Fleiri fréttir

Sammála um Sýrlandsályktun

Bandaríkin og Rússland hafa náð samkomulagi um orðalag Sýrlandsályktunar, sem lögð verður fyrir öryggisráðið.

Fá verðlaun fyrir góðverk sín

Þetta árið koma "hin Nóbelsverðlaunin“, Right Livelihood Award, í hlut fjögurra einstaklinga sem hafa unnið að því að bæta heiminn.

Eyþór Inga dreymdi um að vera Nornin

Eyþór Ingi bregður sér í hlutverki nornar og dvergs í Hörpunni á laugardag þegar tónlistin úr Skilaboðaskjóðunni verður leikin.

"Þetta barn á ekki neina aðra fjölskyldu“

Íslenskur stjúpfaðir lítillar telpu frá Mósambík furðar sig á því að barnið megi ekki koma hingað til lands eins og aðrir í fjölskyldunni. Hann segir telpuna illa haldna af söknuði og höfnunartilfinningu og þykir sem velferð barnsins vegi ekki þungt hjá Útlendingastofnun.

Doktor í íslensku gat ekki klárað samræmt próf

Gagnrýni skólastjóra á samræmt próf í íslensku hefur vakið nokkra athygli. María Lilja Þrastardóttir ræddi doktor í íslensku og fékk hann til að spreyta sig á prófinu umrædda. Skemmst er frá því að segja að hann fékk ekki tíu.

"Tala ekki fyrir mjög stóran hóp“

Forsætisráðherra segir að sér þyki beiðni þriggja samtaka á vinnumarkaði um að vera með í úttekt stjórnvalda á stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið byggða á fyrirfram mótaðri skoðun þriggja manna sem ekki tali fyrir hönd allra félagsmanna sinna.

Heimafæðingar ekki öruggur valkostur segir sérfræðingur

Sérfræðingur á vökudeild segir fjölgun heimafæðinga varhugaverða þróun. Hann segir Íslendinga vel getað samsamað sig með bandarískri rannsókn sem kynnt var á dögunum og gefur lítið fyrir orð nokkurra ljósmæðra um að fæðingar séu hættulausar

Borga 90 milljarða vegna verðsamráðs

Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru til bílafyrirtækjanna ríflega 600 milljarðar króna.

Fimmtán handteknir - lagt hald á eggvopn

Alls voru fimmtán karlar handteknir í aðgerðum lögreglu í Kópavogi í morgun. Þeir voru færðir til yfirheyrslu hjá lögreglu, en nokkrum þeirra hefur þegar verið sleppt úr haldi.

Ræktar nef á enninu

Kínverskur maður varð að láta græða nýtt nef á ennið á sér eftir að hafa lent í alvarlegu umferðarslysi á síðasta ári.

Hjartnæm björgun kettlings

Myndband sem sýnir slökkviliðsmann bjarga ketti út úr brennandi húsi fer nú á milli manna á veraldarvefnum.

Interpol lýsir eftir „hvítu ekkjunni“

Interpol hefur nú lýst eftir hinni bresku Samönthu Lewthwaite, sem hefur viðurnefnið "hvíta ekkjan", en talið er að hún sé ein þeirra sem stóðu á bak við skothríðina í Naíróbí í Kenía í síðustu viku.

„Egill skapaði sjálfur skrípið“

Verjandi í meiðyrðamáli segir að Egill Einarsson sé hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú fyrir. Engu skiptir hvort að það hafi verið í hans eigin nafni eða einhvers "skrípis“ eins og verjandinn komst að orði.

FBI birtir myndir úr öryggismyndavélum

Bandaríska alríkislögreglan hefur nú birt myndskeið úr öryggismyndavélum í stjórnstöð bandaríska sjóhersins í Washington þegar Aaron Alexis hóf skothríð og myrti tólf manns.

Gleðigjafinn Gylfi í gleðigöngu Spaugstofunnar

Gylfi Ægisson mun birtast aðdáendum Spaugsstofunnar á Stöð 2 á laugardagskvöld þar sem hann flytur glænýjan brag við hið þekkta lag sitt Sjúddírarírei. Eða svo virðist -- ef að er gáð gæti leynst leikarinn Pálmi undir sannfærandi gervinu.

"Sýndi netumræðunni skilning"

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst.

Þrettán handteknir í Auðbrekku

Hald lagt á þýfi, fíkniefni og fleira. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðinni meðal annars frá sérsveit ríkislögreglustjóra og fíkniefnalögreglunni.

Veiðidögum á rjúpu fjölgað

Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákvarðað að veiðidagar rjúpu í ár verði tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 25. október til 17. nóvember 2013.

Sláandi stökk milli skólastiga

Neysla á tóbaki, áfengi og vímuefnum í grunnskólum landsins hefur dregist ört saman síðustu árin og er ástandið hér á landi nú með því allra besta sem gerist í samanburði við önnur lönd. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem framkvæmd var af Rannsókn og greiningu (R&G) við Háskólann í Reykjavík í ár og tók til allra nemenda á mið- og eldra stigi grunnskóla landsins og allra framhaldsskólanema.

Sígarettur hverfa í stórum stíl

Bandaríska löggæslustofnunin ATF, sem fylgist með sölu og dreifingu á áfengi, tóbaki og skotvopnum í Bandaríkjunum hefur týnt 420 milljón sígarettum sem lagt var hald á í aðgerðum gegn ólöglegri sölu á slíkum varningi.

Verður að rannsaka heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis

Mikil þörf er á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis. Áhrifin á mannvirki og tæki er sönnuð, en kostnaður samfélagsins þess vegna liggur ekki fyrir. Íslendingar losa meira brennisteinsvetni en aðrar Norðurlandaþjóðir.

Kamerún hafnar því að gera samkynhneigð löglega

Stjórnvöld í Kamerún höfnuðu tillögum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að samkynhneigð sé ekki bönnuð með lögum í landinu. Safnað er undirskriftum til að þrýsta á stjórnvöld.

Deilt um afsökunarbeiðni

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla.

Sjá næstu 50 fréttir