Innlent

Urmull af ufsaseiðum í höfninni

Mynd/ Ásta Sif.
Urmull af ufsaseiðum er nú víða í Skerjafirðinum og leitar af og til inn í Kópavogshöfn í hundruða þúsunda tali. Ýmsir sjófuglar gæða sér ótæpilega á seiðunum, en ekki sér högg á vatni.

Áhugamenn, sem könnuðu seiðaflekkinn i gær, töldu sig líka hafa séð nokkur þorskseiði innanum. Að sögn hafnarvarðar eru ufsaseiðin aðeins tveggja til þriggja sentímetra löng og hefur þetta gerst nokkrum sinnum áður á þessum árstíma. Engu sé líkara en að skarfurinn komi gagngert ár eftir ár á svæðið, til að bíða eftir seiðunum, þótt göngurnar bregðist stundum, eins og til dæmis í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×