Hvað gerir Jón Gnarr? Boði Logason skrifar 28. október 2013 15:03 Jón Gnarr borgarstjóri ætlar að tilkynna um ákvörðun sína á Rás 2 á miðvikudaginn. Mynd/GVA Jón Gnarr ætlar að tilkynna hvort að hann ætli að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningunum í vor fyrir Besta Flokkinn í endurkomu Tvíhöfða á Rás 2 á miðvikudagsmorgun. Alls óvíst er hvað Jón Gnarr mun gera. Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns, hefur verið nefnd sem hugsanlegur arftaki Jóns sem oddviti Besta flokksins í Reykjavík. Heiða Kristín er nú varaþingmaður Bjartrar framtíðar, stjórnarformaður flokksins og framkvæmdastjóri þingflokksins og eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að hún fari í borgarpólitíkina aftur. Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður sagði í þættinum Sunnudagsmorgun á RÚV í gær að engin ástæða væri fyrir Jón að hverfa á braut, enda væri Besti flokkurinn undir hans stjórn með sigurstöðu í Reykjavík. Það er þó ekkert fast í þessu. Til dæmis benti uppistandarinn Dóri DNA í sama þætti á RÚV að Jón hafi verið gesta-uppistandari hjá Mið-Ísland hópnum nýlega. „Ég veit ekki hvort að ég sé að kjafta einhverju en þar ávarpaði hann hópinn og sagði: Ég á hundrað og eitthvað daga eftir í starfi mínu, djöfull hlakka ég til að sjá ykkur þegar það er búið. En það hefur margt breyst síðan þá,“ sagði hann í þættinum. Það er ljóst að borgarbúar eru ánægðir með störf Jóns Gnarr í þágu borgarinnar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun mælist Besti flokkurinn stærstur flokka í Reykjavík og fengi 37% atkvæða, og sjö borgarfulltrúa. Fylgið hefur ekki mælst meira síðustu tólf mánuði. Þátturinn á Rás 2 hefst klukkan 9 á miðvikudagsmorgun, en um er að ræða endurkomu Tvíhöfða til styrktar Bleiku slaufunni. Hamborgarafabrikkan bauð hæst í endurkomu útvarpsþáttarins, eða 375 þúsund krónur. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Jón Gnarr ætlar að tilkynna hvort að hann ætli að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningunum í vor fyrir Besta Flokkinn í endurkomu Tvíhöfða á Rás 2 á miðvikudagsmorgun. Alls óvíst er hvað Jón Gnarr mun gera. Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns, hefur verið nefnd sem hugsanlegur arftaki Jóns sem oddviti Besta flokksins í Reykjavík. Heiða Kristín er nú varaþingmaður Bjartrar framtíðar, stjórnarformaður flokksins og framkvæmdastjóri þingflokksins og eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að hún fari í borgarpólitíkina aftur. Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður sagði í þættinum Sunnudagsmorgun á RÚV í gær að engin ástæða væri fyrir Jón að hverfa á braut, enda væri Besti flokkurinn undir hans stjórn með sigurstöðu í Reykjavík. Það er þó ekkert fast í þessu. Til dæmis benti uppistandarinn Dóri DNA í sama þætti á RÚV að Jón hafi verið gesta-uppistandari hjá Mið-Ísland hópnum nýlega. „Ég veit ekki hvort að ég sé að kjafta einhverju en þar ávarpaði hann hópinn og sagði: Ég á hundrað og eitthvað daga eftir í starfi mínu, djöfull hlakka ég til að sjá ykkur þegar það er búið. En það hefur margt breyst síðan þá,“ sagði hann í þættinum. Það er ljóst að borgarbúar eru ánægðir með störf Jóns Gnarr í þágu borgarinnar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun mælist Besti flokkurinn stærstur flokka í Reykjavík og fengi 37% atkvæða, og sjö borgarfulltrúa. Fylgið hefur ekki mælst meira síðustu tólf mánuði. Þátturinn á Rás 2 hefst klukkan 9 á miðvikudagsmorgun, en um er að ræða endurkomu Tvíhöfða til styrktar Bleiku slaufunni. Hamborgarafabrikkan bauð hæst í endurkomu útvarpsþáttarins, eða 375 þúsund krónur.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira