Fleiri fréttir

Putin ætlar að heimsækja Ísland

Á fundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Valdimir Putin kom fram ríkur áhugi hjá Putin á að efla samvinnu á Norðurslóðum, auka viðskipti og heimsækja Ísland á næsta ári.

Obama spurði um fótinn á Sigmundi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hitti í gær Barack Obama Bandaríkjaforseta. Obama spurði hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri í fætinum.

Lögreglumaðurinn lýsti sig saklausan

Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í starfi á Laugavegi í sumar lýsti sig saklausan af ákærunni við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Grunaður morðingi var ofurölvi

Friðrik Brynjar Friðriksson, sem sætir ákæru fyrir morðið á Karli Jónssyni á Egilsstöðum í vor, var mjög ölvaður eða jafnvel með áfengiseitrun kvöldið sem Karl var myrtur.

Fiskistofu gert að eyða gögnum

Persónuvernd sendi nýlega frá sér úrskurð í kærumáli manns sem gripinn var við meint brot á fiskveiðilöggjöfinni. Fiskistofa beitti falinni myndavél en Persónuvernd hefur úrskurð um ólögmæti slíkra rannsóknaraðferða.

Nýr Álftanesvegur er ekki sagður bæta umferðaröryggi

Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi segir að út frá umferðaröryggissjónarmiðum þurfi ekki að leggja veg um Gálgahraun. Margir aðrir vegir á landinu séu mun hættulegri. Fleiri skora á bæjarstjórn að hætta framkvæmdum.

Lýsa yfir vantrausti á umhverfisráðherra

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa lýst yfir vantrausti á umhverfisráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni. Umhverfisráðherra sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að lög um náttúruvernd verði afturkölluð.

Akurnesingar vilja sameinast Borgarbyggð

Bæjarstjórn Akraness vill hefja sameiningarviðræður við sveitarstjórnir Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær.

Súrnun hafsins er verulegt áhyggjuefni

Á sama tíma og hnattræn hlýnun er á allra vitorði fer minna fyrir umfjöllun um súrnun hafsins. Einn virtasti sérfræðingur heims í haffræði segir að breytingar í hafinu muni hafa mikil áhrif á sjávarlífverur og vistkerfið allt. Súrnun hafsins er tífalt hraðari en áður er þekkt.

Vita ekki hvar stúlkurnar eru

Innanríkisráðuneytið hefur ekkert heyrt frá yfirvöldum í Danmörku varðandi kæru dansks manns á hendur íslenskri barnsmóður sinni til lögreglunnar í Danmörku.

Ráðuneyti eru sögð brjóta landslög við nefndaskipan

Skipanir nefnda, ráða og stjórna á vegum ráðuneyta í fyrra voru í 68 prósentum tilvika í samræmi við kynjakvóta í lögum, að því er kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu. Tilnefningaraðilar þurfa að líta í kringum sig.

Fengu ekki að tryggja hitaveitudælu

Viðlagatryggingar Íslands hafa hafnað því að tryggja dælubúna vegna borholu hitaveitunnar í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórn Mýrdalsshrepps er afar ósátt með þessa ákvörðun.

Ráðherra kallar mótmælendur á fund sinn

Fjöldi náttúru­verndar­samtaka hefur í opnu bréfi óskað eftir neyðarfundi með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan­ríkisráðherra. Ráðherra boðar til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, Garðabæjar og Hraunavina fyrir helgi.

Lög í Sádi-Arabíu heimila hýðingar

Flugvirkjarnir í Sádi-Arabíu gætu átt von á því í versta falli að vera hýddir opinberlega verði þeir fundnir sekir um áfengislagabrot í landinu. Starfsmannastjóri Atlanta segir fordæmi fyrir því að erlendir ríkisborgarar séu sendir úr landi.

Afturkallar ný lög um náttúruvernd

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd sem voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor. Gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi 1. apríl á næsta ári.

Ber enn merki misskilnings

Hin skrautlega Hofsvallagata ber enn þess merki þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar spúluðu málningu af götunni.

Þrjátíu og þrír ökumenn undir áhrifum

Tuttugu og sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina og sjö til viðbótar í gær. Einn úr þessum hópi var tekinn tvisvar sama daginn, en sá hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Heimafæðingum hefur fjölgað um tæp 300 prósent hér á landi

Heimafæðingum hefur fjölgað hér á landi um rúm 300 prósent á síðustu tíu árum. Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn aukast líkurnar á andvanafæðingum og taugafræðilegum vandamálum. Ljósmæður hjá Björkinni segja gagnrýnina ekki eiga við hér á landi

"Fótunum var gjörsamlega kippt undan þeim“

Íslensk kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi í Suður Noregi á laugardaginn var. Hún lætur eftir sig fjögur börn. Vinkonur konunnar hafa hafið söfnun til að létta undir með börnunum.

"Grafalvarlegt mál“

Landlæknir segir það nauðsynlegt að greina þurfi betur hvaða læknisþjónustu einstaklingar í lágtekjuhópi neita sér um vegna þess að þeir hafa ekki efni á henni.

Skattar á lágtekjufólk ekki hækkaðir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun boða breytingar á skattkerfinu þegar fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í næstu viku. Skattar á láglauna- og millitekjufólk verða ekki hækkaðir.

Umfjöllun um ofbeldi í skólum: "Án frekari orða ræðst hún á son minn"

Foreldrar sem telja kennara eða aðra skólastarfsmenn hafa brotið á börnum þeirra, eru leiðir á þöggun. Þeir vilja þessi mál fram í dagsljósið og koma þeim í farveg svo rétt verði brugðist við þeim í framtíðinni. Hrund Þórsdóttir ræddi við föður sem segir kennara hafa tekið á syni sínum með fantabrögðum.

"Finnið hana“

Dönsk kona sem týndi kettinum sínum á Reykjavíkurflugvelli biðlar til Íslendinga um að finna köttinn og heitir fundarlaunum fyrir.

Tunna með pappír ekki tæmd

Frá og með 10. október verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir