Innlent

Þingfundur stóð til klukkan sex í morgun

Önnur umræða um fjárlög, sem var fram haldið á Alþingi eftir hádegi í gær, stóð til klukkan rúmlega sex í morgun og verður fram haldið klukkan þrjú í dag.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa skipst á að fara í pontu í alla nótt, og þegar umræðunni var frestað voru fjórir eða fimm enn á mælendaskrá.

Til stendur að nefndafundir verði á Alþingi fyrir hádegi. Steingrímur J. Sigfússon sagði í gær, að ekki yrði hægt að greiða ríkisstarfsmönnum laun um áramótin, ef lögin yrðu ekki samþykkt fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×