Innlent

Ísland bætir stöðu sína á listanum um spillingu í heiminum

Ísland hefur bætt aðeins stöðu sína á árlegum lista Transparency International yfir spillingu í heiminum. Ísland er nú í 11. sæti listans en var komið niður í 13. sætið í fyrra.

Fyrir hrunið 2008 var Ísland iðulega í efstu sætunum á listanum og þá talið eitt minnst spillta land heimsins. Eftir hrunið hefur Ísland stöðugt fallið niður listann þar til í ár.

Ísland var í efsta sæti listans árið 2005 en var fallið niður í sjötta sætið árið 2007 og síðan hefur stöðugt hallað undir fæti þar til í ár.

Nýja Sjáland er sem fyrr í efsta sæti listans sem nær yfir 176 þjóðir. Næst á eftir koma Danmörk og Finnland.

Grikkland hefur hríðfallið niður þennan lista og telst nú spilltasta þjóðin innan Evrópusambandsins. Þann vafasama heiður hafði Búlgaría áður. Grikkland er komið niður í 94. sæti listans.

Mesta spillingin er hinsvegar talin vera í Sómalíu og Norður Kóreu en þessar þjóðir ásamt Afganistan deila neðstu sætunum á listanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.