Verður að rannsaka heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2013 07:15 Þegar kalt er og stillt eru mestar líkur á mikilli brennisteinsvetnismengun. fréttablaðið/vilhelm Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira