggja nú þjónustu frá Reykjavíkurborg. Voru áður í Reykjanesbæ þar sem ekki var hægt að anna öllum hælisleitendum. Þeir segjast falla frekar inn í fjöldann í borginni, sem mannréttindastjóri borgarinnar segir að auðveldi félagslega aðlögun. 20. febrúar 2014 07:00 Vilja fleiri í samstarf um hælisleitendur Reykjanesbær og Reykjavíkurborg eru nú í viðræðum við ríkið um móttöku hælisleitenda. Ríkið vill að fleiri sveitarfélög taki á móti fólkinu. Vilja að Reykjavík og Reykjanesbær hýsi samtals 100. Mál 150 hælisleitendur eru til meðferðar í dag. 22. júlí 2013 06:15 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað um nær 130 prósent síðan árið 2011. Samþykktum hefur ekki fjölgað í samræmi. Innanríkisráðherra hefur lagt til breytingar á lögum sem hraða munu meðferð umsókna hælisleitenda og bæta réttaröryggi. 28. janúar 2014 07:15
Samið við Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur Eiga að vita þjónustu tengda húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum. 17. janúar 2014 15:35
Sveitarfélög viljug til að þjónusta hælisleitendur Nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt í þjónustu við hælisleitendur hér á landi. Reykjanesbær kominn að þolmörkum en vill sinna minni hópum. Minna hefur verið um að leitað sé hælis hér á landi það sem af er sumri. 24. ágúst 2013 09:00
Reykjanesbær tekur ekki á móti fleiri hælisleitendum Reykjanesbær og Reykjavíkurborg eru í viðræðum við ríkið um móttöku hælisleitenda. Ríkið vill að sveitarfélögin tvö hýsi samtals 100 en fleiri sveitarfélög taki einnig þátt. Mál 150 hælisleitenda eru til meðferðar í dag. 20. júlí 2013 13:07
Auðveldari félagsleg aðlögun hælisleitenda í borginni Fimmtíu hælisleitendur þiggja nú þjónustu frá Reykjavíkurborg. Voru áður í Reykjanesbæ þar sem ekki var hægt að anna öllum hælisleitendum. Þeir segjast falla frekar inn í fjöldann í borginni, sem mannréttindastjóri borgarinnar segir að auðveldi félagslega aðlögun. 20. febrúar 2014 07:00
Vilja fleiri í samstarf um hælisleitendur Reykjanesbær og Reykjavíkurborg eru nú í viðræðum við ríkið um móttöku hælisleitenda. Ríkið vill að fleiri sveitarfélög taki á móti fólkinu. Vilja að Reykjavík og Reykjanesbær hýsi samtals 100. Mál 150 hælisleitendur eru til meðferðar í dag. 22. júlí 2013 06:15