Innlent

Gleðigjafinn Gylfi í gleðigöngu Spaugstofunnar

Gylfi kemur við sögu í gleðigöngu Spaugstofunnar.
Gylfi kemur við sögu í gleðigöngu Spaugstofunnar. Dalla
Gylfi Ægisson mun birtast aðdáendum Spaugsstofunnar á Stöð 2 á laugardagskvöld þar sem hann flytur glænýjan brag við hið þekkta lag sitt Sjúddírarírei. Eða ekki verður betur séð en þetta sé Gylfi í föruneyti Spaugsstofumanna, en gæti einnig hugsast að þar fari leikarinn og eftirherman Pálmi Gestsson í mjög svo sannfærandi gervi.

Pálmi segist ekki geta sagt mikið um málið á þessu stigi: "Hann er bara að syngja sjúddírarírei. Nýja útgáfu. Og mun birtast í þættinum okkar nú um helgina. Hann Gylfi, þessi höfðingi, í gleðigöngu okkar þessi gleðigjafi sem hann er. Hann rúllaði því upp."

Gylfi hefur að undanförnu verið umdeildur vegna baráttu sinnar gegn klámi sem hann segir haft fyrir börnum í hinni árlegu gleðigöngu -- Gay Pride.

Spurður hvort þetta þýði þá ekki, á móti, að Spaugsstofan gangi í stuðningsmannahóp Gylfa, í því sem hann kallar stríðið gegn hommunum, segir Pálmi að það verði eiginlega að koma í ljós. "Bakka hann upp í sínu hommastríði? Við tökum enga afstöðu til þess og viljum helst ekki blanda okkur persónuleg gleðimál."

Pálmi birti mynd frá tökustað á Facebooksíðu sinni og þar fer Gylfi á kostum: "Ég hélt þetta væri ég. Kannast samt ekki við húfuna og jakkann," skrifar Gylfi og bætir því við að nú skilji hann hvers vegna Pálmi sé svona mikið kvennagull.

Ekki verður betur séð en þarna fari Gylfi í góðu gríni. En, ef að er gáð má sennilega greina Pálma Gestsson á bak við gervið.Dalla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×