Fleiri fréttir Áhugaljósmyndarinn í gæsluvarðhald Maðurinn sem gengið hefur undir nafninu "Áhugaljósmyndarinn Eyþór" var í dag úrskurðaður í gærsluvarðhald til 1. febrúar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn stúlkum. 18.1.2013 17:24 Nýr yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins Kristján Oddsson læknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og tekur við starfinu 1. apríl. 18.1.2013 16:44 Sýruárás skekur listaheiminn Listrænn stjórnandi rússneska Bolshoi balletsins, Sergei Filin, liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að sýru var skvett í andlit hans í gær. Filin hlaut þriðja stigs bruna í andliti. Læknar reyna nú að bjarga sjón hans. 18.1.2013 16:27 Fjöldi sjúklinga færður í einangrun Fólk er hvatt til þess að takmarka heimsóknir á Landspítalann eins og framast getur næstu daga. Ástæðan er sú að ástandið á spítalanum er alvarlegt vegna inflúensju, Nóró og RS vírusa. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga þarfnast af þeim sökum einangrunar. Stöðugur straumur sjúklinga er einnig á bráðamóttöku sem þurfa innlögn með eða án einangrunar. 18.1.2013 16:23 Eðlilegt að íbúar hafi áhyggjur af ástandinu Eðlilegt er að íbúar á Grundarfirði hafi áhyggjur af eftirmálum síldardauðans í Kolgrafafirði, segir Björn Steinar Pálmason, sveitastjóri „Mikilvægt er að þeir séu upplýsitir um viðbragðsáæltun og drög séu kynnt á fyrirhuguðum fundum með bæjarstjórn, landeigendum go öðrum hlutaðeigandi aðilum til þess að fara yfir málið og ræða næstu skref. Mikilvægt er að þetta gerist hið allra fyrsta," segir í bréfi sem Björn Steinar sendi Umhverfisstofnun. 18.1.2013 16:13 Borgarstjóri flytur tímabundið í Breiðholt Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara mun hefja starfsemi í Gerðubergi í Breiðholti frá og með frá 21. janúar næstkomandi og vera staðsett þar í þrjár vikur eða til 7. febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er markmiðið að Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, og aðrir embættismenn kynnist starfsemi borgarinnar í Breiðholti frá fyrstu hendi. 18.1.2013 15:23 Seinheppinn ökumaður játaði stuld Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag tæplega tvítugan ökumann sem missti hafði stjórn á bifreið sinni og ekið á gröfu. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Hann var því fluttur á lögreglustöð þar sem sýnatöku staðfestu að hann hafði neytt kannabiss. 18.1.2013 15:08 Rannsaka hvort að Pólverjinn hafi átt vitorðsmann hér á landi Gæsluvarðhald yfir Pólverja sem handsamaður var á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun mánaðarins með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum hefur verið framlengt. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins en samkvæmt upplýsingum frá henni leikur grunur á að maðurinn hafi átt vitorðsmann hér á landi. 18.1.2013 14:05 Björt framtíð er þriðji stærsti flokkurinn Björt framtíð er þriðji stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið og Stöð 2 og verður greint nánar frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.1.2013 13:59 Leita úrræða vegna mögulegs áreksturs smástirnis við jörðina Evrópska geimvísindastofnunin hefur hafið vinnu við að rannsaka úrræði við mögulegum árekstri smástirnis við jörðina. Frá og með fyrsta febrúar næstkomandi munu aðilar úr vísindasamfélaginu geta sent inn hugmyndir sínar um hvernig hægt sé að bjarga mannkyninu frá glötun. 18.1.2013 13:40 Með blæðandi bitsár eftir hund Hundur beit unglingsstúlku í Njarðvík á dögunum og var lögreglunni tilkynnt um atvikið. Stúlkan hafði verið á ferðinni á göngustig þar sem hundurinn var laus og án eftirlits. Þegar lögregla kom á staðinn var hundurinn enn að sniglast á svæðinu og reyndist hann hafa bitið stúlkuna. Var hún með blæðandi bitsár á hönd og læri eftir hann. Hún var flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögregla hafði samband við hundafangara Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem kom og handsamaði hundinn. 18.1.2013 13:37 Vægir dómar í líkamsárásarmálum - sakborningar játuðu allir brot sín Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag fimm menn fyrir árás sem átti sér stað á verkstæðinu Pit Stop í Hafnarfirðir í september árið 2010. Þeir voru fundnir sekir um að hafa í sameiningu ráðist á mann sem þar var og slegið hann með kylfu í höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á hvirfli. Sakborningarnir játuðu allir aðild sína að árásinni. 18.1.2013 12:56 Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18.1.2013 12:40 Fimm karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir grófa líkamsárás Fimm karlmenn voru dæmdir fyrir árás á verkstæði í Hafnarfirði í september árið 2010. Mennirnir réðust á hann, eltu hann upp á aðra hæð verkstæðisins, slógu hann með kylfu í höfuð og líkama og hrintu honum á glervasa sem brotnaði. 18.1.2013 11:43 Tíu ódýrustu 400 hestöflin Um marga kosti er að ræða fyrir bílkaupendur þegar kemur að mjög öflugum bílum í Bandaríkjunum. Ef kröfurnar eru settar við 400 hestöfl eru þeir samt margir og nokkrir þeirra ekki óviðráðanlegir fyrir venjuleg veski. Hér er listi sem bílatímaritið Automobile tók saman um ódýrustu kostina er kemur að bílum yfir 400 hestöfl. 1. Ford Mustang GT: 412 hestöfl Mustang GT er ódýrasti bíllinn sem nær þessari hestaflatölu, er á 31.545 dollara eða 4.070.000 kr. Hann er með 5,0 lítra V8 vél og er afturhjóladrifinn. Sex gíra beinskipting eða sex gíra sjálfskipting er í boði. Það fást ekki ýkja merkilegir né öflugir bílar á Íslandi fyrir 4 milljónir og eru Bandaríkjamenn öfundsverðir að þurfa ekki að leggja út meira fé fyrir svo öflugan og flottan bíl. 18.1.2013 11:30 Endurvekja andrúmsloft Búsáhaldarbyltingarinnar Verið er að endurvekja andrúmsloftið sem skapaðist í Búsáhaldarbyltingunni á Austurvelli í dag. Þar fara þó ekki fram raunveruleg mótmæli heldur eru upptökur á myndinni um WikiLeaks þar í gangi. Þar eru nú fjöldi fólks, meðal annars íslenskir ljósmyndarar sem leika sjálfa sig. Eins og fram hefur komið er það íslenski kvikmyndaframleiðandinn Truenorth sem aðstoðar við tökurnar. Á meðal þeirra persóna sem bregður fyrir í myndinni er Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar. 18.1.2013 10:57 Er ungu fólki frábær fyrirmynd Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent Vilborgu Örnu Gissurardóttur, sem komst á Suðurpólinn í gær eftir um sextíu daga göngu, heillaóskir. 18.1.2013 10:08 Fékk viðurkenningu fyrir aðstoð við vistheimilabörn Samtök vistheimilabarna veittu Pétri Péturssyni, prófessor í guðfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, heiðursviðurkenningu í gær í þakklætisskyni fyrir mikla og óeigingjarna aðstoð og einstaka uppörvun sem hann veitti vistheimilabörnum við stofnun Breiðavíkursamtakanna á þeim erfiðu tímum sem vistheimilabörn gengu þá í gegnum. 18.1.2013 09:54 Íslenskir Outlaws menn handteknir í Noregi, verða sendir heim á ný Sex íslenskir meðlimir vélhjólasamtakanna Outlaws eru nú í haldi norsku lögreglunnar í flugstöðinni á Gardermoen flugvellinum. 18.1.2013 09:10 Nýr Suzuki Grand Vitara Suzuki Grand Vitara hefur lengi verið einn af eftirsóttari jeppunum í sínum stærðarflokki á Íslandi og af honum seldust 140 bílar í fyrra. Um helgina verður hann frumsýndur í nýrri gerð hjá Suzuki bílum í Skeifunni. 18.1.2013 09:00 Hitamet í Sydney, hitinn mælist nær 46 gráður Borgarbúar í Sydney í Ástralíu upplifa nú heitasta daginn frá því að mælingar hófust. Hitinn í borginni í dag mælist rétt tæplega 46 gráður á celsíus. 18.1.2013 07:49 Neytendastofa segir vatnsvélar frá Champ Design stórhættulegar Neytendastofa brýnir fyrir almenningi að aftengja og fjarlægja nú þegar vatnsvélar frá Champ Design CO, sem seldar vour í Byko fyrir nokkrum árum þar sem alvarleg hætta getur stafað af vélunum. 18.1.2013 07:12 Lögregla greip dópsala í miðjum viðskiptum Lögregla greip dópsala og viðskiptavin hans glóðvolga í gærkvöldi. Sölumaðurinn hafði lagt bíl sínum við hraðbanka og var viðskiptavinurinn að taka þar út peninga til kaupanna, þegar lögreglu bar að. 18.1.2013 06:44 Björgunarsveit kölluð út til að hemja fjúkandi hluti í Breiðholtinu Björgunarsveit var kölluð út um eitt leitið í nótt til að hemja fok úr vinnupalli við fjölbýlishús í Breiðholti. 18.1.2013 06:35 Tvö norsk skip komin á loðnumiðin Tvö norsk loðnuskip komu in í íslensku landhelgina undir morgun og stefna á loðnumiðin norðaustur af landinu. Norðmenn mega veiða 45 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni. 18.1.2013 06:32 Mýflug fór í sex sjúkraflug Sjúkraflugvélar Mýflugs fóru í sex sjúkraflug í gær, sem er óvenju mikið. Um tíma þurfti að nota tvær flugvélar til að sinna beiðnum um flug. 18.1.2013 06:30 Enn ríkir fullkomin óvissa um afdrif gíslanna í Alsír Enn ríkir fullkomin óvissa um afdrif margra af þeim vestrænu gíslum sem voru í haldi herskárra íslamista í Almenas gasvinnslustöðinni í Alsír þegar alsírski herinn réðist á stöðina í gærdag. 18.1.2013 06:28 Kjötvinnslustöð á Írlandi lokað vegna hamborgarahneykslisins Búið er að loka kjötvinnslustöð á Írlandi í kjölfar hamborgarahneykslisins sem kom upp þar í landi og á Bretlandseyjum í vikunni. 18.1.2013 06:26 Armstrong notaði ólögleg lyf í öllum Tour de France sigrum sínum Bandaríski reiðhjólakappinn Lance Armstrong hefur játað að hafa notað ólögleg lyf í öllum þeim sjö Tour de France reiðhjólakeppnum sem hann vann á árunum 1999 til 2005. 18.1.2013 06:21 Sjö ára drengur kom með hlaðna skammbyssu í skólann sinn Nemendum og kennurum við grunnskóla í Queens hverfinu í New York brá verulega í brún þegar sjö ára gamall drengur mætti í skólann í gær með skammbyssu í skólatöskunni. 18.1.2013 06:19 Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB Um 36 prósent landsmanna vilja draga aðildarumsókn að ESB til baka og 49 prósent vilja að viðræðunum verði lokið. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja til. 18.1.2013 06:00 Ólíklegt að bannið nái fram að ganga Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. 18.1.2013 06:00 Skúlptúr Skúla í Wow lánaður á Höfðatorg Setja á listaverk í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen upp við Höfðatorg. Skúli lánar borginni verkið sem er eftir Rafael Barrios. Fulltrúi VG segir óþarft og óheppilegt að koma listaverkinu fyrir í almannarými nærri fyrirtæki eigandans. 