Innlent

Vegurinn um Kaldakinn lokaður út vikuna

Frá aurskriðunni.
Frá aurskriðunni.

Vegurinn um Kaldakinn verður áfram lokaður, að minnsta kosti út þessa viku eftir að stór aurskriða féll á veginn um tvöleytið í nótt.

Að minnsta kosti ein skriða hefur fallið á svæðinu í dag og sérfræðingar frá Ofanflóðasjóði hafa lagt mat á hættuna af frekari skriðuföllum.

Gunnar Bóasson er yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík, segir að vegurinn verði að vera lokaður að minnsta kosti út vikuna. Mikil hætta sé á frekari skriðuföllum.

Þjóðvegurinn á milli Húsavíkur og Akureyrar er því lokaður og er vegfarendum bent á að fara um Fljótsheiði og Aðaldalsveg. Það lengir leiðina þó ekki nema um átta kílómetra eða svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×