Innlent

Sandur eða möl sett í olíutankana

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Sandur og möl var í kringum stúta olíutanka á vinnuvélum ÍAV.
Sandur og möl var í kringum stúta olíutanka á vinnuvélum ÍAV. Myndir/Vilhelm
Lögregla var kölluð til í morgun að vinnusvæði Íslenskra aðalverktaka í Gálgahrauni, þar sem grunur lék á skemmdarverkum á vinnuvélum.

Samkvæmt lögregunni í Hafnarfirði var búið að spenna upp stúta að olíutönkum á einni eða fleiri vinnuvélum, en þeir eru alla jafna læstir. Í kringum stútana var möl eða sandur sem grunur leikur á að hafi verið sett ofan í tankana.

Lögreglan gerði skýrslu vegna eignaspjalla en óljóst er hvenær skemmdarverkin voru framin þar sem engin vinna hefur átt sér stað á svæðinu yfir helgina.

Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni er um að ræða fimm tæki en sérfræðingar eru nú að störfum við að yfirfara tækin.

Vinna í Gálgahrauni liggur niðri vegna gruns um skemmdarverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×