Innlent

Lögreglan leitar að stolnum bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir steingráum Volkswagen Polo með skráningarnúmerið DF-F11, en bílnum var stolið í Hvassaleiti í Reykjavík í lok nóvember. Nú hefur komið fram að bílnum var ekið við Fiskilæk í Borgarfirði laugardaginn 8. desember kl. 18.49. Mynd náðist af bílnum í hraðamyndavél, sem þarna er. Þeir sem vita hvar bíllinn er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×