Afritaði segulröndina og misnotaði í Macy‘s 4. júní 2013 07:00 Atli Fannar Bjarkason hefur fundið korti sínu framhaldslíf sem greiðustatíf. Fréttablaðið/Valli „Ég var mjög hissa,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar alþingismanns, sem uppgötvaði í gær að 70 þúsund krónur vantaði inn á bankareikning hans. Í ljós kom að óprúttinn aðili hafði afritað upplýsingar af debetkorti Atla og notað þær til að kaupa vörur fyrir um 500 Bandaríkjadali í versluninni Macy"s í Bandaríkjunum. „Ég var eiginlega með böggum hildar allan morguninn yfir því hversu litla yfirsýn ég hefði yfir eigin eyðslu. Ég horfði á rigninguna dynja á glugga skrifstofu minnar á meðan ég hugsaði hvað hún móðir mín myndi segja við þessu,“ segir Atli Fannar léttur. Það var þegar Atli hafði samband við bankann sem upp úr dúrnum kom að eitthvað misjafnt hafði átt sér stað. Hann hafði í kjölfarið samband við Valitor sem lokaði kortinu samstundis. „Þeir sögðu mér að einhver hefði sennilega náð að afrita segulröndina á kortinu í gegnum afritunarbúnað í hraðbanka eða posa í verslun,“ segir Atli. Málið er nú í höndum Valitors og Atli býst við að það endi vel. Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitors, segir kortaútgefendur sífellt glíma við svikahrappa sem verði æ tæknivæddari. Í þeim tilfellum sem Valitor þekki til sé settur upp hlerunarbúnaður í hraðbanka sem skimi segulrönd og taki myndir af pinnúmerinu. Kortin séu síðan afrituð og búin til ný eintök sem komið sé í umferð. Bergveinn segir að einnig komi fyrir að kortin séu afrituð þar sem einstaklingur lætur þau af hendi, til dæmis á veitingastöðum. Hann segir kortasamsteypurnar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja kortaeigendur fyrir tjóni þegar upp kemst um svik. „Þá hefst eltingarleikur þar sem við reynum að hafa uppi á svikahröppunum. Þetta er eitt af því sem við erum að glíma við. Umfangið er ekkert gríðarlegt en fyrir þann sem lendir í slíku getur tjónið verið mikið, fyrir utan óþægindin að lenda í slíku,“ segir Bergsveinn Sampsted. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Ég var mjög hissa,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar alþingismanns, sem uppgötvaði í gær að 70 þúsund krónur vantaði inn á bankareikning hans. Í ljós kom að óprúttinn aðili hafði afritað upplýsingar af debetkorti Atla og notað þær til að kaupa vörur fyrir um 500 Bandaríkjadali í versluninni Macy"s í Bandaríkjunum. „Ég var eiginlega með böggum hildar allan morguninn yfir því hversu litla yfirsýn ég hefði yfir eigin eyðslu. Ég horfði á rigninguna dynja á glugga skrifstofu minnar á meðan ég hugsaði hvað hún móðir mín myndi segja við þessu,“ segir Atli Fannar léttur. Það var þegar Atli hafði samband við bankann sem upp úr dúrnum kom að eitthvað misjafnt hafði átt sér stað. Hann hafði í kjölfarið samband við Valitor sem lokaði kortinu samstundis. „Þeir sögðu mér að einhver hefði sennilega náð að afrita segulröndina á kortinu í gegnum afritunarbúnað í hraðbanka eða posa í verslun,“ segir Atli. Málið er nú í höndum Valitors og Atli býst við að það endi vel. Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitors, segir kortaútgefendur sífellt glíma við svikahrappa sem verði æ tæknivæddari. Í þeim tilfellum sem Valitor þekki til sé settur upp hlerunarbúnaður í hraðbanka sem skimi segulrönd og taki myndir af pinnúmerinu. Kortin séu síðan afrituð og búin til ný eintök sem komið sé í umferð. Bergveinn segir að einnig komi fyrir að kortin séu afrituð þar sem einstaklingur lætur þau af hendi, til dæmis á veitingastöðum. Hann segir kortasamsteypurnar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja kortaeigendur fyrir tjóni þegar upp kemst um svik. „Þá hefst eltingarleikur þar sem við reynum að hafa uppi á svikahröppunum. Þetta er eitt af því sem við erum að glíma við. Umfangið er ekkert gríðarlegt en fyrir þann sem lendir í slíku getur tjónið verið mikið, fyrir utan óþægindin að lenda í slíku,“ segir Bergsveinn Sampsted.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira