Verður að rannsaka heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2013 07:15 Þegar kalt er og stillt eru mestar líkur á mikilli brennisteinsvetnismengun. fréttablaðið/vilhelm Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira