Baráttufundur kennara: Búnir að fá nóg af niðurskurði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2013 14:00 Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla, er ein þeirra sem stendur fyrir fundinum. Baráttufundur kennara verður haldinn í Iðnó í kvöld. Að honum stendur hópur grunnskólakennara í Reykjavík sem er búinn að fá nóg af niðurskurði í skólakerfinu sem þau segja að bitni á skólastarfinu og þar með nemendum. „Það er meira álag á fólki, aukin krafa um að stækka bekki og þar með hefur kennarinn minni tíma til að sinna hverjum og einum nemanda, það segir sig sjálft,“ segir Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla. Hulda María segir dæmi um allt að 29 börn í einum bekk og þótt stuðningsfulltrúi sé fenginn til aðstoðar er bara einn fagmenntaður kennari með bekkinn. „Kennarar eru fagmenn og við erum að veita lögbundna þjónustu. Við viljum leggja okkur fram eins og við getum en okkur er gert erfitt fyrir. Ég vil meina að niðurskurðurinn síðustu ár hafi ekki bitnað jafn harkalega á nemendum og hann hefði annars getað gert því kennarar hafa tekið afleiðingarnar á sig, álagið og byrðarnar,“ segir hún. Samkvæmt Huldu Maríu hefur niðurskurðurinn jafnframt bitnað á tækjabúnaði, forfallakennslu og möguleikum á að brjóta upp námið með námstengdum vettvangsferðum. Einnig á launum kennara. „Hérna í Reykjavík var yfirvinnan skorin niður sem var eina tækifærið til að drýgja tekjurnar. Barátta okkar snýst auðvitað líka um framþróun launa. Launin okkar eru ekki í samræmi við menntunarkröfur og eru rúmum 20% lægri en hjá samanburðarstéttum. Ég er með 331.000 krónur í laun eftir sex ára háskólanám og ég er meira að segja í hærri flokki vegna þess að ég er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi,“ segir Hulda María. Kennarar munu ræða ástandið og hvað sé til ráða í kvöld og gert er ráð fyrir að hópurinn sendi frá sér ályktun eða yfirlýsingu að fundi loknum. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Baráttufundur kennara verður haldinn í Iðnó í kvöld. Að honum stendur hópur grunnskólakennara í Reykjavík sem er búinn að fá nóg af niðurskurði í skólakerfinu sem þau segja að bitni á skólastarfinu og þar með nemendum. „Það er meira álag á fólki, aukin krafa um að stækka bekki og þar með hefur kennarinn minni tíma til að sinna hverjum og einum nemanda, það segir sig sjálft,“ segir Hulda María Magnúsdóttir, kennari í Foldaskóla. Hulda María segir dæmi um allt að 29 börn í einum bekk og þótt stuðningsfulltrúi sé fenginn til aðstoðar er bara einn fagmenntaður kennari með bekkinn. „Kennarar eru fagmenn og við erum að veita lögbundna þjónustu. Við viljum leggja okkur fram eins og við getum en okkur er gert erfitt fyrir. Ég vil meina að niðurskurðurinn síðustu ár hafi ekki bitnað jafn harkalega á nemendum og hann hefði annars getað gert því kennarar hafa tekið afleiðingarnar á sig, álagið og byrðarnar,“ segir hún. Samkvæmt Huldu Maríu hefur niðurskurðurinn jafnframt bitnað á tækjabúnaði, forfallakennslu og möguleikum á að brjóta upp námið með námstengdum vettvangsferðum. Einnig á launum kennara. „Hérna í Reykjavík var yfirvinnan skorin niður sem var eina tækifærið til að drýgja tekjurnar. Barátta okkar snýst auðvitað líka um framþróun launa. Launin okkar eru ekki í samræmi við menntunarkröfur og eru rúmum 20% lægri en hjá samanburðarstéttum. Ég er með 331.000 krónur í laun eftir sex ára háskólanám og ég er meira að segja í hærri flokki vegna þess að ég er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi,“ segir Hulda María. Kennarar munu ræða ástandið og hvað sé til ráða í kvöld og gert er ráð fyrir að hópurinn sendi frá sér ályktun eða yfirlýsingu að fundi loknum.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira