Innlent

Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni

Reyndasti brellumeistari á Íslandi stjórnaði "eldinum" sem var gerður með sérstökum gaslögnum. Vélin er í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar, segir Republik.
Reyndasti brellumeistari á Íslandi stjórnaði "eldinum" sem var gerður með sérstökum gaslögnum. Vélin er í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar, segir Republik.
Kvikmyndafyrirtækið Republik, sem annaðist tökur á þættinum Million Dollar Shooting Star í júní síðastliðnum, vill koma því á framfæri að Douglas DC-3 flugvélin sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977 er ennþá í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar.

Á Vísi fyrr í dag var sagt frá því að kveikt hafi verið í vélinni en hún hefur legið í fjöruborðinu í tugi ára. Republik segir að þó að logar sjáist við flugvélabrakið vegna kvikmyndatöku hafi ekki verið kveikt í vélinni og hún látin brenna til grunna.

"Áður en við lögðum af stað í verkefnið var fengið leyfi hjá landeigendum og eiganda flugvélabraksins. Við réðum til verksins reyndasta brellumeistara á Íslandi og stjórnaði hann "eldinum" sem var gerður með sérstökum gaslögnum, en það var aldrei kveikt í flugvélinni sjálfri. Við þrifum síðan sót af vélinni og gengum frá tökustaðnum eins og við gerum alltaf, enda teljum við okkur vera fagmenn á okkar sviði. Á meðan á tökum stóð voru bæði slökkvibíll og björgunarsveitin Dagrenning á staðnum. Einnig voru á staðnum sjúkraflutningamenn ef einhver slys hefðu orðið á fólki, en við framkvæmd atriðisins þurftu stúlkurnar að hoppa á trampolíni," segir í tilkynningu frá Republik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×