Innlent

Reiðhjólaþjófur gripinn

Þessir vösku drengir eru á samskonar reiðhjólum og stolið var á Akranesi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Þessir vösku drengir eru á samskonar reiðhjólum og stolið var á Akranesi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Tilkynnt var um þjófnað á barnareiðhjóli til lögreglunnar á Akranesi í vikunni. Það fannst  við heimahús þess sem grunaður var um þjófnaðinn.

Var hjólið nokkuð skemmt og hafði verið gerð tilraun til að má raðnúmerið af hjólinu en það var þó enn greinilegt.

Sá hinn sami hafði verið staðinn að þjófnaði úr verslun Húsasmiðjunnar sama dag þar sem hann stal lakkbrúsa, sem líklega hefur verið ætlaður til að mála hjólið sem hafði verið stolið fyrr sama dag að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×