18.1.2013 06:00 Síldargrúturinn ógn við þúsundir fugla Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir. 18.1.2013 06:00 Rufu kvótaþakið án aflakaupa í mörg ár HB Grandi er kominn yfir 12% lögbundna hámarks aflahlutdeild eins fyrirtækis án þess að hafa keypt kvóta árum saman. Forstjóri setur spurningarmerki við að karfi sé verðmætari en þorskur í þorskígildum sem eru ástæða hækkunarinnar. 18.1.2013 06:00 Vilja bæta makríl og hval við ályktun Frekari áhersla á makríldeiluna og hvalveiðar eru meðal þess sem Evrópuþingmenn hafa lagt fram í breytingartillögu við ályktunartillögu um aðildarviðræður Íslands við ESB. 18.1.2013 06:00 Óttast að á fjórða tug gísla hafi látist í Alsír Óttast er að allt að 34 erlendir gíslar og 14 mannræningjar hafi látið lífið í tilraun alsírska hersins til að frelsa hundruð gísla úr gasvinnslustöð Statoil og BP í gær. Alsírska fréttastofan APS greindi frá þessu í gærkvöld, en aðrir fjölmiðlar sögðu tölu látinna á reiki. 18.1.2013 06:00 Engin sátt um stjórnarskrána Engar viðræður eru í gangi um breytingar á einstökum köflum stjórnarskrárinnar gegn því að beðið verði með önnur atriði fram yfir kosningar. Þetta segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 18.1.2013 06:00 Eldey skartar sínu fegursta Myndir sem Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og ljósmyndari tók í Eldey. 18.1.2013 00:10 37 ferðatöskur af ostum Bandaríski fjölmiðillinn New York Times fjallar um feðgana Dieter og Björn Roth í tengslum við sýninguna "Dieter Roth. Björn Roth," sem verður opnuð í næstu viku í New York. 18.1.2013 00:01 Tesla mælist 386 hestöfl á Dyno-mæli Áreiðanlegasta aðferðin við að finna út raunverulegt afl bíla er ekki að lesa sölubæklinginn heldur skella bílnum á Dyno-mæli sem mælir nákvæmlega það afl sem hjólin skila á rúllurnar sem hann stendur á. Vitað var að rafmagnsbíllinn Tesla Model S væri ansi öflugur bíll, en það var staðfest með þessari aðferð Mældist mesta afl hans 386 hestöfl við um 90 km hraða. Það sem vekur enn meiri athygli að rétt eftir kyrrstöðu skilar rafmótorarnir 300 hestöflum til hjólanna. Það þarf því ekki að bíða lengi eftir aflinu. Við 210 km hraða eru hestöflin komin niður í 220. Tesla fyrirtækið fullyrðir í sölulista að Model S sé 416 hestöfl, en mælingin sýnir að það skortir 30 hestöfl á. Rétt skal vera rétt. Á myndbandinu sést Model S við Dyno mælingu. 18.1.2013 00:01 Flippað á fimleikaæfingu Fimleikafólk úr Ármanni hefur birt myndband af ótrúlegum tilþrifum eins liðsmanna sinna, Jóns Sigurðar Gunnarssonar. Jón Sigurður sveiflar sér þá í hringi á slá og spyrnir knetti langa vegalengd ofan í körfu, fjórum sinnum í röð. 17.1.2013 23:42 Fann gullmola að verðmæti 40 milljóna króna Ástralskur gullgrafari datt í lukkupottinn þegar málmleitartæki hans kom honum á slóðir 5,5 kg þungs gullmola. 17.1.2013 22:42 Sækja í frítt uppihald á Íslandi Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir Ísland aðlaðandi áfangastað fyrir fólk sem ætli að vinna ólöglega. 17.1.2013 21:33 Fyrrverandi skólameistari fór að vinna í leikskóla Hörður Helgason gegndi starfi skólameistara í Fjölbrautaskóla Vesturlands í áratug og flestir reiknuðu með að hann myndi setjast í helgan stein eftir að hann hætti rúmlega sextugur. En honum bauðst staða í afleysingum á leikskóla og hefur nú verið ráðinn í fast starf. 17.1.2013 21:08 Sjá næstu 50 fréttir
Áhugaljósmyndarinn í gæsluvarðhald Maðurinn sem gengið hefur undir nafninu "Áhugaljósmyndarinn Eyþór" var í dag úrskurðaður í gærsluvarðhald til 1. febrúar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn stúlkum. 18.1.2013 17:24
Nýr yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins Kristján Oddsson læknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og tekur við starfinu 1. apríl. 18.1.2013 16:44
Sýruárás skekur listaheiminn Listrænn stjórnandi rússneska Bolshoi balletsins, Sergei Filin, liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að sýru var skvett í andlit hans í gær. Filin hlaut þriðja stigs bruna í andliti. Læknar reyna nú að bjarga sjón hans. 18.1.2013 16:27
Fjöldi sjúklinga færður í einangrun Fólk er hvatt til þess að takmarka heimsóknir á Landspítalann eins og framast getur næstu daga. Ástæðan er sú að ástandið á spítalanum er alvarlegt vegna inflúensju, Nóró og RS vírusa. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga þarfnast af þeim sökum einangrunar. Stöðugur straumur sjúklinga er einnig á bráðamóttöku sem þurfa innlögn með eða án einangrunar. 18.1.2013 16:23
Eðlilegt að íbúar hafi áhyggjur af ástandinu Eðlilegt er að íbúar á Grundarfirði hafi áhyggjur af eftirmálum síldardauðans í Kolgrafafirði, segir Björn Steinar Pálmason, sveitastjóri „Mikilvægt er að þeir séu upplýsitir um viðbragðsáæltun og drög séu kynnt á fyrirhuguðum fundum með bæjarstjórn, landeigendum go öðrum hlutaðeigandi aðilum til þess að fara yfir málið og ræða næstu skref. Mikilvægt er að þetta gerist hið allra fyrsta," segir í bréfi sem Björn Steinar sendi Umhverfisstofnun. 18.1.2013 16:13
Borgarstjóri flytur tímabundið í Breiðholt Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara mun hefja starfsemi í Gerðubergi í Breiðholti frá og með frá 21. janúar næstkomandi og vera staðsett þar í þrjár vikur eða til 7. febrúar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er markmiðið að Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, og aðrir embættismenn kynnist starfsemi borgarinnar í Breiðholti frá fyrstu hendi. 18.1.2013 15:23
Seinheppinn ökumaður játaði stuld Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag tæplega tvítugan ökumann sem missti hafði stjórn á bifreið sinni og ekið á gröfu. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Hann var því fluttur á lögreglustöð þar sem sýnatöku staðfestu að hann hafði neytt kannabiss. 18.1.2013 15:08
Rannsaka hvort að Pólverjinn hafi átt vitorðsmann hér á landi Gæsluvarðhald yfir Pólverja sem handsamaður var á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun mánaðarins með tvö kíló af amfetamíni í fórum sínum hefur verið framlengt. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins en samkvæmt upplýsingum frá henni leikur grunur á að maðurinn hafi átt vitorðsmann hér á landi. 18.1.2013 14:05
Björt framtíð er þriðji stærsti flokkurinn Björt framtíð er þriðji stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið og Stöð 2 og verður greint nánar frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.1.2013 13:59
Leita úrræða vegna mögulegs áreksturs smástirnis við jörðina Evrópska geimvísindastofnunin hefur hafið vinnu við að rannsaka úrræði við mögulegum árekstri smástirnis við jörðina. Frá og með fyrsta febrúar næstkomandi munu aðilar úr vísindasamfélaginu geta sent inn hugmyndir sínar um hvernig hægt sé að bjarga mannkyninu frá glötun. 18.1.2013 13:40
Með blæðandi bitsár eftir hund Hundur beit unglingsstúlku í Njarðvík á dögunum og var lögreglunni tilkynnt um atvikið. Stúlkan hafði verið á ferðinni á göngustig þar sem hundurinn var laus og án eftirlits. Þegar lögregla kom á staðinn var hundurinn enn að sniglast á svæðinu og reyndist hann hafa bitið stúlkuna. Var hún með blæðandi bitsár á hönd og læri eftir hann. Hún var flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögregla hafði samband við hundafangara Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem kom og handsamaði hundinn. 18.1.2013 13:37
Vægir dómar í líkamsárásarmálum - sakborningar játuðu allir brot sín Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag fimm menn fyrir árás sem átti sér stað á verkstæðinu Pit Stop í Hafnarfirðir í september árið 2010. Þeir voru fundnir sekir um að hafa í sameiningu ráðist á mann sem þar var og slegið hann með kylfu í höfuð og líkama, með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á hvirfli. Sakborningarnir játuðu allir aðild sína að árásinni. 18.1.2013 12:56
Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. 18.1.2013 12:40
Fimm karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir grófa líkamsárás Fimm karlmenn voru dæmdir fyrir árás á verkstæði í Hafnarfirði í september árið 2010. Mennirnir réðust á hann, eltu hann upp á aðra hæð verkstæðisins, slógu hann með kylfu í höfuð og líkama og hrintu honum á glervasa sem brotnaði. 18.1.2013 11:43
Tíu ódýrustu 400 hestöflin Um marga kosti er að ræða fyrir bílkaupendur þegar kemur að mjög öflugum bílum í Bandaríkjunum. Ef kröfurnar eru settar við 400 hestöfl eru þeir samt margir og nokkrir þeirra ekki óviðráðanlegir fyrir venjuleg veski. Hér er listi sem bílatímaritið Automobile tók saman um ódýrustu kostina er kemur að bílum yfir 400 hestöfl. 1. Ford Mustang GT: 412 hestöfl Mustang GT er ódýrasti bíllinn sem nær þessari hestaflatölu, er á 31.545 dollara eða 4.070.000 kr. Hann er með 5,0 lítra V8 vél og er afturhjóladrifinn. Sex gíra beinskipting eða sex gíra sjálfskipting er í boði. Það fást ekki ýkja merkilegir né öflugir bílar á Íslandi fyrir 4 milljónir og eru Bandaríkjamenn öfundsverðir að þurfa ekki að leggja út meira fé fyrir svo öflugan og flottan bíl. 18.1.2013 11:30
Endurvekja andrúmsloft Búsáhaldarbyltingarinnar Verið er að endurvekja andrúmsloftið sem skapaðist í Búsáhaldarbyltingunni á Austurvelli í dag. Þar fara þó ekki fram raunveruleg mótmæli heldur eru upptökur á myndinni um WikiLeaks þar í gangi. Þar eru nú fjöldi fólks, meðal annars íslenskir ljósmyndarar sem leika sjálfa sig. Eins og fram hefur komið er það íslenski kvikmyndaframleiðandinn Truenorth sem aðstoðar við tökurnar. Á meðal þeirra persóna sem bregður fyrir í myndinni er Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar. 18.1.2013 10:57
Er ungu fólki frábær fyrirmynd Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent Vilborgu Örnu Gissurardóttur, sem komst á Suðurpólinn í gær eftir um sextíu daga göngu, heillaóskir. 18.1.2013 10:08
Fékk viðurkenningu fyrir aðstoð við vistheimilabörn Samtök vistheimilabarna veittu Pétri Péturssyni, prófessor í guðfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, heiðursviðurkenningu í gær í þakklætisskyni fyrir mikla og óeigingjarna aðstoð og einstaka uppörvun sem hann veitti vistheimilabörnum við stofnun Breiðavíkursamtakanna á þeim erfiðu tímum sem vistheimilabörn gengu þá í gegnum. 18.1.2013 09:54
Íslenskir Outlaws menn handteknir í Noregi, verða sendir heim á ný Sex íslenskir meðlimir vélhjólasamtakanna Outlaws eru nú í haldi norsku lögreglunnar í flugstöðinni á Gardermoen flugvellinum. 18.1.2013 09:10
Nýr Suzuki Grand Vitara Suzuki Grand Vitara hefur lengi verið einn af eftirsóttari jeppunum í sínum stærðarflokki á Íslandi og af honum seldust 140 bílar í fyrra. Um helgina verður hann frumsýndur í nýrri gerð hjá Suzuki bílum í Skeifunni. 18.1.2013 09:00
Hitamet í Sydney, hitinn mælist nær 46 gráður Borgarbúar í Sydney í Ástralíu upplifa nú heitasta daginn frá því að mælingar hófust. Hitinn í borginni í dag mælist rétt tæplega 46 gráður á celsíus. 18.1.2013 07:49
Neytendastofa segir vatnsvélar frá Champ Design stórhættulegar Neytendastofa brýnir fyrir almenningi að aftengja og fjarlægja nú þegar vatnsvélar frá Champ Design CO, sem seldar vour í Byko fyrir nokkrum árum þar sem alvarleg hætta getur stafað af vélunum. 18.1.2013 07:12
Lögregla greip dópsala í miðjum viðskiptum Lögregla greip dópsala og viðskiptavin hans glóðvolga í gærkvöldi. Sölumaðurinn hafði lagt bíl sínum við hraðbanka og var viðskiptavinurinn að taka þar út peninga til kaupanna, þegar lögreglu bar að. 18.1.2013 06:44
Björgunarsveit kölluð út til að hemja fjúkandi hluti í Breiðholtinu Björgunarsveit var kölluð út um eitt leitið í nótt til að hemja fok úr vinnupalli við fjölbýlishús í Breiðholti. 18.1.2013 06:35
Tvö norsk skip komin á loðnumiðin Tvö norsk loðnuskip komu in í íslensku landhelgina undir morgun og stefna á loðnumiðin norðaustur af landinu. Norðmenn mega veiða 45 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni. 18.1.2013 06:32
Mýflug fór í sex sjúkraflug Sjúkraflugvélar Mýflugs fóru í sex sjúkraflug í gær, sem er óvenju mikið. Um tíma þurfti að nota tvær flugvélar til að sinna beiðnum um flug. 18.1.2013 06:30
Enn ríkir fullkomin óvissa um afdrif gíslanna í Alsír Enn ríkir fullkomin óvissa um afdrif margra af þeim vestrænu gíslum sem voru í haldi herskárra íslamista í Almenas gasvinnslustöðinni í Alsír þegar alsírski herinn réðist á stöðina í gærdag. 18.1.2013 06:28
Kjötvinnslustöð á Írlandi lokað vegna hamborgarahneykslisins Búið er að loka kjötvinnslustöð á Írlandi í kjölfar hamborgarahneykslisins sem kom upp þar í landi og á Bretlandseyjum í vikunni. 18.1.2013 06:26
Armstrong notaði ólögleg lyf í öllum Tour de France sigrum sínum Bandaríski reiðhjólakappinn Lance Armstrong hefur játað að hafa notað ólögleg lyf í öllum þeim sjö Tour de France reiðhjólakeppnum sem hann vann á árunum 1999 til 2005. 18.1.2013 06:21
Sjö ára drengur kom með hlaðna skammbyssu í skólann sinn Nemendum og kennurum við grunnskóla í Queens hverfinu í New York brá verulega í brún þegar sjö ára gamall drengur mætti í skólann í gær með skammbyssu í skólatöskunni. 18.1.2013 06:19
Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB Um 36 prósent landsmanna vilja draga aðildarumsókn að ESB til baka og 49 prósent vilja að viðræðunum verði lokið. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja til. 18.1.2013 06:00
Ólíklegt að bannið nái fram að ganga Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. 18.1.2013 06:00
Skúlptúr Skúla í Wow lánaður á Höfðatorg Setja á listaverk í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen upp við Höfðatorg. Skúli lánar borginni verkið sem er eftir Rafael Barrios. Fulltrúi VG segir óþarft og óheppilegt að koma listaverkinu fyrir í almannarými nærri fyrirtæki eigandans. 18.1.2013 06:00
