Innlent

"Eins og Iceland Airwaves fyrir frumkvöðla“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Stefán Örn Einarsson, einn af skipuleggjendunum ráðstefnunnar Startup Iceland, segir mikilvægt að frumkvöðlaráðstefnur séu haldnar hérlendis.
Stefán Örn Einarsson, einn af skipuleggjendunum ráðstefnunnar Startup Iceland, segir mikilvægt að frumkvöðlaráðstefnur séu haldnar hérlendis.

Frumkvöðlaráðstefnan Startup Iceland hefur staðið yfir síðan á laugardaginn. Í Hörpu í dag gátu þáttakendur ráðstefnunnar hlýtt á nýsköpunartengda fyrirlestra frá mörgum af helstu frumkvöðlum heims.

Ráðstefnan, sem nú er haldin í annað sinn, snýst um hvernig hægt sé að búa til sjálfbært frumkvöðlasamfélag á Íslandi. Hinn indverski Bala Kamallakharan sem búsettur er hér á landi er forsprakki verkefnisins.

Stefán Örn Einarsson, einn af skipuleggjendunum ráðstefnunnar, segir mikla þörf á slíkum viðburði hér á landi, en um 300 manns komu að viðburðinum í ár. „Það er mjög mikilvægt að svona ráðstefna sé haldin á Íslandi. Þetta er alþjóðlegur viðburður og markmiðið er að ráðstefnan verði eins og Iceland Airwaves fyrir frumkvöðla.Við erum að opna umræðuna og leggja árherslu á hvað þetta er mikilvægur iðnaður.“

Stefán segir ráðstefnuna fyrst og fremst vera til þess fallin að smíða tengslanet. „Það er mikilvægt að við fáum erlenda aðila til landsins til að segja okkur frá reynslu sinni og einnig geta ráðstefnugestir útvíkkað tengslanet sitt erlendis og hér heima með þáttöku á Startup Iceland."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×