Innlent

Slegist í Smáralind

Sllagsmál komu tvívegis til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og urðu auk þess eignaspjöll í báðum tilvikum. Fyrst kom til slagsmála tveggja manna í Smáralind. Öðrum tókst að flýja þegar lögregla kom á vettvang, en hinn var handtekinn.

Síðan voru tveir menn handteknir vegna slagsmála og óláta í Breiðholti. Engan sakaði alvarlega en nokkurt eignatjón hlaust af á vettvangi. Þá leitar lögregla nú inngrotsþjófa , sem brutust inn á tveimur stöðum og höfðu einhver verðmæti á brott með sér. Tveir ökumenn voru síðan teknir úr umferð vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×