Innlent

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar um óákveðinn tíma

MYND/Arnþór
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla á milli Eyja og Þorlákshafnar um óákveðinn tíma, eða þar til rannsókn á atvikinu í hafnarminninu í Landeyjahöfn í síðasta mánuði, þar sem skemmdir urðu á skipinu, er lokið.

Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn frá bæjarstjóra í Eyjum. Jafnframt segir þar að tryggingafélög skipsins séu að skoða framhald á tryggingum þess í ljósi óhappsins, og hafa óskað eftir nákvæmum upplýsingum um atvikið, en Rannsóknanefnd sjóslysa fer með rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×