Innlent

Brotist inn á Akureyri eftir að fólk fer til vinnu

Lögreglan á Akureyri. Myndin er úr safni.
Lögreglan á Akureyri. Myndin er úr safni.
Lögreglan á Akureyri vill vekja athygli á að nú í dag hefur verið tilkynnt um tvö innbrot í heimahús í bænum og eiga þau það sameiginlegt að hafa átt sér stað eftir að heimilisfólk fór til vinnu í morgun.

Þá hafa lögreglu borist þrjár tilkynningar um aðila sem hafa knúið dyra í dag og þegar í ljós hefur komið að fólk er heima í þessum húsum hafa þessir aðilar spurt um einhvern aðila sem ekki býr í viðkomandi húsnæði og farið á brott í kjölfarið.

Ef fólk verður vart við einhverjar óeðlilega mannaferðir eða fær óeðlilegar heimsóknir þá endilaga að hafa samband við lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×