Innlent

Kamar féll af kerru og hafnaði á bifreið

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Kamar ,sem verið var að flytja á keru eftir Þingvallavegi, losnaði af kerrunni og hafnaði á bifreið sem kom keyrandi  úr gagnstæðri átt.
Kamar ,sem verið var að flytja á keru eftir Þingvallavegi, losnaði af kerrunni og hafnaði á bifreið sem kom keyrandi úr gagnstæðri átt. MYND/ÚR SAFNI

Kamar sem verið var að flytja á kerru eftir Þingvallavegi um helgina losnaði af kerrunni og hafnaði á bifreið sem kom keyrandi  úr gagnstæðri átt. Sunnlenska.is greinir frá þessu.

Kamarinn var bundinn niður en bindingarnar gáfu sig og kamarinn flaug af kerrunni með fyrrnefndum afleiðingum. Ökumaðurinn og farþegi sem var með í för sluppu þó ómeidd frá atvikinu, en var skiljanlega mjög brugðið.

Til allrar hamingju var buið að tæma ferðasalernið þegar slysið átti sér stað. Lögreglan á Selfossi segir sjaldgjæft að kamrar séu fluttir öðruvísi en tómir. „Það er mikið þyngra að eiga við þetta ef það er eitthvað í kömrunum, þeir eru þungir fyrir.“

Bílinn sem varð fyrir kamrinum skemmdist mjög mikið og er nú óökuhæfur. Lögreglan sem segir slys af þessum toga ekki algeng en vill þó brýna fyrir ökumönnum að ganga vel frá farmi sem þeir flytja á kerrum. „Shit happens,“ sagði lögregluþjónnin sem Vísir ræddi við að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×