Fleiri fréttir Fimmtíu björgunarsveitarmenn leita strokufangans - Hundar notaðir við leitina Leit að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni, við Eyrarbakka og Stokkseyri mun halda áfram fram eftir degi. Unnið er út frá vísbendingum sem borist hafa um ferðir Matthíasar. 19.12.2012 15:25 Lífskjör foreldra verri en margra annarra Stjórnvöld hafa brugðist við neikvæðum afleiðingum efnahagskreppunnar með ýmsum aðgerðum sérstaklega, með það að markmiði að vernda viðkvæma hópa. Þó eru vísbendingar um að lífskjör foreldra séu verri en annarra hópa samfélagsins og hafa þar að auki versnað meira í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta segir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, sem hefur nýlokið við meistararitgerð í félagsráðgjöf, um stöðu barnafjölskyldna eftir bankahrun. Leiðbeinandi Ragnheiðar Láru var Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. 19.12.2012 15:09 Umboðsmaður skuldara birtir reiknivél á vef sínum Reiknivél fyrir endurútreikning lána einstaklinga með ólögmætri gengistryggingu hefur nú verið birt á vef Umboðsmanns skuldara. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir því þann 26. október síðastliðinn að umboðsmaður skuldara setti upp reiknivél á vef sínum, www.ums.is, þar sem hægt væri að endurreikna lán með ólögmætri gengistryggingu. Endurútreikningur þessi tekur mið af dómum Hæstaréttar, þar sem kemur fram að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti af lánum aftur í tímann. 19.12.2012 14:47 Björgunarsveitarmaður slasaðist við Múlafell Björgunarsveitarmaður sem slasaðist við Múlafell í Hvalfirði er nú á leið til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var á leið í ísklifursæfingu þegar slysið átti sér stað. 19.12.2012 14:31 Vísindamenn uppgötva lífvænlega plánetu í næsta nágrenni Lífvænleg pláneta gæti leynst í sólkerfi stjörnunnar Tau Ceti. Stjarnan er í næsta nágrenni við Jörðina eða í um 12 ljósára fjarlægð. 19.12.2012 14:18 Afla upplýsinga um hugsanlega sprengjugerðarmenn Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri hafa myndað vinnuhóp sem á að afla upplýsinga vegna innflutnings, sölu og dreifingar á grunnefnum sem nýta má til sprengjugerðar. Markmiðið er að afla upplýsinga um skipan þessara mála hérlendis, löggjöf, leyfaveitingar og eftirlit, og koma á samstarfi við aðrar stofnanir sem fara með sviðsábyrgð á þessum málaflokkum. Vinnuhópurinn hefur þegar leitað eftir samstarfi við opinberar stofnanir sem hafa eftirlit með slíkum efnum í því skyni að takmarka eftir föngum möguleika einstaklinga eða hópa til að setja saman sprengjur úr annars löglegum efnum. 19.12.2012 13:55 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19.12.2012 13:41 Sækja slasaðan björgunarsveitamann Björgunarsveitamenn af höfuðborgarsvæðinu eru nú á leið að Múlafelli í Hvalfirði til að sækja slasaðan mann. 19.12.2012 13:27 Matthíasar Mána leitað við Eyrarbakka Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er nú leitað á Eyrarbakka, steinsnar frá Litla-Hrauni. 19.12.2012 12:52 Eru þetta bestu kvikmyndir ársins? Undir árslok keppast gagnrýnendur við að birta topplista sína. Árið sem nú líður undir lok hefur sannarlega reynst vera mikið kvikmyndaár og fjölmargar stórgóðar myndir hafa litið dagsins ljós. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim kvikmyndum sem hlotið hafa hvað mest lof frá gagnrýnendum í ár. 19.12.2012 12:23 Bleyjur, túrtappar og smokkar hækka í verði - "Ég er ekki að grínast“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun fyrirætlanir stjórnarmeirihlutans um að hækka tolla á hluti eins og hjólastóla, bleyjur og smokka. Stjórnarliðar eru sakaður um að hafa ætlað að læða hækkununum inn í skjóli nætur. 19.12.2012 12:12 Börn fá ókeypis í sund út janúar Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á föstudag í síðustu viku að veita börnun að 18 ára aldri ókeypis aðgang í laugarnar í Reykjavík frá 20. desember næst komandi til og með 31.janúar 2013. 19.12.2012 11:59 Gámur af ungbarnapökkum á leið frá Íslandi til Hvíta-Rússlands Rauði krossinn á Íslandi hefur sent frá sér gám fullan af ungbarnapökkum og barnafötum til Hvíta-Rússlands. Um 6000 börn munu njóta góðs af sendingunni. Þetta er þriðja árið í röð sem systurfélag Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi fær sendingu héðan af hlýjum fatnaði, og þriðji gámurinn sem sendur er á þessu ári. 19.12.2012 11:42 Gerendur í manndrápsmálum mun oftar karlar en konur Gerendur í manndrápsmálum á árunum 1998 til 2011 voru mun oftar karlar en konur, eða 81 prósent. Yngsti gerandinn var 21 árs gamall og sá elsti 45 ára. Meðalaldur þeirra var 31 ár. 19.12.2012 11:24 Fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi leiðir lista Bjartrar framtíðar Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, verður í efsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í norðvesturkjördæmi, samkvæmt ákvörðun fjörutíu manna stjórnar Bjartrar framtíðar. 19.12.2012 10:57 Skilafrestur í jólaljósmyndasamkeppni rennur út í dag Skilafrestur í jólaljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins rennur út í dag. Vinningsmyndin mun birtast á forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag. Netfangið sem senda skal myndina á er ljosmyndakeppni@frettabladid.is. 19.12.2012 10:45 Lögreglan leitar að stolnum bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir steingráum Volkswagen Polo með skráningarnúmerið DF-F11, en bílnum var stolið í Hvassaleiti í Reykjavík í lok nóvember. Nú hefur komið fram að bílnum var ekið við Fiskilæk í Borgarfirði laugardaginn 8. desember kl. 18.49. Mynd náðist af bílnum í hraðamyndavél, sem þarna er. Þeir sem vita hvar bíllinn er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is 19.12.2012 10:42 Urmull af ufsaseiðum í höfninni Urmull af ufsaseiðum er nú víða í Skerjafirðinum og leitar af og til inn í Kópavogshöfn í hundruða þúsunda tali. Ýmsir sjófuglar gæða sér ótæpilega á seiðunum, en ekki sér högg á vatni. 19.12.2012 10:17 Kýldi lögreglumann í magann Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á lögreglumann fyrir framan Danska barinn í Ingólfsstræti, og slegið hann hnefahöggi í magann. Atvikið átti sér stað í byrjun september síðastliðnum. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19.12.2012 09:47 Greiddi 950 milljónir fyrir Perluna og vill náttúruminjasafn og kaffihús Borgarstjórn samþykkti í gær að kaupa Perluna af Orkuveitunni, en borgin greiðir 950 milljónir króna fyrir með handbæru fé og því ekki ráðist í lántökur. Vonir standa til að náttúruminjasafn og kaffihús verði á fyrstu hæðinni og þá er stefnt að því að tryggja áfram rekstur veitingastaðar á efstu hæð. 19.12.2012 09:35 Hægt að hjóla á stíg frá Hamrahlíð upp í Bauhaus Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. 19.12.2012 09:00 Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19.12.2012 08:54 Hvít jól algengari en rauð á síðustu árum Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands treysta sér ekki enn til að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið, og segja óvissu í veðurspám of mikla. Á síðustu átján árum hafa hvít jól verið örlítið algengari en rauð á höfuðborgarsvæðinu. 19.12.2012 08:00 Viðræðurnar færast yfir á annað stig Þrátt fyrir óvissu á stjórnmálasviðinu eru aðildarviðræður Íslands og ESB komnar á nýtt stig þar sem viðræður eru hafnar um kafla sem standa utan EES-samningsins og meira ber á milli aðila. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sögðu að lokinni fimmtu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í gær að um væri að ræða ákveðinn áfanga á þessari vegferð. 19.12.2012 07:45 Kvarta undan humarskorti Dæmi eru um að fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu alveg uppiskroppa með stóra humarhala. Humarhalar í stærðarflokknum 40 til 70 grömm eru vinsæll hátíðarmatur. Útflutningur á heilum humri og humarhölum hefur aukist og því minna til skiptanna á innanlandsmarkaði. 19.12.2012 07:30 Fjölmiðlar úr takti ali ekki á misklíðinni Mikilvægt er að fjölmiðlar ali ekki á misklíð, segir eftirlitsnefnd Alþingis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 19.12.2012 07:30 Stöð 2 send út í háskerpu Stöð 2 hefur í dag formlega útsendingu í háskerpu, HD, og verður þar með fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva til að bjóða upp á reglubundnar útsendingar í háskerpu. 19.12.2012 07:15 Fjórbrotinn í andliti eftir árás við Bar 11 Ungur maður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás á Hverfisgötu aðfaranótt laugardags vill eftirlitsmyndavélar um allan miðbæ. Hann er fjórbrotinn í andliti og þurfti í aðgerð eftir að hafa verið sleginn í höfuðið af óþekktum árásarmanni. 19.12.2012 07:00 Lögregla og tollur náðu 24 kílóum af heróíni í Noregi Lögreglan og tollurinn í Noregi hafa lagt hald á 24 kíló af heróíni sem reynt var að smygla til landsins í gegnum Svíþjóð. 19.12.2012 06:55 Strokufanginn enn ófundinn Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni í fyrradag, er enn ófundinn og er leitin nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 19.12.2012 06:53 Slasaðist í bílveltu skammt frá Borgarnesi Bíll valt út af þjóðveginum á Mýrum, skammt frá Borgarnesi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 19.12.2012 06:51 Herjólfur siglir til Þorlákshafnar um óákveðinn tíma Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla á milli Eyja og Þorlákshafnar um óákveðinn tíma, eða þar til rannsókn á atvikinu í hafnarminninu í Landeyjahöfn í síðasta mánuði, þar sem skemmdir urðu á skipinu, er lokið. 19.12.2012 06:50 Hluti af Suðurskautinu skírður í höfuðið á Bretadrottningu Stór hluti af Suðurskautinu hefur verið skírður í höfuðið á Elísabetu Bretadrottningu og heitir hér eftir Queen Elizabeth Land. Svæðið sem hér um ræðir er nærri tvöfalt stærra en Bretland og var án nafns áður. 19.12.2012 06:47 Segist vanur flugeldum frá Jóni Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, styður tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í utanríkismálanefnd um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið. Það yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda ætti viðræðunum áfram. 19.12.2012 06:45 Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19.12.2012 06:43 Náðu þjófagenginu sem brotist hefur inn í íbúðarhús Lögreglan er að líkindum búin að hafa hendur í hári þjófagengis, sem hefur brotist inn í mörg íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og einkum stolið skartgripum, og svo á Akureyri í gær. 19.12.2012 06:41 Obama styður bann við sölu á árásarvopnum Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill endurvekja löggjöf um bann við árásarvopnum eins og hríðskotabyssum. Lög um slíkt voru sett árið 1994 en afnumin 10 árum síðan þar sem þau þóttu gölluð. 19.12.2012 06:37 Hættulegur og gengur enn laus „Ég skil mjög vel gagnrýni og aðfinnslur Fangavarðafélagsins og fangelsisyfirvalda,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur eftir að ofbeldismaðurinn Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni í fyrradag. 19.12.2012 06:30 Lagabreyting ógnar starfsendurhæfingu „Lögin geta valdið því að þeir sem eru veikastir og þurfa lengst úrræði gætu orðið af þessari þjónustu sem allir eiga þó rétt á,“ segir Kristín Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar. „Vegna mikils skorts á samfelldri og langvinnri endurhæfingu erum við að horfa upp á það að einstaklingar með þung geðræn vandamál virðast lenda á milli skips og bryggju.“ 19.12.2012 06:15 Bandaríkin kröfðust hertra varna gegn laumufarþegum Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. 19.12.2012 06:00 Vodafone hækkaði á fyrsta degi Hlutabréf í Vodafone voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráningargengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut en í lok dags hafði gengið hækkað í 32,2 krónur á hlut í 162 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi bréfanna því um 2,2 prósent á fyrsta degi viðskipta. Miðað við gengið í lok dags í gær er markaðsvirði Vodafone um 10,8 milljarðar króna. 19.12.2012 06:00 Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19.12.2012 06:00 Veikindi vekja óvissu um framtíð Íraks Jalal Talabani, forseti Íraks, liggur á sjúkrahúsi í Bagdad eftir að hafa fengið heilablóðfall. Þar með er komin upp töluverð óvissa um framtíð landsins, nú þegar ár er liðið frá því bandaríski herinn fór heim. 19.12.2012 00:30 Reglur víða verið hertar Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. 19.12.2012 00:00 Rannsakar börn sem telja sig hafa lifað áður Erlendur Haraldsson prófessor hefur rannsakað hátt í 100 börn sem telja sig hafa lifað áður, en hann gaf nýverið út ævisögu sína "Á vit hins ókunna" þar sem greint er frá ótrúlegum sögum sumra þessara barna sem lýsa fyrri lífum í smáatriðum. Lífum einstaklinga sem reyndust hafa verið til áður en börnin fæddust. 18.12.2012 21:30 Sjá næstu 50 fréttir
Fimmtíu björgunarsveitarmenn leita strokufangans - Hundar notaðir við leitina Leit að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni, við Eyrarbakka og Stokkseyri mun halda áfram fram eftir degi. Unnið er út frá vísbendingum sem borist hafa um ferðir Matthíasar. 19.12.2012 15:25
Lífskjör foreldra verri en margra annarra Stjórnvöld hafa brugðist við neikvæðum afleiðingum efnahagskreppunnar með ýmsum aðgerðum sérstaklega, með það að markmiði að vernda viðkvæma hópa. Þó eru vísbendingar um að lífskjör foreldra séu verri en annarra hópa samfélagsins og hafa þar að auki versnað meira í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta segir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, sem hefur nýlokið við meistararitgerð í félagsráðgjöf, um stöðu barnafjölskyldna eftir bankahrun. Leiðbeinandi Ragnheiðar Láru var Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. 19.12.2012 15:09
Umboðsmaður skuldara birtir reiknivél á vef sínum Reiknivél fyrir endurútreikning lána einstaklinga með ólögmætri gengistryggingu hefur nú verið birt á vef Umboðsmanns skuldara. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir því þann 26. október síðastliðinn að umboðsmaður skuldara setti upp reiknivél á vef sínum, www.ums.is, þar sem hægt væri að endurreikna lán með ólögmætri gengistryggingu. Endurútreikningur þessi tekur mið af dómum Hæstaréttar, þar sem kemur fram að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti af lánum aftur í tímann. 19.12.2012 14:47
Björgunarsveitarmaður slasaðist við Múlafell Björgunarsveitarmaður sem slasaðist við Múlafell í Hvalfirði er nú á leið til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn var á leið í ísklifursæfingu þegar slysið átti sér stað. 19.12.2012 14:31
Vísindamenn uppgötva lífvænlega plánetu í næsta nágrenni Lífvænleg pláneta gæti leynst í sólkerfi stjörnunnar Tau Ceti. Stjarnan er í næsta nágrenni við Jörðina eða í um 12 ljósára fjarlægð. 19.12.2012 14:18
