Fleiri fréttir

Stærsti maður heims í það heilaga

Tyrkinn Sultan Kosen, hávaxnasti maður heims, gifti sig um helgina. Kosen, sem er þrítugur að aldri, gekk að eiga hina 21 árs gömlu Merve Dibo. Kosen er 2,47m á hæð en eiginkona hans 1,75m á hæð.

Vel tekið á móti nýjum stórmeistara

Hjörvar Steinn Grétarsson kom heim til Íslands í dag eftir frábæra helgi í á grísku eyjunni Rhodos. Hann náði með árangri sínum að verða stórmeistari í skák aðeins tvítugur að aldri. Hann er þrettándi íslenski stórmeistarinn.

Stóru málin: Ómar og bæjarstjórinn takast á

Ómar Ragnarsson náttúruverndarsinni og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ voru leiddir saman við Gálgahraun þar sem þeir fóru yfir deiluna í Stóru málunum sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.

Kampavínsstúlkur ekki starfsmenn

Eigandi Strawberries hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Lögmaður eigandans segir kampavínsstúlkur ekki vera skilgreindar sem starfsmenn staðarins.

Risastrandbolti olli usla í London

Úrræðagóður bílsstjóri kom í veg fyrir slys í morgun þegar hann sprengdi risastóran strandbolta sem var laus í miðborg London í dag.

Jakkafatajóga: "Eykur vellíðan og afköst"

Jakkafatajóga leggst vel í landann og í mörgum fyrirtækjum kemur fólk saman og gerir léttar æfingar í kaffitímanum. Hrund Þórsdóttir leit inn í jógatíma hjá Saga Medica í dag.

Refsirammi ekki nýttur þegar brotið er kynferðislega gegn börnum

Lektor í lögum spyr hvort ásættanlegt sé að dómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum þyngist ekki hraðar, þrátt fyrir herta refsilöggjöf. Þolandi kynferðisbrota tekur undir. Sjö ára dómi manns sem nam stúlku á brott í Vesturbænum og nauðgaði, verður líklega áfrýjað.

Myglusveppur tvístraði fjölskyldunni

Tólf ára gömul stúlka sem hefur hlotið mikið heilsufarslegt tjón af völdum myglusvepps sendi Kristjáni Möller, alþingismanni, bréf þar sem hún segist vera búin að fá nóg. Í bréfinu spyr hún hvort hún eigi ekki rétt á að búa hjá mömmu sinni og pabba, en myglusveppurinn tvístraði fjölskyldunni.

Átta látnir í storminum í Evrópu

Átta manns eru látnir í storminum sem hefur geisað í Vestur-Evrópu í dag. Fjórir hinna látnu voru búsettir á Bretlandseyjum.

Kirkjuklukkur í baráttunni gegn einelti

Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að einelti sé alvarlegt vandamál í samfélagi okkar. Það fyrirfinnist í öllum aldurshópum, á vinnustöðum, í skólum og annars staðar í samfélaginu.

Ræktuðu og seldu kannabis

Víetnamskt par á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir að rækta og selja kannabis árið 2011 og 2012.

Guðný nýr formaður hjúkrunarráðs

Guðný Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur var kosin nýr formaður hjúkrunarráðs á Landspítala á aðalfundi ráðsins 23. október síðastliðinn. Í tilkynningu segir að Eygló Ingadóttir hjúkrunarfræðingur hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs.

Hvað gerir Jón Gnarr?

Jón Gnarr ætlar að tilkynna hvort að hann ætli að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningunum í vor fyrir Besta Flokkinn í endurkomu Tvíhöfða á Rás 2 á miðvikudagsmorgun.

Sögulok Holden skúffubílsins

Holden Commodore "ute" hefur verið framleiddur samfellt í 65 ár en sala hans hefur snarminnkað undanfarið.

Gera smyglbíla upptæka

Norsk yfirvöld hafa hert verulega á viðurlögum við smygli og nú eiga þeir sem eru staðnir að smygli með bílum yfir höfði sér að missa bæði bílinn og ökuskírteinið auk hefðbundinna refsinga.

Vilja konur út úr kaffihúsum í Kúvæt

Harðlínumenn í Persaflóaríkinu Kúvæt hafa skorið upp herör gegn því að konur fái að koma inn á svokölluð shisha-kaffihús til að reykja úr vatnspípum. Telja þeir þetta dæmi um innreið frjálslyndrar vestrænnar úrkynjunar.

Fær enga hjálp þó naglarnir standi út

"Ég er búin að bíða eftir lækni hérna á slysó í einn og hálfan tíma með naglana úti,“ segir Lena Margrét Konráðsdóttir. "Það virðist sem enginn vilji taka ábyrgð á mér.“

Margvelashvili næsti forseti Georgíu

Giorgi Margvelashvili sigraði með miklum yfirburðum í forsetakosninunum sem fram fóru í Georgíu í gær. Hann hlaut um 62 prósent atkvæða samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum.

Sjálfvirk bensínáfylling

Fyllir sjálfvirkt á eldsneytið og er 30% sneggri að því en á hefðbundnum bensínstöðvum.

Ók inn í mannþröng á Torgi hins himneska friðar

Þrír hið minsta létust og marrgir eru slasaðir eftir að bifreið var ekið á fullri ferð inn í mannþröng á Torgi hins himneska friðar í höfuðborg Kína, Peking, í morgun. Torgið var rýmt en eldur kom upp í bílnum þegar hann ók inn í þvöguna og endaði á steinbrú sem liggur að innganginum að Forboðnu borginni, einu helgasta véi Kínverja. Fólkið sem lést var allt um borð í bílnum, að því er kínverskir miðlar segja, en óljóst er enn hvað varð þess valdandi að bíllinn ók inn í mannþröngina.

Conrad Murray losnar úr fangelsi í dag

Conrad Murray, læknirinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að vera valdur að dauða poppstjörnunnar Michaels Jackson, losnar úr fangelsi síðar í dag.

Slegist í Smáralind

Slagsmál komu tvívegis til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og urðu auk þess eignaspjöll í báðum tilvikum. Fyrst kom til slagsmála tveggja manna í Smáralind. Öðrum tókst að flýja þegar lögregla kom á vettvang, en hinn var handtekinn.

Bílvelta á Hellisheiði

Tvær manneskjur sluppu ómeiddar þegar jeppi þeirra valt út af Suðurlandsvegi um Hellisheiði í gærkvöldi. Jeppinn fór heila veltu, en fólkið var í beltum og bíllinn á lítilli ferð. Hálka var á veginum.

Stjórnarflokkar enn taldir bera ábyrgð á efnahagshruni

Rannsókn á hverjum Íslendingar kenna um efnahagshrunið sýnir að núverandi stjórnarflokkar eru enn taldir bera töluverða ábyrgð. Kjósendur hafi samt kosið flokkana aftur vegna kosningaloforða sem rímuðu við framtíðarvæntingar þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir