Verður að rannsaka heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2013 07:15 Þegar kalt er og stillt eru mestar líkur á mikilli brennisteinsvetnismengun. fréttablaðið/vilhelm Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira