Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2012 19:29 Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að fanganum frá því síðdegis í gær en talið er að hann hafi sloppið út með því að klifra yfir girðingu. Fanginn heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára. Hann hlaut í september fimm ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Lögreglunni á Selfossi hefur borist fjöldi vísbendinga vegna málsins en er enn engu nær um það hvar Matthías heldur sig. Magnús Hlynur fréttamaður okkar hitti lögreglustjórann í dag. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi: Það hafa borist vísbendingar en þær hafa ekki borið árangur enn sem komið er. Fórnarlamb Matthíasar nýtur verndar lögreglu meðan að hann gengur laus. „Hann er allavega flóttamaður og það gæti bent til þess að hann væri hættulegur," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. Tvær girðingar eru við Litla Hraun. Fangar hafa áður náð að strjúka með því að fara yfir þær. Sú sem er nær fangelsinu er um fimm metra há en þannig gerð að hægt er klifra yfir hana. Hin er mun lægri. Stjórnendur fangelsisins hafa margbent á hættuna af því að fangar geti komist yfir girðingarnar. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að fara yfir öryggismál og verkferla í fangelsinu. Hún hafði ekki tök á að veita fréttastofu viðtal en sagði úrbætur í öryggismálum standa fyrir dyrunum. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 50 milljónir komi frá ríkinu til að setja í öryggismál og segir Margrét að áætlun sé setja upp nýjar girðingar við fangelsið, svokallaðar „anti-climb" girðingar. Slíka girðingu má til að mynda finna við réttargeðdeildina að Kleppi og nær ómögulegt að klifra yfir hana. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það hvar Matthías gæti verið að finna eru beðnir að hringja í lögregluna síma 444-1000.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent