Innlent

Verðmerkingum ábótavant í 17 verslunum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Miðbær Reykjavíkur.
Miðbær Reykjavíkur. mynd/ernir
Dagana 12. - 22. ágúst fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í 119 verslanir og skoðað hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar.

Verðmerkingar voru ekki í lagi í 17 verslunum. Það voru verslanirnar Álafoss, Calvi, Cintamani, Couture, Dr. Denim Jeansmakers, Einvera, GK Reykjavík, Jör, Kassetta, Leynibúðin, Náttúrulækningabúðin, Nordic Store, Púkinn 101, Rammagerðin, Rumputuski, Spiral design og Zo-on.

Verslunareigendur eru skyldugir til að hafa verðmerkingar skýrar og vel sýnilegar bæði inni í verslun og í sýningargluggum. Niðurstaða þessarar skoðunar voru þó mun betri en frá eftirlitsferð sem gerð var í júlí 2011 en þá voru um 67% verslana í ólagi. Þetta sýnir að eftirlit Neytendastofu hefur áhrif og verslanir gæta betur að því að fara að reglunum þegar haldið er úti virku eftirliti með verðmerkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×