Síldargrúturinn ógn við þúsundir fugla Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir. 18.1.2013 06:00
Rufu kvótaþakið án aflakaupa í mörg ár HB Grandi er kominn yfir 12% lögbundna hámarks aflahlutdeild eins fyrirtækis án þess að hafa keypt kvóta árum saman. Forstjóri setur spurningarmerki við að karfi sé verðmætari en þorskur í þorskígildum sem eru ástæða hækkunarinnar. 18.1.2013 06:00
Vilja bæta makríl og hval við ályktun Frekari áhersla á makríldeiluna og hvalveiðar eru meðal þess sem Evrópuþingmenn hafa lagt fram í breytingartillögu við ályktunartillögu um aðildarviðræður Íslands við ESB. 18.1.2013 06:00
Óttast að á fjórða tug gísla hafi látist í Alsír Óttast er að allt að 34 erlendir gíslar og 14 mannræningjar hafi látið lífið í tilraun alsírska hersins til að frelsa hundruð gísla úr gasvinnslustöð Statoil og BP í gær. Alsírska fréttastofan APS greindi frá þessu í gærkvöld, en aðrir fjölmiðlar sögðu tölu látinna á reiki. 18.1.2013 06:00
Engin sátt um stjórnarskrána Engar viðræður eru í gangi um breytingar á einstökum köflum stjórnarskrárinnar gegn því að beðið verði með önnur atriði fram yfir kosningar. Þetta segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 18.1.2013 06:00
Eldey skartar sínu fegursta Myndir sem Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og ljósmyndari tók í Eldey. 18.1.2013 00:10
37 ferðatöskur af ostum Bandaríski fjölmiðillinn New York Times fjallar um feðgana Dieter og Björn Roth í tengslum við sýninguna "Dieter Roth. Björn Roth," sem verður opnuð í næstu viku í New York. 18.1.2013 00:01
Tesla mælist 386 hestöfl á Dyno-mæli Áreiðanlegasta aðferðin við að finna út raunverulegt afl bíla er ekki að lesa sölubæklinginn heldur skella bílnum á Dyno-mæli sem mælir nákvæmlega það afl sem hjólin skila á rúllurnar sem hann stendur á. Vitað var að rafmagnsbíllinn Tesla Model S væri ansi öflugur bíll, en það var staðfest með þessari aðferð Mældist mesta afl hans 386 hestöfl við um 90 km hraða. Það sem vekur enn meiri athygli að rétt eftir kyrrstöðu skilar rafmótorarnir 300 hestöflum til hjólanna. Það þarf því ekki að bíða lengi eftir aflinu. Við 210 km hraða eru hestöflin komin niður í 220. Tesla fyrirtækið fullyrðir í sölulista að Model S sé 416 hestöfl, en mælingin sýnir að það skortir 30 hestöfl á. Rétt skal vera rétt. Á myndbandinu sést Model S við Dyno mælingu. 18.1.2013 00:01
Flippað á fimleikaæfingu Fimleikafólk úr Ármanni hefur birt myndband af ótrúlegum tilþrifum eins liðsmanna sinna, Jóns Sigurðar Gunnarssonar. Jón Sigurður sveiflar sér þá í hringi á slá og spyrnir knetti langa vegalengd ofan í körfu, fjórum sinnum í röð. 17.1.2013 23:42
Fann gullmola að verðmæti 40 milljóna króna Ástralskur gullgrafari datt í lukkupottinn þegar málmleitartæki hans kom honum á slóðir 5,5 kg þungs gullmola. 17.1.2013 22:42
Sækja í frítt uppihald á Íslandi Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir Ísland aðlaðandi áfangastað fyrir fólk sem ætli að vinna ólöglega. 17.1.2013 21:33
Fyrrverandi skólameistari fór að vinna í leikskóla Hörður Helgason gegndi starfi skólameistara í Fjölbrautaskóla Vesturlands í áratug og flestir reiknuðu með að hann myndi setjast í helgan stein eftir að hann hætti rúmlega sextugur. En honum bauðst staða í afleysingum á leikskóla og hefur nú verið ráðinn í fast starf. 17.1.2013 21:08