Innlent

Ráðist á konu við Selfosskirkju

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Konan var á gangi á bílastæði við Selfosskirkju.
Konan var á gangi á bílastæði við Selfosskirkju.
Í gærkvöldi réðist karlmaður á 19 ára konu sem var á gangi á bílastæði við Selfosskirkju. Maðurinn hafði falið sig á bak við bifreið og stökk á konuna, greip í handlegg hennar og reyndi að kyssa hana og rífa úr jakka sem hún var í.

Þetta kemur fram á Fréttavef Sunnlendinga í dag.

Konan sparkaði í manninn og sló til hans þar til hann losaði takið og flúði af vettvangi. Konan tilkynnti um atvikið stuttu síðar til ögreglu sem gerði leit að manninum án árangurs. Konan er ómeidd eftir árásina en mjög brugðið.

Árásarmanninum var lýst sem lágvöxnum í góðu líkamlega formi með derhúfu og í dökkri hettupeysu.



Allir sem hafa veitt athygli mönnum við þetta svæði eða kannast við lýsinguna eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×