"Þetta barn á ekki neina aðra fjölskyldu“ Karen Kjartansdóttir skrifar 26. september 2013 19:26 Íslenskur stjúpfaðir lítillar telpu frá Mósambík furðar sig á því að barnið megi ekki koma hingað til lands eins og aðrir í fjölskyldunni. Hann segir telpuna illa haldna af söknuði og höfnunartilfinningu og þykir sem velferð barnsins vegi ekki þungt hjá Útlendingastofnun. Guðmundur Valur Stefánsson kynntist konu sinni Adeliu árið 2007 þegar hann var að störfum fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Mósambík. Þau hófu sambúð í janúar 2011 og giftust í desember 2012 og gekk Guðmundur Valur tveimur börnum hennar í föðurstað, þeim Elísasi og svo henni Adeliu litlu, eða Adelinhju eins og hún er kölluð, en hana hafði kona hans tekið að sér nokkrum árum áður eða eftir að bróðir hennar yfirgaf litlu stúlkuna. Guðmundur hóf störf hjá Fiskistofu Íslands á Ísafirði í mars og átti von á því að fjölskyldan gæti sameinast á ný í júní. Þær áætlanir fóru hins vegar á annan veg en stefnt var að. Til að gera langa sögu stutta fengu kona hans og stjúpsonur undirritun dvalarleyfis en ekki litla stúlkan þar sem kona Guðmundar hafði aðeins forsjá yfir henni hafði ekki ættleitt hana formlega. Adelinhja litla þekkir ekki aðra foreldra, blóðforeldrar hennar hafa ekki komið að uppeldi hennar. Í Mósambík tíðkast hins vegar formlegar ekki ættleiðingar ekki líkt og gerist á Íslandi heldur taka ættingjar að sér forsjá barna í svona málum. Viðurkennt er í Mósambík að Adelia hefur forsjá yfir litlu nöfnu sinni en það nægir ekki hér á landi. „Þetta barn á ekki neina aðra fjölskyldu en okkur og hefur aldrei átt,“ segir Guðmundur. Adelinhja hefur því verið án foreldra sinna frá því í sumar og dvalist hjá ættingjum. Guðmundur segir hana upplifa sektarkennd og sára höfnunartilfinningu. Blóðforeldar hennar vilji að hún fái að fara til Íslands og því þyki honum vandséð hvað tefji málið. Kona hans geti ekki hugsað sér að vera án dóttur sinnar lengur en geti illa skilið son sinn Elías eftir þar sem hann glímir við þroskaskerðingu eftir að hafa fengið malaríu þegar hann var fjögurra ára. „Útlendingastofnun hefur 90 daga frest. Þessi frestur hófst þegar neitunin kom um að hún fengi ekki dvalarleyfi. Það var í lok júlí þannig 23. október rennur fresturinn út og þá gæti komið ný neitun,“ segir Guðmundur Valur þegar hann er beðinn um að lýsa framvindu mála.Adelinhja var átta ára þegar fjölskyldan fór til íslands en varð nýlega níu áraÍ bréfi frá Útlendingastofnun sem hann afhenti fréttastofu kemur fram til sé „heimild foreldra barnsins til eiginkonu Guðmundar um að hún megi fara með barnið úr landi.“ Það sem virðist flækja málið er að umsókn stúlkunnar fylgja fjögur skjöl sem varða forræði hennar, en þeim ber ekki að fullu saman. Eftirfarandi kemur því fram í bréfi Útlendingastofnunnar. „Í ljósi þeirra gagna sem hér hefur verið vitnað til er það mat Útlendingastofnunar að ekki sé heimilt að afgreiða dvalarleyfi barnsins án frekari rannsóknar, en ekki hefur unnist tími til þess að skoða nánar fyrrgreind skjöl og verður því umsókn að fara í hefðbundna meðferð hjá lögfræðingi stofnunarinnar, þar sem framangreind gögn verða skoðuð nánar og jafnvel óskað frekari gagna sé ástæða til, en það liggur ekki fyrir á þessu stigi málsins.“ Adelinhja var átta ára þegar fjölskyldan fór til íslands en varð nýlega níu ára. Guðmundur segir henni líða mjög illa og gráta sáran. „Við hringjum í hana daglega til að reyna að peppa hana upp en hún upplifir þetta sem alveg ofboðslega afneitun. Það er þannig.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Íslenskur stjúpfaðir lítillar telpu frá Mósambík furðar sig á því að barnið megi ekki koma hingað til lands eins og aðrir í fjölskyldunni. Hann segir telpuna illa haldna af söknuði og höfnunartilfinningu og þykir sem velferð barnsins vegi ekki þungt hjá Útlendingastofnun. Guðmundur Valur Stefánsson kynntist konu sinni Adeliu árið 2007 þegar hann var að störfum fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Mósambík. Þau hófu sambúð í janúar 2011 og giftust í desember 2012 og gekk Guðmundur Valur tveimur börnum hennar í föðurstað, þeim Elísasi og svo henni Adeliu litlu, eða Adelinhju eins og hún er kölluð, en hana hafði kona hans tekið að sér nokkrum árum áður eða eftir að bróðir hennar yfirgaf litlu stúlkuna. Guðmundur hóf störf hjá Fiskistofu Íslands á Ísafirði í mars og átti von á því að fjölskyldan gæti sameinast á ný í júní. Þær áætlanir fóru hins vegar á annan veg en stefnt var að. Til að gera langa sögu stutta fengu kona hans og stjúpsonur undirritun dvalarleyfis en ekki litla stúlkan þar sem kona Guðmundar hafði aðeins forsjá yfir henni hafði ekki ættleitt hana formlega. Adelinhja litla þekkir ekki aðra foreldra, blóðforeldrar hennar hafa ekki komið að uppeldi hennar. Í Mósambík tíðkast hins vegar formlegar ekki ættleiðingar ekki líkt og gerist á Íslandi heldur taka ættingjar að sér forsjá barna í svona málum. Viðurkennt er í Mósambík að Adelia hefur forsjá yfir litlu nöfnu sinni en það nægir ekki hér á landi. „Þetta barn á ekki neina aðra fjölskyldu en okkur og hefur aldrei átt,“ segir Guðmundur. Adelinhja hefur því verið án foreldra sinna frá því í sumar og dvalist hjá ættingjum. Guðmundur segir hana upplifa sektarkennd og sára höfnunartilfinningu. Blóðforeldar hennar vilji að hún fái að fara til Íslands og því þyki honum vandséð hvað tefji málið. Kona hans geti ekki hugsað sér að vera án dóttur sinnar lengur en geti illa skilið son sinn Elías eftir þar sem hann glímir við þroskaskerðingu eftir að hafa fengið malaríu þegar hann var fjögurra ára. „Útlendingastofnun hefur 90 daga frest. Þessi frestur hófst þegar neitunin kom um að hún fengi ekki dvalarleyfi. Það var í lok júlí þannig 23. október rennur fresturinn út og þá gæti komið ný neitun,“ segir Guðmundur Valur þegar hann er beðinn um að lýsa framvindu mála.Adelinhja var átta ára þegar fjölskyldan fór til íslands en varð nýlega níu áraÍ bréfi frá Útlendingastofnun sem hann afhenti fréttastofu kemur fram til sé „heimild foreldra barnsins til eiginkonu Guðmundar um að hún megi fara með barnið úr landi.“ Það sem virðist flækja málið er að umsókn stúlkunnar fylgja fjögur skjöl sem varða forræði hennar, en þeim ber ekki að fullu saman. Eftirfarandi kemur því fram í bréfi Útlendingastofnunnar. „Í ljósi þeirra gagna sem hér hefur verið vitnað til er það mat Útlendingastofnunar að ekki sé heimilt að afgreiða dvalarleyfi barnsins án frekari rannsóknar, en ekki hefur unnist tími til þess að skoða nánar fyrrgreind skjöl og verður því umsókn að fara í hefðbundna meðferð hjá lögfræðingi stofnunarinnar, þar sem framangreind gögn verða skoðuð nánar og jafnvel óskað frekari gagna sé ástæða til, en það liggur ekki fyrir á þessu stigi málsins.“ Adelinhja var átta ára þegar fjölskyldan fór til íslands en varð nýlega níu ára. Guðmundur segir henni líða mjög illa og gráta sáran. „Við hringjum í hana daglega til að reyna að peppa hana upp en hún upplifir þetta sem alveg ofboðslega afneitun. Það er þannig.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira