Innlent

Guðný nýr formaður hjúkrunarráðs

Guðný Friðriksdóttir
Guðný Friðriksdóttir
Guðný Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur var kosin nýr formaður hjúkrunarráðs á Landspítala á aðalfundi ráðsins 23. október síðastliðinn. Í tilkynningu segir að Eygló Ingadóttir hjúkrunarfræðingur hafi ekki gefið kost á sér til endurkjörs.

Hjúkrunarráð Landspítala starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu en í því eiga allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans sæti.

Guðný er aðstoðardeildarstjóri á meltingar- og nýrnadeild 13E en hefur auk þess tekið þátt í ýmsum verkefnum innan og utan Landspítala.

Hún lauk BS námi frá HA árið 1996 og MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×