Verður að rannsaka heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2013 07:15 Þegar kalt er og stillt eru mestar líkur á mikilli brennisteinsvetnismengun. fréttablaðið/vilhelm Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira