Fleiri fréttir

Fengu skrúfu í pizzuna

"Þetta er hið versta mál og við erum að reyna eftir bestu getu að finna út úr þessu. Okkur þykir þetta alveg ótrúlega leiðinlegt,“ segir Jens Oberdorfer, vaktstjóri í Saffran Glæsbæ, en tvær ungar konur urðu fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að fá skrúfu í pizzu þar í gærkvöldi.

Mótherjar á barmi heimsfrægðar

Áhugamannaknattspyrnufélagið FC Ógn spilar sinn árlega góðgerðarleik þann 19. júní næstkomandi en að þessu sinni rennur allur ágóði af leiknum til Ágústu Amalíu Sigurbjörnsdóttur, kennara, en hún glímir við krabbamein. Þeir sem koma til með að keppa á móti FC Ógn að þessu sinni eru heimsfrægir söngvarar.

Meðlimur Navy SEALs í kynleiðréttingu

Kristin Beck á að baki feril sem engin önnur kona getur státað af. Hún var um tveggja áratuga skeið meðlimur í sérsveit bandaríska sjóhersins, Navy SEALs.

"Eins og Iceland Airwaves fyrir frumkvöðla“

Frumkvöðlaráðstefnan Startup Iceland hefur staðið yfir síðan á laugardaginn. Í Hörpu í dag gátu þáttakendur ráðstefnunnar hlýtt á nýsköpunartengda fyrirlestra frá mörgum af helstu frumkvöðlum heims.

Reiðhjólaþjófur gripinn

Tilkynnt var um þjófnað á barnareiðhjóli til lögreglunnar á Akranesi í vikunni. Það fannst við heimahús þess sem grunaður var um þjófnaðinn.

Sendinefnd frá AGS á landinu

Fundaröð sendinefndar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) með íslenskum stjórnvöldum hefst í dag og stendur til 14. þessa mánaðar.

Er ekki komið sumar?

"Góða veðrið er núna á norðausturlandi, þeir eiga það skilið eftir harðan vetur,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Fórnarlamba á Tiananmen-torgi minnst í Hong Kong

Búist er við því að tugir þúsunda munu koma saman í Viktoríugarði í Hong Kong í árlegri athöfn til að minnast mótmælanna á Tiananmen-torgi í Beijing, Torgi hins himneska friðar. 24 ár eru í dag liðin frá því að kínverski herinn réðist til atlögu gegn mótmælendum sem kröfust lýðræðisumbóta.

"Ég dó næstum því og ég er ekki að djóka!"

"Ævintýralegasta og hræðilegasta reynslan! Ég dó næstum því og ég er ekki að djóka! Ég fastur í kofa sem ég fann fyrir tilviljun. Ég þarf að hringja í forstöðumanninn og biðja um hjálp, og að borga honum en ég get ekki hringt."

Ungir og gamlir undir áhrifum

Tuttugu og sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Sýrland: Líklegt að efnavopnum hafi verið beitt

Ýmislegt bendir til þess að efnavopn hafi verið notuð í takmörkuðu magni í fjórum atvikum í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, en frekari rannsókna er þörf til að greina hvaða efni voru notuð og hver af hinum stríðandi aðilum beitti þeim.

Biðst afsökunar á ofbeldi

Bulent Arinc, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, hefur beðið þá mótmælendur afsökunar sem meiddust í aðgerðum lögreglu gegn friðsömum mótmælum gegn niðurrifi Gezi-lystigarðsins á föstudaginn. Hörð viðbrögð yfirvalda kveiktu mikið mótmælabál sem ekki sér enn fyrir endann á, en þúsundir hafa verið teknir höndum í óeirðum síðustu daga.

Vegfarendur með aftanívagna varaðir við vindhviðum

Vegfarendum með aftanívagna er bent á að spáð er SA 8-15 m/s sunnan og vestanlands og má búast við hvössum vindhviðum við fjöll fram á kvöld, einkum á Norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta kemur fram í tilkynningu inni á vef Veðurstofu Íslands.

Tækifæri í óheillaþróun

Ummæli forseta Íslands um möguleika á því að koma upp risahöfn í Maine í Bandaríkjunum hafa vakið athygli vestra. Forsetinn fjallaði um tækifærin sem felast í bráðnun íss á Norðurskautinu á Alþjóðaviðskiptadegi Maine í Portland í Bandaríkjunum á föstudag.

Lengsta orðið - ei meir

Lengsta orð þýskrar tungu, rindfleischetikettierungsueberwachungsaufgabenuebertragungsgesetz, var strikað út úr orðabókum fyrir skemmstu þar sem ekki er lengur not fyrir það.

