„Egill skapaði sjálfur skrípið“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. september 2013 13:54 Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/Villi Lögmaður Sunnu Ben Guðrúnardóttir segir að Egill Einarsson hafi sjálfur skapað sér þá orðræðu sem hann nú stefnir umbjóðenda sínum fyrir. Aðalmálsmeðferð í meiðyrðamáli Egils gegn Sunnu Ben fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sunna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sagði Egil hafa nauðgað unglingsstúlku. Egill gaf skýrslu í morgun þar sem hann sagðist ekki ætla að sætta sig við það að vera kallaður nauðgari. Nauðgunarkæra á hendur Agli og unnustu hans, Guðríði Jónsdóttur, var látin niður falla. Egill kom í kjölfarið í viðtal í Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Það viðtal fór fyrir brjóstið á mörgum og var stofnaður hópur á Facebook þar sem viðtalinu var mótmælt. Hörð orð voru látin falla á vegg hópsins, meðal annars af Sunnu Ben, sem Egill kærði í kjölfarið fyrir meiðyrði. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Sunnu, telur að umbjóðandi sinn hafi ekki brotið af sér þar sem Egill hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú Sunnu Ben fyrir. Hún segir að Egill hafi ítrekað skrifað með niðrandi hætti um konur og hvatt til athafna sem auðvelt sé að túlka sem nauðgun. Sigríður segir að Egill hafi sjálfur skapað þessa orðræðu, hvort sem það sé í hans eigin nafni eða einhvers „skrípis“ eins og Sigríður komst að orði og átti þar við karakterinn Gillz. Vitnaði Sigríður þar í bloggfærslur og bækur sem Gillz hefur gefið út á síðustu árum. Sigríður segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fundið það upp hjá sjálfri sér að skrifa um Egil á umræddri síðu á Facebook heldur hafi hún verið að taka þátt í umræðu, umræða sem Egill hafi sjálfur verið upphafsmaður á með viðtali sínu við Monitor. Egill stefndi fjórum aðilum fyrir meiðyrði en eitt mál var látið niður falla eftir að stefndi baðst afsökunar. Egill tók þá afsökun til greina og lét málið niður falla. Verjandi Egils segir að Sunnu hafi boðist að gera slíkt hið sama. Hún afþakkaði það boð. Egill fer fer fram á að Sunna verði dæmd fyrir meiðyrði og einnig til að greiða miskabætur upp á eina milljón króna. Dómsuppskvaðning fer fram þann 21. október næstkomandi. Tengdar fréttir "Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Lögmaður Sunnu Ben Guðrúnardóttir segir að Egill Einarsson hafi sjálfur skapað sér þá orðræðu sem hann nú stefnir umbjóðenda sínum fyrir. Aðalmálsmeðferð í meiðyrðamáli Egils gegn Sunnu Ben fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sunna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sagði Egil hafa nauðgað unglingsstúlku. Egill gaf skýrslu í morgun þar sem hann sagðist ekki ætla að sætta sig við það að vera kallaður nauðgari. Nauðgunarkæra á hendur Agli og unnustu hans, Guðríði Jónsdóttur, var látin niður falla. Egill kom í kjölfarið í viðtal í Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Það viðtal fór fyrir brjóstið á mörgum og var stofnaður hópur á Facebook þar sem viðtalinu var mótmælt. Hörð orð voru látin falla á vegg hópsins, meðal annars af Sunnu Ben, sem Egill kærði í kjölfarið fyrir meiðyrði. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Sunnu, telur að umbjóðandi sinn hafi ekki brotið af sér þar sem Egill hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú Sunnu Ben fyrir. Hún segir að Egill hafi ítrekað skrifað með niðrandi hætti um konur og hvatt til athafna sem auðvelt sé að túlka sem nauðgun. Sigríður segir að Egill hafi sjálfur skapað þessa orðræðu, hvort sem það sé í hans eigin nafni eða einhvers „skrípis“ eins og Sigríður komst að orði og átti þar við karakterinn Gillz. Vitnaði Sigríður þar í bloggfærslur og bækur sem Gillz hefur gefið út á síðustu árum. Sigríður segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fundið það upp hjá sjálfri sér að skrifa um Egil á umræddri síðu á Facebook heldur hafi hún verið að taka þátt í umræðu, umræða sem Egill hafi sjálfur verið upphafsmaður á með viðtali sínu við Monitor. Egill stefndi fjórum aðilum fyrir meiðyrði en eitt mál var látið niður falla eftir að stefndi baðst afsökunar. Egill tók þá afsökun til greina og lét málið niður falla. Verjandi Egils segir að Sunnu hafi boðist að gera slíkt hið sama. Hún afþakkaði það boð. Egill fer fer fram á að Sunna verði dæmd fyrir meiðyrði og einnig til að greiða miskabætur upp á eina milljón króna. Dómsuppskvaðning fer fram þann 21. október næstkomandi.
Tengdar fréttir "Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
"Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32