Innlent

Dæmdur í þriggja ára fangelsi

Maður sem nýverið var dæmdur í fangelsi hafði meðal annars eyðilagt dýnu í fangaklefa.
Maður sem nýverið var dæmdur í fangelsi hafði meðal annars eyðilagt dýnu í fangaklefa.
Þrjátíu og níu ára síbrotamaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn, sem heitir Einar Björn Ingvason, játaði brot sín.

Ákæra á hendur manninum er í þrettán liðum og varðar meðal annars innbrot og þjófnað úr sumarbústöðum á Suðurlandi, þjófnaði úr verslunum í Hveragerði, Selfossi og Reykjavík, vopnalagabrot með því að hafa haft sveðju í fórum sínum og umferðarlagabrot og bílþjófnað. Þá var hann kærður fyrir eignaspjöll fyrir að hafa í febrúar í fyrra rifið í tætlur dýnu í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi og kastað svo af sér þvagi yfir hana.

Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð dóms sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí í fyrra. Hann var þá dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×