Tólf ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Danmörku

Guðmundur Ingi Þóroddsson var í gær dæmdur í tólf ára fangelsi í Danmörku fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Guðmundur Ingi var höfuðpaurinn í nokkrum tilraunum til að smygla amfetamíni til Danmerkur.

Smyglköttur handsamaður í rússnesku fangelsi

Verðir í fangabúðum í nágrenni við borgina Syktyvkar í Rússlandi, um 1.000 kílómetra norð-austur af Moskvu, ráku upp stór augu á dögunum þegar þeir komu auga á kött á vappi við girðinguna, en sá virtist bera eitthvað á sér.

Funda með stjórnarandstöðunni vegna sumarþings

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins munu funda með formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar í hádeginu þar sem farið verður yfir dagskrá Alþingis á sumarþingi sem hefst á fimmtudag.

Mestu flóð í 70 ár

Mið-Evrópa á nú í mestu flóðum í 70 ár en einkum eru það Þýskaland, Austuríki, Sviss og Tékkland sem eru illa leikin.

Fær styrk fyrir einum degi í einu

Magnús Magnússon hyggur á meistaranám í iðnverkfræði við Berkeley-háskólann í Kaliforníu og fjármagnar námið með óvenjulegum hætti.

Ferðaþjónustan óttast mótmæli vegna hvalveiða

Vel yfir milljón manns mótmæla hvalveiðum og vilja setja þrýsting á hollensk stjórnvöld vegna hvalveiða Íslendinga. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, með því að leyfa hvalveiðar.

Allsherjarverkfall í Tyrklandi

Ástandið í Tyrklandi fer hríðversnandi dag frá degi. Þar er nú brostið á með allsherjarverkfalli í Tyrklandi.

Báðu lögreglu um gistingu

Átta gistu fangageymslu lögreglu í nótt, þar af voru sex sem óskuðu sérstaklega eftir gistingu vegna þess að þeir höfðu ekki í önnur hús að venda.

Aurskriða sleit niður rafmagnslínur

Um 250 metra breið aurskriða féll á þjóðveginn við bæinn Ystafell í Kaldakinn um klukkan tvö í nótt og er þjóðvegurinn lokaður af þeim sökum.

Dropinn sem fyllti mælinn í Tyrklandi

Átök hafa geisað í Tyrklandi síðustu fjóra daga. Hörð viðbrögð lögreglu gegn friðsömum mótmælum leystu úr læðingi innibyrgða óánægju almennings. Erdogan forsætisráðherra hefur verið sakaður um alræðistilburði en blæs sjálfur á allt slíkt.

Börn nota klám sem gjaldmiðil á netinu

Vefsíðan deildu.net er stærsta torrent-síða á Íslandi með yfir 50 þúsund notendur. Til þess að geta náð í efni á síðunni þarf að hala upp vinsælu efni á móti og eru dæmi um að notendur á barnsaldri hali upp klámi, þar sem slíkt efni er eftirsótt.

Grjótagjá sögð vera gjörspillt og vanvirt

Umhverfi Grjótagjár er gjörspillt og úttraðkað og nánast hægt að aka ofan í þessa náttúruperlu segir ökulóðs. Er í einkaeigu og ekki okkar mál segir hreppurinn. Landeigandi segir aðganginn frjálsan. Enginn gróður sé á svæðinu til að skemma.

Ítreka andstöðu við áform um virkjanir

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ítrekar andstöðu við virkjanir í Skjálfandafljóti. Landvernd fagnar yfirlýsingunni og hvetur til þess að sveitarfélagið styðji friðlýsingu fljótsins í heild. Norðurorka skoðar hvað fyrirtækið gerir í framhaldinu.

Afritaði segulröndina og misnotaði í Macy‘s

Svikahrappur komst yfir upplýsingar af greiðslukorti aðstoðarmanns alþingismanns og notaði þær í Bandaríkjunum. Hélt sig hafa misst yfirsýn yfir fjármálin. Mikilvægt að vera á varðbergi, segir framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitors.

Húsbrot tengdist handrukkun

Fjórir menn á aldrinum 18 til 23 ára hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 10. júní vegna ráns og frelsissviptingar í Grafarvogi á laugardag.

Borgarbúum sem vilja leigja fjölgar

Um helmingur borgarbúa reiknar með að skipta um húsnæði á næstu fimm árum. Fjórðungur telur að leiguhúsnæði verði fyrir valinu, en leigjendur eru í dag 14 prósent. Flestir Vesturbæingar vilja búa áfram í hverfinu en aðeins rétt rúmlega helmingur Breiðhylt

Sjá næstu 50 fréttir