Innlent

Kýldi lögreglumann í magann

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á lögreglumann fyrir framan Danska barinn í Ingólfsstræti, og slegið hann hnefahöggi í magann. Atvikið átti sér stað í byrjun september síðastliðnum. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×