Fleiri fréttir

Obama sver embættiseiðinn í dag

Barack Obama sver í dag embættiseið fyrir annað kjörtímabilið sitt sem forseti Bandaríkjanna við litla athöfn í Hvíta Húsinu.

Verkfall í Belgíu skaðar Ford

Áætlanir Ford að loka verksmiðju sinni í Genk í Belgíu á næsta ári leiddu til þess að starfsmenn hafa lagt niður vinnu í 3 mánuði og enginn bíll hefur komið frá verksmiðjunni frá því 24. október. Í verksmiðjunni voru smíðaðir Ford Mondeo, S-Max og Galaxy. Ford hefur ekki ennþá tekist að semja við starfmennina og verkalýðsfélag þeirra og ítrekuð tilraun þeirra í síðustu viku bar engan árangur. Hamlar þetta verulega afhendingu á þessum bílgerðum. Ford ætlar líka að loka verksmiðju sinni í Southampton í Bretlandi og með því fækkar starfsmönnum Fod um 6.200 starfmenn eða um 13% starfsmanna Ford í Evrópu. Eru þetta viðbrögð Ford við minnkandi sölu bíla þeirra í álfunni og viðleitni þeirra til að stöðva viðvarandi tap fyrirtækisins þar. Stefnir í að Ford tapi 193 milljörðum króna árin 2012 og 2013 á rekstri sínum í álfunni. Ef allt væri eðlilegt í Genk væru þar framleiddir 1.000 bílar á dag.

Maðurinn fundinn - umfangsmikilli leit lokið

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið manninn sem leitað var á Esju síðan síðdegis í dag. Var hann staddur efst í Gunnlaugsskarði og í ágætu ástandi miðað við aðstæður. Björgunarmenn eru nú að fylgja honum niður af fjallinu.

Hulunni svipt af hryllilegu dýraníði

Dýraverndunarsinnar í hópnum Hillside kom upp um andstyggilegt dýraníð í sláturhúsi í Bretlandi á dögunum. Eftir átta vikna rannsókn tókst þeim að góma tvo menn sem misþyrmdu hestum á ófyrirleitinn hátt.

Mannshvörfin fá sterk viðbrögð

"Ég hef fengið afskaplega sterk viðbrögð. Þetta er átakanlegt mál og fólki fannst mjög erfitt að horfa á þetta," segir sjónvarpskonan Helga Arnardóttir sem gerir þáttinn Mannshvörf á Íslandi.

Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu

Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást.

Sóttu fótbrotna konu á Skarðsheiði

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu sem fótbrotnaði á göngu á Skarðsheiði, milli Hvalfjarðar og Borgarness, um klukkan eitt í dag.

Stálu meðal annars þvottavél

Tvö þjófnaðarmál voru nýverið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum. Fyrri tilkynningin var þess efnis að farið hefði verið inn í geymsluhúsnæði í umdæminu og þaðan stolið þvottavél og brettatjakki.

Spændi upp sleðabrekku

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að bifreið sæti föst í sleðabrekku í þéttbýli í umdæminu.

Sjö gíslar teknir af lífi

Hryðjuverkamenn tóku sjö gísla af lífi áður en alsírskir hermenn lögðu til atlögu við þá í gasvinnslustöðinni Almenas í hádeginu í dag samkvæmt BBC.

Útifundur um stjórnarskrármálið á Austurvelli

Raddir fólksins standa fyrir útifundi í dag um stjórnarskrármálið á Austurvelli. Á fundinum munu þeir Illugi Jökulsson, sem sat í stjórnlagaráði, og Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur, halda tölu auk þess sem Svavar Knútur mun flytja lög.

Níu gíra sjálfskiptingar hjá Chrysler

Þrjár gerðir Chrysler bíla fá 9 gíra sjálfskiptingar í ár og verða slíkar skiptingar settar í 200.000 bíla strax á þessu ári. Bílgerðirnar eru Chrysler 200, Dodge Dart og Jeep Liberty, en Dodge og Jeep merkin eru hluti af Chrysler. Verður Jeep Liberty fyrstur hann bílanna til að fá þessa nýja fjölgíra skiptingu og verður hann strax til sölu á öðrum ársfjórðungi. Svo margra gíra sjálfskipting er nýlunda í ódýrari gerðum bíla, en hún á stuðla að minnkandi eyðslu þeirra. Chrysler er í eigi Fiat og forstjóri Fiat segir að þessi sjálfskipting sé framtíðin fyrir framhjóladrifna og fjórhjóladrifna bíla fyrirtækisins. Chrysler gekk mjög vel á liðnu ári og seldi 1,65 milljón bíla og jók söluna um 21%. Það er annað en hægt er að segja um móðurfyrirtækið Fiat sem seldi færri bíla en árið á undan. Ekki kemur fram hvort til standi að þessar 9 gíra sjálfskiptingar verði einnig settar í bíla Fiat.