Afla upplýsinga um hugsanlega sprengjugerðarmenn Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri hafa myndað vinnuhóp sem á að afla upplýsinga vegna innflutnings, sölu og dreifingar á grunnefnum sem nýta má til sprengjugerðar. Markmiðið er að afla upplýsinga um skipan þessara mála hérlendis, löggjöf, leyfaveitingar og eftirlit, og koma á samstarfi við aðrar stofnanir sem fara með sviðsábyrgð á þessum málaflokkum. Vinnuhópurinn hefur þegar leitað eftir samstarfi við opinberar stofnanir sem hafa eftirlit með slíkum efnum í því skyni að takmarka eftir föngum möguleika einstaklinga eða hópa til að setja saman sprengjur úr annars löglegum efnum. 19.12.2012 13:55
Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19.12.2012 13:41
Sækja slasaðan björgunarsveitamann Björgunarsveitamenn af höfuðborgarsvæðinu eru nú á leið að Múlafelli í Hvalfirði til að sækja slasaðan mann. 19.12.2012 13:27
Matthíasar Mána leitað við Eyrarbakka Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er nú leitað á Eyrarbakka, steinsnar frá Litla-Hrauni. 19.12.2012 12:52
Eru þetta bestu kvikmyndir ársins? Undir árslok keppast gagnrýnendur við að birta topplista sína. Árið sem nú líður undir lok hefur sannarlega reynst vera mikið kvikmyndaár og fjölmargar stórgóðar myndir hafa litið dagsins ljós. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim kvikmyndum sem hlotið hafa hvað mest lof frá gagnrýnendum í ár. 19.12.2012 12:23
Bleyjur, túrtappar og smokkar hækka í verði - "Ég er ekki að grínast“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun fyrirætlanir stjórnarmeirihlutans um að hækka tolla á hluti eins og hjólastóla, bleyjur og smokka. Stjórnarliðar eru sakaður um að hafa ætlað að læða hækkununum inn í skjóli nætur. 19.12.2012 12:12
Börn fá ókeypis í sund út janúar Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á föstudag í síðustu viku að veita börnun að 18 ára aldri ókeypis aðgang í laugarnar í Reykjavík frá 20. desember næst komandi til og með 31.janúar 2013. 19.12.2012 11:59
Gámur af ungbarnapökkum á leið frá Íslandi til Hvíta-Rússlands Rauði krossinn á Íslandi hefur sent frá sér gám fullan af ungbarnapökkum og barnafötum til Hvíta-Rússlands. Um 6000 börn munu njóta góðs af sendingunni. Þetta er þriðja árið í röð sem systurfélag Rauða krossins í Hvíta-Rússlandi fær sendingu héðan af hlýjum fatnaði, og þriðji gámurinn sem sendur er á þessu ári. 19.12.2012 11:42
Gerendur í manndrápsmálum mun oftar karlar en konur Gerendur í manndrápsmálum á árunum 1998 til 2011 voru mun oftar karlar en konur, eða 81 prósent. Yngsti gerandinn var 21 árs gamall og sá elsti 45 ára. Meðalaldur þeirra var 31 ár. 19.12.2012 11:24
Fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi leiðir lista Bjartrar framtíðar Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, verður í efsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í norðvesturkjördæmi, samkvæmt ákvörðun fjörutíu manna stjórnar Bjartrar framtíðar. 19.12.2012 10:57
Skilafrestur í jólaljósmyndasamkeppni rennur út í dag Skilafrestur í jólaljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins rennur út í dag. Vinningsmyndin mun birtast á forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag. Netfangið sem senda skal myndina á er ljosmyndakeppni@frettabladid.is. 19.12.2012 10:45
Lögreglan leitar að stolnum bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir steingráum Volkswagen Polo með skráningarnúmerið DF-F11, en bílnum var stolið í Hvassaleiti í Reykjavík í lok nóvember. Nú hefur komið fram að bílnum var ekið við Fiskilæk í Borgarfirði laugardaginn 8. desember kl. 18.49. Mynd náðist af bílnum í hraðamyndavél, sem þarna er. Þeir sem vita hvar bíllinn er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is 19.12.2012 10:42
Urmull af ufsaseiðum í höfninni Urmull af ufsaseiðum er nú víða í Skerjafirðinum og leitar af og til inn í Kópavogshöfn í hundruða þúsunda tali. Ýmsir sjófuglar gæða sér ótæpilega á seiðunum, en ekki sér högg á vatni. 19.12.2012 10:17
Kýldi lögreglumann í magann Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á lögreglumann fyrir framan Danska barinn í Ingólfsstræti, og slegið hann hnefahöggi í magann. Atvikið átti sér stað í byrjun september síðastliðnum. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 19.12.2012 09:47
Greiddi 950 milljónir fyrir Perluna og vill náttúruminjasafn og kaffihús Borgarstjórn samþykkti í gær að kaupa Perluna af Orkuveitunni, en borgin greiðir 950 milljónir króna fyrir með handbæru fé og því ekki ráðist í lántökur. Vonir standa til að náttúruminjasafn og kaffihús verði á fyrstu hæðinni og þá er stefnt að því að tryggja áfram rekstur veitingastaðar á efstu hæð. 19.12.2012 09:35
Hægt að hjóla á stíg frá Hamrahlíð upp í Bauhaus Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. 19.12.2012 09:00
Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19.12.2012 08:54
Hvít jól algengari en rauð á síðustu árum Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands treysta sér ekki enn til að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið, og segja óvissu í veðurspám of mikla. Á síðustu átján árum hafa hvít jól verið örlítið algengari en rauð á höfuðborgarsvæðinu. 19.12.2012 08:00
Viðræðurnar færast yfir á annað stig Þrátt fyrir óvissu á stjórnmálasviðinu eru aðildarviðræður Íslands og ESB komnar á nýtt stig þar sem viðræður eru hafnar um kafla sem standa utan EES-samningsins og meira ber á milli aðila. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sögðu að lokinni fimmtu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel í gær að um væri að ræða ákveðinn áfanga á þessari vegferð. 19.12.2012 07:45
Kvarta undan humarskorti Dæmi eru um að fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu alveg uppiskroppa með stóra humarhala. Humarhalar í stærðarflokknum 40 til 70 grömm eru vinsæll hátíðarmatur. Útflutningur á heilum humri og humarhölum hefur aukist og því minna til skiptanna á innanlandsmarkaði. 19.12.2012 07:30
Fjölmiðlar úr takti ali ekki á misklíðinni Mikilvægt er að fjölmiðlar ali ekki á misklíð, segir eftirlitsnefnd Alþingis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 19.12.2012 07:30
Stöð 2 send út í háskerpu Stöð 2 hefur í dag formlega útsendingu í háskerpu, HD, og verður þar með fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva til að bjóða upp á reglubundnar útsendingar í háskerpu. 19.12.2012 07:15
Fjórbrotinn í andliti eftir árás við Bar 11 Ungur maður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás á Hverfisgötu aðfaranótt laugardags vill eftirlitsmyndavélar um allan miðbæ. Hann er fjórbrotinn í andliti og þurfti í aðgerð eftir að hafa verið sleginn í höfuðið af óþekktum árásarmanni. 19.12.2012 07:00
Lögregla og tollur náðu 24 kílóum af heróíni í Noregi Lögreglan og tollurinn í Noregi hafa lagt hald á 24 kíló af heróíni sem reynt var að smygla til landsins í gegnum Svíþjóð. 19.12.2012 06:55
Strokufanginn enn ófundinn Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni í fyrradag, er enn ófundinn og er leitin nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 19.12.2012 06:53
Slasaðist í bílveltu skammt frá Borgarnesi Bíll valt út af þjóðveginum á Mýrum, skammt frá Borgarnesi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 19.12.2012 06:51
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar um óákveðinn tíma Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla á milli Eyja og Þorlákshafnar um óákveðinn tíma, eða þar til rannsókn á atvikinu í hafnarminninu í Landeyjahöfn í síðasta mánuði, þar sem skemmdir urðu á skipinu, er lokið. 19.12.2012 06:50
Hluti af Suðurskautinu skírður í höfuðið á Bretadrottningu Stór hluti af Suðurskautinu hefur verið skírður í höfuðið á Elísabetu Bretadrottningu og heitir hér eftir Queen Elizabeth Land. Svæðið sem hér um ræðir er nærri tvöfalt stærra en Bretland og var án nafns áður. 19.12.2012 06:47
Segist vanur flugeldum frá Jóni Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, styður tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í utanríkismálanefnd um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið. Það yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda ætti viðræðunum áfram. 19.12.2012 06:45
Dómstóll setur nálgunarbann á Sea Shepherd Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sett nálgunarbann á Sea Shepherd samtökin gagnvart hvalveiðibátum Japana í Suðurhöfum. 19.12.2012 06:43
Náðu þjófagenginu sem brotist hefur inn í íbúðarhús Lögreglan er að líkindum búin að hafa hendur í hári þjófagengis, sem hefur brotist inn í mörg íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og einkum stolið skartgripum, og svo á Akureyri í gær. 19.12.2012 06:41
Obama styður bann við sölu á árásarvopnum Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill endurvekja löggjöf um bann við árásarvopnum eins og hríðskotabyssum. Lög um slíkt voru sett árið 1994 en afnumin 10 árum síðan þar sem þau þóttu gölluð. 19.12.2012 06:37
Hættulegur og gengur enn laus „Ég skil mjög vel gagnrýni og aðfinnslur Fangavarðafélagsins og fangelsisyfirvalda,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur eftir að ofbeldismaðurinn Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni í fyrradag. 19.12.2012 06:30
Lagabreyting ógnar starfsendurhæfingu „Lögin geta valdið því að þeir sem eru veikastir og þurfa lengst úrræði gætu orðið af þessari þjónustu sem allir eiga þó rétt á,“ segir Kristín Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri Janusar endurhæfingar. „Vegna mikils skorts á samfelldri og langvinnri endurhæfingu erum við að horfa upp á það að einstaklingar með þung geðræn vandamál virðast lenda á milli skips og bryggju.“ 19.12.2012 06:15
Bandaríkin kröfðust hertra varna gegn laumufarþegum Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. 19.12.2012 06:00
Vodafone hækkaði á fyrsta degi Hlutabréf í Vodafone voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráningargengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut en í lok dags hafði gengið hækkað í 32,2 krónur á hlut í 162 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi bréfanna því um 2,2 prósent á fyrsta degi viðskipta. Miðað við gengið í lok dags í gær er markaðsvirði Vodafone um 10,8 milljarðar króna. 19.12.2012 06:00
Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19.12.2012 06:00
Veikindi vekja óvissu um framtíð Íraks Jalal Talabani, forseti Íraks, liggur á sjúkrahúsi í Bagdad eftir að hafa fengið heilablóðfall. Þar með er komin upp töluverð óvissa um framtíð landsins, nú þegar ár er liðið frá því bandaríski herinn fór heim. 19.12.2012 00:30
Reglur víða verið hertar Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. 19.12.2012 00:00
Rannsakar börn sem telja sig hafa lifað áður Erlendur Haraldsson prófessor hefur rannsakað hátt í 100 börn sem telja sig hafa lifað áður, en hann gaf nýverið út ævisögu sína "Á vit hins ókunna" þar sem greint er frá ótrúlegum sögum sumra þessara barna sem lýsa fyrri lífum í smáatriðum. Lífum einstaklinga sem reyndust hafa verið til áður en börnin fæddust. 18.12.2012 21:30