Innlent

Vopnað rán á Laugaveginum í nótt

Tveir menn voru rændir fjármunum og greiðslukortum á Laugavegi á móts við Tryggingastofnunina á öðrum tímanum í nótt. Annar ræningjanna var vopnaður hnífi og hafði í hótunum, en þolendurna sakaði ekki.

Á fimmta tímanum í nótt handtók lögreglan svo mann á þrítugsaldri í annarlegu ástandi í Grafarvogi, grunaðan um aðild að ráninu, og gistir hann nú fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×