ESB og Noregur skammta sér yfir 90% af makrílkvótanum

"Það veldur miklum vonbrigðum að Evrópusambandið og Noregur hafi einhliða skammtað sér tæplega 490 þúsund tonna makrílkvóta fyrir árið 2013, eða ríflega 90% af ráðlagðri heildarveiði úr makrílstofninum,“ segir í yfirlýsingu frá Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um niðurstöðuna af samningum ESB og Norðmanna um makrílkvóta í ár.

Skóflu kastað inn um glugga

Óprúttinn aðili virðist hafa kastað skóflu inn um glugga á á heimili í miðborginni. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu átti atvikið sér stað skömmu fyrir klukkan sex í morgun.

Sýnishorn úr næstu þáttaröð Top Gear

Eftir heilt ár án nýrra þátta af Top Gear er nú ekki nema vika í að nýjasta þátttaröð breska þríeykisins hefjist á BBC 2. Til að auka spennuna hefur BBC útbúið örlítið brot úr þáttunum blandað viðbrögðum þeirra kvenna sem sjá um fataþvott þáttastjórnendanna. Í myndskeiðinu sést Jeremy Clarkson flýja skothríð orustuflugvélar á Lexus LFA, Richard Hammond gera heiðarlega tilraun til að eyðileggja Subaru WRX í hitabeltisskógi og alla þáttastjórnendurna leika risarúbbý á ódýrum bílum.

Enn óvist um afdrif sex Norðmanna í Alsír

Enn er óvíst um afdrif á milli 20 og 30 vestrænna gísla, þar á meðal sex Norðmanna, sem eru í haldi íslamistanna í gasvinnslustöðinni Almenas í Alsír.

Maður fannst meðvitundarlaus í miðbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Talsvert vvar um útköll vegna ölvunar og hávaða og óláta í heimahúsum.

Óvissa um afdrif 30 gísla

Enn var ekkert vitað um afdrif um þrjátíu starfsmanna í gasvinnslustöð í Alsír í gærkvöldi. Hryðjuverkamenn segja gíslatökuna vegna hernaðarafskipta Frakka í nágrannaríkinu Malí. Um 650 gíslar voru frelsaðir í gær.

Nam sjö ára telpur á brott og braut á þeim

Maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur sjö ára stúlkum. Hann sagðist hafa séð þær stela nammi, skipaði þeim að koma með sér og ók með þær á afvikinn stað. Grafalvarlegt mál að stela börnum, segir lögregla.

Langar að leggjast í bað

Framtíðin er óráðin eftir afrek í suðurpólsgöngu hjá Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Hún leggur af stað heim frá Suðurskautslandinu eftir helgina. Af nútíma þægindum saknaði hún helst baðsins og hreinna fata.

Ráðherra boðar Kristínu á fund

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, á fund vegna ummæla sem hún lét falla í fréttum RÚV á fimmtudag.

"Ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan.

Farþegum fjölgaði mest hér á landi

Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári fjölgaði um 12,7 prósent frá 2011. Mest umferð er um Kaupmannahafnarflugvöll af flugvöllunum á Norðurlöndunum.

Hreingerningarkona saklaus af lestarstuldi

Kona sem grunuð var um að hafa stolið lest í nágrenni Stokkhólms í Svíþjóð, með þeim afleiðingum að hún keyrði á íbúðarhúsnæði, hefur verið hreinsuð af ásökununum.

KÚ kærir Mjólkursamsöluna

Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna fyrir ítrekuð brot á 10. og 11. grein samkeppnislaga með því að krefja KÚ um hærra verð fyrir hrámjólk en aðra kaupendur.

Ráðstafa þarf skotvopnum í dánarbúum

Samkvæmt landsskrá skotvopna liggja fyrir upplýsingar um að á höfuðborgarsvæðinu sé talsvert af skotvopnum sem eftir eigi að ráðstafa og séu enn skráð á nöfn látinna skotvopnaleyfishafa. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Sjá næstu 50 fréttir