Innlent

Þrettán handteknir í Auðbrekku

Kristján Hjálmarsson skrifar
Mennirnir höfðust við á efri hæð hússins sem er í Auðbrekku í Kópavogi.
Mennirnir höfðust við á efri hæð hússins sem er í Auðbrekku í Kópavogi. Mynd/Egill
Þrettán voru handteknir í aðgerð lögreglunnar í Auðbrekku í Kópavogi í morgun og var meðal annars lagt hald á þýfi, fíkniefni og fleira. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðinni meðal annars frá sérsveit ríkislögreglustjóra og fíkniefnalögreglunni.

Reykjanesbær leigir húsnæðið undir hælisleitendur samkvæmt heimildum Vísis og eru flestir þeirra Albanir. Þeir handteknu eru þó einnig frá öðrum löndum.

Fjórtán herbergi eru í húsnæðinu samkvæmt heimildum Vísis. Að sögn manns sem starfar í nágreninu hafa fjórtán manns dvalið í húsnæðinu en fjölgað hefur töluvert í hópnum á síðustu dögum. Á mánudaginn var lögreglan kölluð til vegna slagsmála í húsnæðinu.

Mennirnir voru færðir á lögreglustöð og verða yfirheyrðir. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu vegna málsins.

Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×