Innlent

Tugir fundist látnir

Bopha gerði mikinn usla á Filippseyjum í fyrrinótt og kostaði tugi manna lífið. Flestir þeirra drukknuðu í flóðum sem fylgdu fárviðrinu þegar vatn flæddi niður fjallshlíð yfir þorpið Andap í Compostela-dal.
Bopha gerði mikinn usla á Filippseyjum í fyrrinótt og kostaði tugi manna lífið. Flestir þeirra drukknuðu í flóðum sem fylgdu fárviðrinu þegar vatn flæddi niður fjallshlíð yfir þorpið Andap í Compostela-dal. NORDICPHOTOS/AFP
Yfir fjörutíu manns létust þegar fellibylurinn Bopha æddi yfir suðurhluta Filippseyja í gærdag. Þess utan eru margir sárir. Eftir að bylurinn tók land er talið að um 40 þúsund manns hafi hrakist frá heimilum sínum.

Í frétt BBC segir að rafmagnslaust sé á stórum svæðum, samgöngur hafi raskast og miklar rigningar hafi valdið aurskriðum. Vindhraðinn mælist um 60 metrar á sekúndu og er því um fjórða stigs fellibyl að ræða. Það er öflugasti fellibylur sem hefur skollið á landinu á árinu.

Tugum flugferða hefur verið aflýst í landinu, auk þess sem ferjur komast hvorki lönd né strönd. Þess er skemmst að minnast þegar fellibylurinn Washi gekk yfir suðurhluta landsins fyrir ári síðan og varð 1.500 manns að aldurtila.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×