Ferðaþjónustan óttast mótmæli vegna hvalveiða Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2013 07:39 Mótmælendur ætla að þrýsta á Hollendinga og vilja að þeir setji fótinn niður vegna hvalveiða Íslendinga. Vel yfir milljón undirskriftir hafa safnast á vefnum til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Þrýst á hollensk yfirvöld; að þau neiti að taka við hvalkjöti frá Íslendingum. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni.Blóðugi slátrarinn Í gær var Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, lýst sem blóðugum slátrara og margmilljarðamæringi í grein í Morning Star. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, lýsti þessu sem öfgafullum skrifum og þau bæru vott um skilningsleysi á sjálfbærri nýtingu Íslendinga á auðlind sinni. En, víst er að greinarhöfundur á Morning Star er ekki einn á ferð. Gríðarleg mótmæli eru að skapast á netinu, nánar tiltekið á avaaz.org, en það er vefur aðgerðasinna sem stefna að því að þrýsta á stjórnvöld hvað varðar ákvarðanatöku, einkum í umhverfismálum. Þar er nú í gangi undirskriftarsöfnun og eru þegar komnar vel yfir milljón undirskriftir. Árni Gunnarsson telur að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta áhyggjuefni: "Við höfum áhyggjur af hvalveiðum svona í sjálfu sér, en auðvitað höfum við einnig áhyggjur ekki bara af því að verið sé að veiða sömu dýrin og við erum að skoða heldur er þetta ákveðið ímyndarmál - þetta hefur áhrif á ímynd landsins." Árni segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þess að hvalveiðar eru leyfðar: "Við teljum það vera tímaskekkju og koma illa við þann árangur sem við höfum verið að ná í að efla hvalaskoðun; við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni."Þrýst á hollensk stjórnvöld Með undirskrifasöfnuninni fylgir texti undir yfirskriftinni: Fáeinir dagar til stefnu, stoppum hvalaslátrunina. Þar er Langreyðin sögð risi töfrum líkastur risi hafsins í útrýmingarhættu. En, eftir nokkra daga verði 180 langreyðum slátrað af einum viðskiptajöfri sem hefur það sem áhugamál, ásamt félögum sínum, að skutla hvalinn, skera hann í spað og senda svo kjötið til Hollands og Japan þar sem það fari í hundafóður. Á avaaz.org er því lýst sem svo að aðeins ein leið sé fær til að stöðva drápin sem er sú að setja þrýstinga á hollensk yfirvöld, en þeim sé umhugað um að orðspor sitt sem umhverfissinnuð þjóð. Ef Hollendingar neiti að taka við kjötinu til að senda það áfram til Japan megi stöðva hvaladrápið. Bregðast verði hratt við og láta Mark Rutte vita, fólk í milljóna tali, að ætlunin sé að gera allt brjálað láti hann þetta viðgangast.Uppfært 11:40 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Vel yfir milljón undirskriftir hafa safnast á vefnum til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Þrýst á hollensk yfirvöld; að þau neiti að taka við hvalkjöti frá Íslendingum. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni.Blóðugi slátrarinn Í gær var Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, lýst sem blóðugum slátrara og margmilljarðamæringi í grein í Morning Star. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, lýsti þessu sem öfgafullum skrifum og þau bæru vott um skilningsleysi á sjálfbærri nýtingu Íslendinga á auðlind sinni. En, víst er að greinarhöfundur á Morning Star er ekki einn á ferð. Gríðarleg mótmæli eru að skapast á netinu, nánar tiltekið á avaaz.org, en það er vefur aðgerðasinna sem stefna að því að þrýsta á stjórnvöld hvað varðar ákvarðanatöku, einkum í umhverfismálum. Þar er nú í gangi undirskriftarsöfnun og eru þegar komnar vel yfir milljón undirskriftir. Árni Gunnarsson telur að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta áhyggjuefni: "Við höfum áhyggjur af hvalveiðum svona í sjálfu sér, en auðvitað höfum við einnig áhyggjur ekki bara af því að verið sé að veiða sömu dýrin og við erum að skoða heldur er þetta ákveðið ímyndarmál - þetta hefur áhrif á ímynd landsins." Árni segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þess að hvalveiðar eru leyfðar: "Við teljum það vera tímaskekkju og koma illa við þann árangur sem við höfum verið að ná í að efla hvalaskoðun; við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni."Þrýst á hollensk stjórnvöld Með undirskrifasöfnuninni fylgir texti undir yfirskriftinni: Fáeinir dagar til stefnu, stoppum hvalaslátrunina. Þar er Langreyðin sögð risi töfrum líkastur risi hafsins í útrýmingarhættu. En, eftir nokkra daga verði 180 langreyðum slátrað af einum viðskiptajöfri sem hefur það sem áhugamál, ásamt félögum sínum, að skutla hvalinn, skera hann í spað og senda svo kjötið til Hollands og Japan þar sem það fari í hundafóður. Á avaaz.org er því lýst sem svo að aðeins ein leið sé fær til að stöðva drápin sem er sú að setja þrýstinga á hollensk yfirvöld, en þeim sé umhugað um að orðspor sitt sem umhverfissinnuð þjóð. Ef Hollendingar neiti að taka við kjötinu til að senda það áfram til Japan megi stöðva hvaladrápið. Bregðast verði hratt við og láta Mark Rutte vita, fólk í milljóna tali, að ætlunin sé að gera allt brjálað láti hann þetta viðgangast.Uppfært 11:40
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira